Sveitarstjórnarfundur 16. janúar 2019
- Details
- Fimmtudagur, 17 janúar 2019 00:03
Sveitarstjórnarfundur 16.01.2019
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 8. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ingólfur Árni Haraldsson, Arnlín Óladóttir og Margrét Bjarnadóttir og Eva K. Reynisdóttir. Oddviti leitar afbrigða til að bæta við lið á dagskrá fundarins. Það er nr. 18.: Umsókn um lóð.
Ingólfur Árni Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.
Dagskrá
- Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps kynnir starfsemi félagsþjónustunnar
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 19.12.2018
- Fundagerð nefnda
- Aðrar fundargerðir
- Ósk um kaup á lóð nr. 6 í landi Klúku
- Umsókn um lóð nr. 7 í landi Klúku
- Tillaga að sameiginlegri húsnæðisáætlun með Strandabyggð
- Viðhald á Drangsnesbryggju
- Umsögn vegna endurbyggingar brúar yfir Þverá í Bjarnarfirði
- Samningsdrög fyrir brúna yfir Bjarnarfjarðará
- Styrkur til Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi
- Heimasíða Kaldrananeshrepps, Drangsnes.is
- Tillaga að íbúafundi
- Erindi: Grænn og ætur bær
- Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
- Bréf frá Veraldarvinum
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Umsókn um lóð
Var þá gengið til dagskrár.
- Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps kynnir starfsemi félagsþjónustunnar
Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps María Játvarðardóttir komst ekki á fundinn og óskar eftir að fá að koma síðar til að kynna fyrir sveitarstjórn starfsemi félagsþjónustunar. Samþykkt samhljóða
- Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 19.12.2018
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
- Fundargerðir nefnda.
Engar fundargerðir nefnda liggja fyrir fundi.
- Aðrar fundargerðir.
Engar fundargerðir liggja fyrir fundi
- Ósk um kaup á lóð nr. 8 í landi Klúku
Leigutaki lóðar nr. 8 í landi Klúku óskar eftir að fá lóðina keypta með erindi sem barst 19.12.2018. í bréfinu er greint fyrir ástæðum óskarinar.
Sveitarstjórn ákveður að fresta ákvörðun og afla sér frekari gagna varðandi sumarhúsalóðir. Samþykkt samhljóða
- Umsókn um lóð nr. 7 í landi Klúku
Umsókn hefur borist frá Kristjáni Arnari Ingassyni Kennitala 260276-4419 að fá leigða lóð nr. 7 í Klúkulandi. Sveitastjórn samþykkir að leigja Kristjáni Arnari Ingasyni Lóð nr 7. Oddvita falið að ganga frá leigusamningi. Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að sameiginlegri Húsnæðisáætlun með Strandabyggð
Sveitastjórn Kaldrananeshrepps barst tillaga frá sveitarstjóra Strandabyggðar um þáttöku í gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákveður að hafna boði Strandabyggðar um þátttöku í gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar. Samþykkt samhljóða.
- Viðhald á Drangsnesbryggju
Ástand á dekkjum utaná löndunarbryggjunni á Drangsnesi er orðið lélegt og ákveður sveitarstjórn að fela hafnarnefnd að fá aðila til að annast endurbætur á bryggjunni og leita nýrra lausna. Samþykkt samhljóða
- Umsögn vegna endurbyggingar brúar yfir Þverá í Bjarnarfirði
Vegna umsóknar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna endurbyggingar brúar yfir Þverá í Bjarnarfirði, óskar umsækjandi eftir umsögn Kaldrananeshrepps vegna endurbyggingarinnar.
Finnur Ólafsson víkur af fundi
Sveitarstórn veitir jákvæða umsögn og felur varaoddvita að fylla út viðeigandi skjal og senda til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Samþykkt samhljóða
Finnur kemur aftur á fund
- Samningsdrög fyrir brúna yfir Bjarnarfjarðará
Borist hafa drög að samningi, þar sem Kaldrananeshreppur eignast eldri brúna yfir Bjarnarfjarðará. Sveitastjórn frestar ákvörðunartöku og afla sér frekari gagna. Samþykkt samhljóða
- Styrkur til Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi.
Ingólfur lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi Arnlín tekur við að rita fundargerð
Björgunarsveitin hefur keypt kerru sem einnig getur nýst slökkviliðinu og einnig er mikil þörf á að endurnýja bát félagsins. Því óskar félagið eftir styrk frá sveitarfélaginu.
Björgunarsveitin er okkur nauðsynleg og sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið um 350.000 að þessu sinni.
Ingólfur kemur aftur á fund og tekur aftur við fundargerð
- Heimasíða Kaldrananeshrepps, Drangsnes.is
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps telur það brýnt forgangsverkefni að uppfæra heimasíðuna og hefur ákveðið að hittast við tækifæri og vinna að uppfærslu heimasíðu sveitafélagsins. Samþykkt samhljóða
- Tillaga að íbúafundi
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákveður að boða til íbúafundar 10. febrúar kl 17:00 og kynna framtíðarstefnu sveitafélagsins og felur oddvita að auglýsa hann í samráði við sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða
- Erindi:Grænn og ætur bær
Sveitarstjórn tekur vel í erindi og mun kanna áhuga íbúa á að gera bæinn grænan og ætan.
- Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
Oddvita falið að athuga sameiginlega tilnefningu með sveitarfélögum í nágrenninu. Samþykkt samhljóða
- Bréf frá Veraldarvinum. Lagt fram til kynningar
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar
- Umsókn um lóð
Ingólfur lýsir yfir vanhæfi og víkur af fundi Finnur tekur við að rita fundargerð
Sveitarstjórn fagnar umsókn um lóð til byggingar og er einhuga í að úthluta umsækjendum lóð. Sveitarstjórn ákveður þó að kanna kostnað við gerð götunnar Tófuhjalla, áður en sveitarstjórn samþykkir úthlutunar á lóð í þeirri götu og fellur oddvita að ræða við umsækjendur hvort önnur lóð sem þegar er tilbúin komi til greina.
Samþykkt samhljóða
Ingólfur kemur aftur inn og tekur við að rita fundargerð
Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.23:46