Sveitarstjórnarfundur 4. maí 2016

Miðvikudaginn 4. maí 2016 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 23. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Jenný Jensdóttir, Ingólfur Haraldsson, Guðbrandur Sverrisson. Þá mætir Hilmar Hermannsson í fjarveru Magnúsar Ásbjörnssonar. 

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
3. Aðrar fundargerðir
4. Ljósnet
5. Bréf frá Lilju Sigrúnu Jónsdóttur
6. Bréf frá Stígavinum
7. Bréf frá Vinnumálastofnun
8. Bréf frá Heimili og skóli
9. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
10. Bréf frá húseigendum Kvíabala 4 og 6
11. Bréf frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
12. Svarbréf frá Íslandspósti
13. Umboð úttektarheimildar Arionbanka
14. Gjaldskrá Drangsneshafnar
15. Samþykkt um fráveitumál
16. Styrkumsókn –Félag eldri borgara
17. Styrkumsókn – Sumarmölin
18. Styrkumsókn – Hamingjudagar
19. Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2015
20. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2015
21. Skýrlsa starfshóps um stefnumörkun í úrgangsmálum

Var þá gegnið til dagskrár.
1. Fundargerð síðasta fundar
oddvit gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust.
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
a. Fundargerð Fræðslunefndar frá 7.mars 2016 Fundargerðin er í 7 liðum. liðir 1 og 2 og 3 afgreiddir athugasemdalaust. Varðandi lið nr. 4 er oddvita falið að kanna með þörf á þessari þjónustu. Varðandi lið nr. 5 er oddvita falið að kanna með þörfina á fleiri tölvum að teknu tilliti til þess hversu fá börn eru í skólanum næsta vetur. Liðir nr. 6 og sjö eru afgreiddir athugasemdalaust. Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða
b. Fundargerð Freæðslunefndar frá 18. apríl. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
3. Aðrar fundargerðir
a. Fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps frá 1.3.2016. Fundargerðin lesin, rædd og afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12.2.2016. Fundargerðin lesin, rædd og afgreidd athugasemdalaust.
c. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 8.4.2016. Fundargerðin lesin, rædd og afgreidd athugasemdalaust.
d. Fundargerð 835. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e. Fundargerð 836. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Ljósnet
Oddviti gerði grein fyrir vinnu sinni við að fá ljósleiðara og betra internet samband fyrir sveitarfélagið. Ekki hefur náðst að fá loforð um að hér komi ljósleiðari og þar með fullkomið netsamband fyrir sveitarfélagið í næstu framtíð. Náðst hefur samkomulag við Fjarskiptasjóð um að hann leggi fram eina milljón króna á móti fimm hundruð þúsund króna framlagi Kaldrananeshrepps til Milu ehf til uppbyggingar svokallaðs Ljósnetsbúnaðs í símstöðinni á Drangsnesi. Með því verður í boði Ljósnets internet tengingar (50Mb/s til notenda og 25Mb/s frá notenda) yfir koparlínur frá símstöðinni. Ljósnet er háð lengdum símalína og yrði þjónustan í boði yfir símalínur sem eru 1km eða styttri. Línur sem eru lengri en það fengju hefðbundna ADSL2+ þjónustu sem búður upp á allt að 12Mb/s hraða til notenda og allt að 1Mb/s frá honum.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
Á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps þann 4.maí 2016 samþykkir sveitarstjórn Kaldrananeshrepps að leggja fram fimmhundruð þúsund króna framlag á móti einnar milljóna styrk frá Fjarskiptasjóði til uppbyggingar ljósnets internets tegningar á Drangsnesi.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. Bréf frá Lilju Sigrúnu Jónsdóttur
Lilja Sigrún Jónsdóttir, Fiskinesi óskar eftir því í bréfi dags. 21.3.2016 að hreppsnefnd Kaldrananeshrepps kanni möguleika á að leggja bæði kaldavatns- og hitaveitulögn frá Drangsnesi að heimili hennar á Fiskinesi. Hreppsnefnd tekur vel í erindið og felur oddvita í samráði við veitustjóra að kanna með möguleika og kostnað við verkið. Hafa skal samráð við Orkubú Vestfjarða um möguleika á samvinnu við lagnavinnu.
6. Bréf frá Stígavinum
Bréf frá félaginu Stígavinum frá 28.2.2016 þar sem þeir kynna starfssemi sína lagt fram til kynninga.
7. Bréf frá Vinnumálastofnun
Bréf frá Vinnumálastofnun dags 14.3.2016 til kynningar á átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar líkt og hefur verið gert síðustu ár lagt fram til kynningar.
8. Bréf frá Heimili og skóli
Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins lögð fram til kynningar.
9. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
a. Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fundar fulltrúa þeirra með umhverfis- og samgöngunefnd Alingis þar sem rædd var þingsályktunartillaga um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á íþróttavelli.
b. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dag 19.4.2016 vegna viljayfirlýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannnafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016. Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá húseigendum Kvíabala 4 og 6
Bréf frá húseigendum Kvíabala 4 og 6 dagsett 26.apríl 2016 vegna viðvarandi vatnselgs á Kvíabala í leysingum og skemmda á lóðum þeim við Kvíabalann sem liggja neðar en gatan. Vísað er til vettvangsskoðunar með oddvita 26.4.2016. Jenný Jensdóttir lýsir sig vanhæfa og víkur af fundi. Finnur Ólafsson tekur við fundarritun.
Sveitarstjórn telur að umrætt vandi vegna vatnsflóða sé alfarið á ábyrgð Vegagerðarinar og felur Oddvita að kerfjast úrbóta af hendi Vegagerðarinar.
Jenný Jensdóttir kemur aftur á fundinn. Síðari hluti erindisins eru tilmæli til sveitarstjórnar um að leggja gangstéttir á götur á Drangsnesi. Vísað er til þess að vegagerðin kostar lögn kantsteina á Aðalbrautina. Sveitarstjórn tekur þetta til jákvæðrar skoðunar.
11. Bréf frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr.7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir lagt fram til kynningar.
12. Svarbréf frá Íslandspósti
Svarbréf Íslandspósts dags 18.2.2016 vegna samþykktar sveitarstjórnar á fundi hennar þann 10. febrúar s.l vegna skerðingar á póstþjónustu í dreifbýli. Fram kemur að ekki er áformað að draga til baka fyrirhugaða skerðingu á póstþjónustu. Lagt fram til kynningar.
13. Umboð úttektarheimildar Arionbanka
Komið hefur í ljós að handhafi umboðs úttektarheimilda fyrir Kaldrananeshrepp hjá Arion banka er Guðmudur B. Magnússon fyrrv. oddviti. Þetta kom ekki að sök meðan bankinn var með þjónustu á Hólmavík en er nú orðið til töluverðra travala þegar útibúið er komið í Borgarnes. Sveitarsjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að afturkalla umboð GBM til úttektarheimilda fh Kaldrananeshrepps. Þá samþykkir sveitarstjórn að veita skrifstofustjóra Jenný Jensdóttir umboð til að fara með úttektarheimild fyrir Kaldrananeshrepps hjá Arion banka.
14. Gjaldskrá Drangsneshafnar
Gjaldskrá Drangsneshafnar er að mestu leiti síðan í júlí 2003. Sveitarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til Hafnarstjórnar Drangsneshafnar að yfirfara gjaldskrána og koma með tillögur að hækkun á gjaldskránni.
15. Samþykkt um fráveitumál
Tillaga að Samþykkt um fráveitur og rotþrær í Kaldrananeshreppi lögð fram. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefur yfirfarið samþykktina og eftir að hafa gert á henni smávægilegar breytingar gefið grænt ljós á að hún verði staðfest. Sveitarstjórn staðfestir framlagða samþykkt um fráveitur og rotþrær í Kaldrananeshreppi. Oddvita falið að ganga frá málinu til réttra aðila og auglýsa samþykktina.
16. Styrkumsókn –Félag eldri borgara
félag eldri borgara í Strandasýslu óskar eftir styrk frá Kaldrananeshreppi. Samþykkt að veita Félagi eldri borgara kr. 45.000 í styrk. Gert var ráð fyrir þessari styrkveitingu á fjárhagsáætlun.
17. Styrkumsókn – Sumarmölin
Standard og gæði ehf óska eftir styrk frá Kaldrananeshreppi vegna tónlistarhátíðarinnar Sumarmalarinnar sem verður á Drangsesi 11. júní n.k. Samþykkt að veita Sumarmölinni 100 þúsund króna styrk og hvetjum þá til að halda áfram þessu góða tónlistarstarfi hér á Drangsnesi. Styrkveitingin rúmast innar fjárhagsáætlunar.
18. Styrkumsókn – Hamingjudagar
Bæjarhátíðin Hamingudagar í Strandabyggð óska eftir styrk frá Kaldrananeshreppi vegna hátíðarinnar. Styrkbeiðinni hafnað.
19. Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2015
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2015 lögð fram til kynningar.
20. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2015
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2015 lagður fram og afgreiddur athugasemdalaust.
21. Skýrsla starfshóps um stefnumörkun í úrgangsmálum
Skýrsla starfshóps um stefnumörkun í úrgangsmálum lögð fram til kynningar.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23.03