Sveitarstjórnarfundur 9.júní 2016

Fimmtudaginn 9.6 2016 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 25. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Jenný Jensdóttir, Ingólfur Haraldsson, Guðbrandur Sverrisson. Magnús Ásbjörnsson er fjarverandi og í hans stað situr Arnlín Óladóttir fundinn. Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Skógrækt Klúku
2. Fundargerð síðasta fundar
3. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
4. Aðrar fundargerðir
5. Ársreikningur 2015 –síðari umræða
6. Bréf frá Mörtu Jóhannesdóttur
7. Veiðidagar Bjarnarfjarðará
8. Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð

1. Skógrækt Klúku
Arnlín Óladóttir lagði fram skýrslu um úttekt á árangri af skógrækt á Klúku 2006-2014. Samkvæmt úttektinni lifir 52,4% af því sem gróðursett var á Klúku. Hæsta tré sem mælt var í úttektinni er 1.35m en meðalhæð var 43cm. Oddviti leggur til að haldið verði áfram með verkefnið og að vinna það í samstarfi við Skógræktina. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Oddviti leggur fram tillögu um að á næstu árum verði leitað aðstoðar sjálfboðaliða til áburðargjafar, stígagerðar og til að hreinsa upp gamlar girðingar. Tillagan borin upp og samþykkt.
2. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Engar athugasemdir gerðar og fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
3. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
a. Fundargerð fundar Byggingar- skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn var þann 30.5 s.l lögð fram og rædd. Afgreidd athugsemdalaust.
4. Aðrar fundargerðir
a. Ársfundur SEVhaldinn á Ísafirði 3.5.2016. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Minnispunktar frá fundi samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Vestfjarða þann 2.6.2016 lagðir fram til kynningar.
c. Fundargerð 839.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
5. Ársreikningur 2015 –síðari umræða
Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2015 lagður fram til síðari umræðu. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er jákvæð 1.750.000.- og A og B hluta jákvæð um 2.2 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2015 nam 258,9 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 277,8 millj. króna. Handbært fé í árslok var 13,3 milljónir kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða Eignasjóðs var 1,3 millj. kr. Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs var neikvæð 3,3 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða vatnsveitunnar var jákvæð 1,8 mill.kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða Hitaveitu Drangsness var 2,2 millj. eftir skatta.
Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.
6. Bréf frá Mörtu Jóhannesdóttur
Marta Jóhannesdóttir skólastjóri óskar eftir leyfi til að gera fána fyrir skólann með merki sveitarfélagsins og nafni skólans. Þá minnir hún á ýmislegt sem eftir er að klára á lóð skólans.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila Mörtu að gera fánann. Önnur atriði verða tekin fyrir þegar skýrsla listaskólans liggur fyrir.
7. Veiðidagar Bjarnarfjarðará
Veiðifélag Bjarnarfjarðarár hefur birt skiptingu veiðidaga í ánni milli landeigenda í sumar. Kaldrananeshreppur fær úthlutað 84 stöngum í ánni í sumar. Tillaga borin upp um að gefa íbúum sveitarfélagsins dagana eins og gert hefur verið nokkur undanfarin ár. Tillagan samþykkt með meirihluta atkvæða einn sat hjá. Samþykkt að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að veiðifyrirkomulag Bjarnarfjarðarár verði tekið til endurskoðunar.
8. Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð
Verkefnislýsing fyrir svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð lögð fram til kynningar, umræðu og umsagnar. Samþykkt að Arnlín Óladóttir lesi yfir verkefnislýsinguna og komi með athugasemdir ef einhverjar eru til sveitarstjórnar.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.51