Sveitarstjórnarfundur 26. maí 2016

Fimmtudaginn 26. maí 2016 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Jenný Jensdóttir, Ingólfur Haraldsson, Guðbrandur Sverrisson og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti leitar afbrigða að taka á dagskrá bréf frá Smára Haraldssyni sem lið nr. 14. og sem lið nr. 15. Staða sauðfjárbúskapar í Kaldrananeshreppi Afbrigði samþykkt.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
3. Aðrar fundargerðir
4. Ársreikningur 2015 –fyrri umræða
5. Dagvistarmál
6. Stjórnsýlsuskoðun Kpmg
7. Fyrirspurninr til sveitarstjórnarmanna KPMG
8. Bsvest skýrsla R3 ráðgjöf
9. Bsvest árssýrlsa 2015
10. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
11. Stefnumörkun sveitarsfélaga á Vestfjörðum
12, Héraðsdómur Vestfjarða mál E-48/2015
13. Örnefnaskrá Kaldrananeshrepps
14. Bréf frá Smára Haraldssyni
15. Staða sauðfjárbúskapar í Kaldrananeshreppi

1. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
Fundargerð Fræðslunefndar frá 17.maí s.l. Fundargerðin er í 2 hlutum þ.e v grunnskóla 2liðir Fyrri liður afgreiddur athugasemdalaust. Seinni liður fjallar um kennararráðningu. Ingólfur Haraldssosn lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi. Auglýst var aftur eftir kennara og nú í 70% starf. Ein umsókn barst frá Heiðrúnu Hjörleifsdóttur.Hún hefur ekki grunnskólakennararéttindi. Skólastjóri mælir með ráðningu hennar. Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Heiðrúnar. Ingólfur Haraldsson kemur aftur á fund.
2. hluti fundargerðarinnar er vegna dagvistar. Starfsmaður dagvistar hefur sagt upp og kemur ekki til starfa aftur eftir sumarlokun. Fræðslunefnd vill að strax verði auglýst eftir starfsmanni og ákvörðun tekin um opnunartíma í samráði við fræðslunefnd. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að auglýsa eftir starfsmanni fyrir dagvistina. Frekari umræða um dagvistarmál verður við afgreiðslu 5. liðar á dagskrá þessa fundar.
3. Aðrar fundargerðir
a. Fundargerð 838 fundar stjórnar sambands ísl sveitarfélaga. lagt fram til kynningar.
b. Fundargerð Aðalfundar BsVest 2016 sem haldinn var á Ísafirði 4. maí s.l lagt fram til kynningar.
c. Fundargerð með hafnaryfirvöldum á Vestfjörðum um uppbyggingu mengunarvarnabúnaðar í höfnum dags. 20.4.2016. Lagt fram til kynningar.
4. Ársreikningur 2015 –fyrri umræða
Ársreikningur vegna ársins 2015 lagður fram og ræddur. Afgreiddur til síðari umræðu.
5. Dagvistarmál.
Ingólfur Haraldsson hefur í bréfi dags 24.5.s.l óskað eftir umræðu um dagvistarmál á Drangsnesi sem hafa átt í miklum starfsmannaerfiðleikum í vetur. Börn í dagvist næsta skólaár verða 5 á aldrinum 1 ½ til 5 ára. Samþykkt að auglýsa eftir starfkrafti í dagvistina. Oddvita ásamt formanni fræðslunefndar og skrifstofustjóra falið að gera ramma um starfið.
6. Stjórnsýlsuskoðun Kpmg
Skýrsla um stjórnsýsluskoðun KPMG lögð fram. 6 athugasemdir og ábendingar eru til sveitarstjórnar í skýrslunni og hefur verið brugðist við þeim flestum. Samþykkt að vinna að því að koma þeim atriðum í lag sem bent er á og ekki hefur þegar verið brugðist við.
7. Fyrirspurnir til sveitarstjórnarmanna frá KPMG
Fyrirspurnarlisti til stjórnenda sveitarfélagsins frá KPMG lagður fram til kynningar. Oddviti og skrifstofustjóri munu svara spurningunum. Einnig er farin fram á að fá frá öllum aðalmönnum og varamönnum sveitarstjórnar upplýsingar um stjórnarsetu og eignarhluti í félögum.
8. Bsvest skýrsla R3 ráðgjöf
Skýrsla R3 ráðgjafar um BsVest kögð fram til kynningar.
9. Bsvest ársskýrsla 2015
Ársskýrsla BsVest 2015 lögð fram til kynningar.
10. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga dags 2. maí s.l vegna vinnu við landsáætlun um uppbyggingu innviða- greiningu á uppbyggingarþörf. Óskar sambandið eftir að sveitarfélög tilnefni tengilið sem taki að sér að safna upplýsingum fyrir þessa áætlanagerð. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að tilnefna í þetta verkefni. Kaldrananeshreppur tilnefnir Finn Ólafsson sem tengilið.
11. Stefnumörkun sveitarsfélaga á Vestfjörðum
Greinargerð og samantektir frá samstarfsfundum um Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt tillögu um gerð svæðisáætlunar lögð fram til umsagnar sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps. Skila skal umsögn um efni tillögunnar og greinargerðar fyrir 1. júlí 2016.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
12, Héraðsdómur Vestfjarða mál E-48/2015
Niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli E-48/2015 lagt fram til kynningar
13. Örnefnaskrá Kaldrananeshrepps.
Finnur Ólafsson og Magnús Rafnsson hafa gert örnefni í Kaldrananeshreppi aðgengileg á rafrænu formi. Örnefnaskráningin verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins þegar uppfærslu á henni er lokið og verður þar aðgengileg fyrir alla.
14. Bréf frá Smára Haraldssyni.
Ræða Smára Haraldssonar flutt á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 4.5.2016 lagt fram til kynningar.
15. Staða sauðfjárbúskapar í Kaldrananeshreppi. Sveitarstjórn ræddi versnandi stöðu sauðfjárbúskapar í sveitarfélaginu þar sem hætt verður búskap í Odda nú í haust og verða þá einungis eftir 3 starfandi bændur í sveitarfélaginu.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23.03