Sveitarstjórnarfundur 24. ágúst 2016

Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 26. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Jenný Jensdóttir, Ingólfur Haraldsson, Guðbrandur Sverrisson og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Íbúðarhúsið Klúku
2. Fundargerð síðasta fundar
3. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
4. Aðrar fundargerðir
5. Málefni hitaveitu og vatnsveitu
6. Samrunaáætlun Glámu hf og Skúla ehf
7. Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
8. Breyting á þjónustuaðila með bókhaldskerfi
9. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga
10. Jafnréttisáætlun
11. Rýmingarkort vegna ofanflóða
12. Samráðsfundur um Byggðaáætlun 2017-2023
13. Byggðaráðstefna
14. Ýmis bréf

1. Íbúðarhúsið Klúku
Ómar Már Pálsson byggingameistari mætir á fundinn og gerir grein fyrir viðhaldsþörf á íbúðarhúsinu á Klúku. Hann hafði að beiðni oddvita gert lauslega úttekt á þaki hússins.
Mat hans er að þakið sé illa farið og mikil hætta á að það endist ekki veturinn þar sem það er farið að losna. Sveitarstjórn samþykkir að skipta um þak á íbúðarhúsinu á Klúku og þá einnig að kaupa sturtuklefa og athuga með aðrar framkvæmdir á baðherbergi. Áætlaður viðgerðarkostnaður fellur inní fjárhagsáætlun.
2. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
3. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
a. Fundargerð Fræðslunefndar frá 23 ágúst s.l. Fundargerðin sem er í 4 liðum lögð fram og 1og 4 liður afgreiddir athugasemdalaust. Varðandi lið 2 í fundargerðinni þ.e starfsáætlun skólans þar sem gert er ráð fyrir gestakennurum í ákveðin verkefni samþykkir sveitarstjórn að heimila skólastjóra að fá gestakennara fyrir tvær smiðjur. Varðandi 3 lið sér sveitarstjórn ekkert því til fyrirstöðu að halda fund um skólamál. Fundargerðin samþykkt.
b. Fundargerð Byggingar-skipulags og umhverfisnefndar frá 7.7. s.l lögð fram. Fundargerðin er í 4 liðum. Nefndin er með ábendingu til sveitarstjórnar utan dagskrár varðandi minnismerki til heiðurs Golfstraumnum og óskar eftir nánari afstöðumynd, hvernig aðgengi og þá öryggismálum verði háttað. Fundargerðin samþykkt.

4. Aðrar fundargerðir
a. Fundargerð Velferðarnefndar Stranda – og Reykhólahrepps frá 11.8.2016 lögð fram til kynningar. Fyrri hluti fundargerðarinnar afgreiddur athugasemdalaust en síðasti liður er framlagning Jafnréttisáætlunar fyrir sveitarfélögin fjögur sem að velferðarnefndinni standa. Óskar nefndin eftir því við sveitarstjórnir að þær sendi áætlunina til yfirmanna stofnana sveitarfélaganna til yfirlestrar og umræðu. Jafnréttisáætlunin er til umræðu síðar á þessum fundi.
b. Fundargerð 841 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
5. Málefni hitaveitu og vatnsveitu
Finnur Ólafsson gerir grein fyrir málefnum hitaveitu og vatnsveitu. Framkvæmdir við vatnsveitu fyrir Kokkálsvíkurhöfn munu hefjast fljótlega. Heitt og kalt vatn að Fiskinesi. Hver metri af heitavatnslögnum kostar frá 1800 – 2000.- kr. Áætlaður efniskostnaður er 2,5 milljónir en verktakakostnað er erfitt að áætla. Þessi framkvæmd er á fjárhagsáætlun ársins. Orkubúið hefur lýst áhuga á að nýta skurðinn og greiða fyrir. Vegagerðin hefur samþykkt legu langnanna í vegsvæðinu. Sveitarstjórn samþykkir að fara í þessa framkvæmd.
6. Samrunaáætlun Glámu hf og Skúla ehf.
Tilkynning um samrunaáætlun Eignarhaldsfélagsins Glámu hf og Útgerðarfélagsins Skúla ehf lögð fram til kynningar.
7. Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf 2015 lagður fram til kynningar.
8. Breyting á þjónustuaðila með bókhaldskerfi.
Fyrirtækið Advania sem um síðustu áramót sameinaðist Tölvumiðlun ehf sem séð hefur um og þjónustað fjárhagskerfið SFS sem sveitarfélagið hefur notað hingað til hefur tilkynnt að það hyggst hætta þjónustu við sérhæft fjárhagskerfi fyrir sveitarfélög frá 1. mars 2017.
Oddvita og skrifstofustjóra falið að kanna hvaða fyrirtæki bjóða þjónustu fyrir sérhæft fjárhagskerfi fyrir sveitarfélög og á hvaða kjörum þau bjóðast.
9. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga
Haustþing Fjórðungssambands vestfirðinga verður haldið á Hólmavík dagana 9-10 september n.k
10. Jafnréttisáætlun
Jafnréttisáætlun sveitarfélaganna Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar lögð fram til afgreiðslu. Jafnréttisáætlunin borin upp og samþykkt samhljóða.
11. Rýmingarkort vegna ofanflóða
Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur gert drög að rýmingarkorti fyrir Drangsnes og sem lagt er fyrir fundinn ásamt greinargerð.
12. Samráðsfundur um Byggðaáætlun 2017-2023
Boðað er til samráðsfundar um byggðaáætlun 7.október 2016. Lagt fram til kynningar
13. Byggðaráðstefna
Byggðaráðstefnan 2016 verður haldin á Breiðdalsvík 14-15 september n.k Lagt fram til kynningar.
14. Ýmis bréf
a. Bréf frá Hólmfríði K. Smáradóttur frá 15.6.s.l þar sem hún segir sig úr þeim nefndum sem hún var í á vegum Kaldrananeshrepps. Lagt fram til kynningar.
b. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16.8.s.l um samning um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi. Lagt fram til kynningar.
c. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sveitarstjórnarvettvang EfTA. Lagt fram til kynningar.
d. Bréf frá Póst og Fjarskiptastofnun dags 6.7.2016 vegna undanþágubeiðni Mílu vegna kvaðar um að tilkynna um nýtt þjónustuframboð. Lagt fram til kynningar.
e. Bréf frá Íbúðalánasjóði dags 13.7.2016 varðandi framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir. Lagt fram til kynningar.
f. Bréf frá Skipulagsstofnun dags 16.júní s.l vegna Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Lagt fram til kynningar.
g. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 28.júní 2016 vegna viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum. Sveitarstjórn ákveður að skoða þessi mál hjá nágrannasveitarfélögum.
h. Bréf frá Bændasamtökum íslands dags 9.8.2016 Óskað er eftir upplýsingum um fjallskil í sveitarfélögunum. Sveitarstjórn telur engin vandkvæði á framkvæmd fjallskila í hreppnum. Fjallskilanefnd falið að svara þessu bréfi.
i. Bréf frá Sambandi ísleskra sveitarfélaga dags 23.8.2016 um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum. Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.51