Sveitarstjórnarfundur 10. febrúar 2016

Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 22. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Jenný Jensdóttir, Ingólfur Haraldsson, Magnús Ásbjörnsson og Guðbrandur Sverrisson. Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 17. mál styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Björgu. Afbrigði samþykkt

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
3. Aðrar fundargerðir
4. Fjárhagsáætlun 2016 – fyrri umræða
5. Þriggja ára áætlun 2017 -2019
6. Bsvest
7. Póstdreifing Kaldrananeshreppi
8. Afskriftir – sýslumaður Vestfirðinga
9. Tilnefning fulltrúa í verkefnanefnd FV”Eftir gegnumslátt 2019,,
10. Bréf frá Umhverfisráðuneyti
11. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
12. Sundlaug tæki
13. Bréf frá FV
14. Bréf frá Umboðsmanni barna
15. Götulýsing
16. Svæðiskipulag
17. Styrkbeiðni

1. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust.
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
a. Fundargerð Byggingar,skipulags, og umhverfisnefndar Kaldrananeshrepps frá 22.12.2015. Fundargerðin er í 6 liðum og samþykkt samhljóða.
b. Fundargerð Fræðslunenefndar. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
3. Aðrar fundargerðir
a. Fundargerð stjórnarfundar FV 15.1.2016. Lagt fram til kynningar.
b. Fundargerð stjórnar SSH frá 11.1.2016 vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum.Lagt fram til kynningar.
4. Fjárhagsáætlun 2016 – fyrri umræða
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 rædd í síðari umræðu. Borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs að teknu tilliti til fjármagnsliða er jákvæð 5.5 milljónir. Heildartekjur án fjármunatekna er alls 94 milljónir og rekstrargjöld 94 milljónir. Gert er ráð fyrir að neikvæð rekstrarniðurstaða eignasjóðs verði 5,4 milljónir. Rekstrarniðurstaða hafnarsjóðs er áætluð neikvæð um tæpar 2 milljónir og vatnsveitunnar um 140 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða hitaveitunnar verði jákvæð um 6 þúsund krónur. Helstu framkvæmdir ársins eru vatnsveita fyrir Kokkálsvíkurhöfn og endurborun hitavatnsborholu á Klúku í Bjarnarfirði.
5. Þriggja ára áætlun 2017 -2019
Þriggja ára áætlun rædd og borin undir atkvæði. Þriggja ára áætlun samþykkt samhljóða.
6. Bsvest
Lögð fram til kynningar ýmis gögn varðandi afleita stöðu fjármála hjá Bsvest. Tap ársins 2015 eru um 71,5 milljónir og þarf Kaldrananeshreppur að greiða 1.148.538 þúsund aukalega vegna ársins 2015.
7. Póstdreifing Kaldrananeshreppi
Bréf frá Jóni Halldórssyni landpósti dags 5. janúar 2016. efni bréfsins varðar skerta póstþjónustu í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi sem taka á gildi þann 1. apríl 2016. SAmkvæmt reglugerðarbreytingu frá október 2015 verður póstdreifing á svæðinu annan hvern dag í stað daglega eins og nú er. þ.e aðra vikuna 2 daga og hina vikur 3 daga.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun varðandi þetta mál.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem íbúar sveitarfélagsins eru beittir með boðaðri skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli. Öllum má ljóst vera að flestir sem skert póstþjónusta bitnar nú á búa ekki við neins konar aðra þjónustu af sama eða svipuðum toga auk þess sem sömu svæði búa við algerlega ónothæft netsamband sem útilokar að fólk geti sinnt störfum eða námi á netinu.

Sveitarstjórn mótmælir einnig harðlega þeim ójöfnuði sem enn og aftur er boðaður fólki í dreifðari byggðum þessa lands og kemur berlega í ljós í reglugerð, nr. 868/2015 um breytingu á reglugerð nr. 365/2003 þar sem stendur í 10 gr.
„Á dreifbýlissvæðum, þar sem kostnaður við dreifingu er þrefaldur eða meiri miðað við sams konar kostnað í þéttbýli, er rekstrarleyfishafa heimilt að fækka dreifingardögum í annan hvern virkan dag“
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps skorar jafnframt á ráðamenn þjóðarinnar að endurskoða áður nefnda breytingu á reglugerð nr.365/2003 um skerta póstþjónustu í dreifbýli og jafnframt að snúa við þeirri hugsun að í lagi sé að festa í lög og reglugerðir ójafnræði milli íbúa þessa fámenna lands

8. Afskriftir – sýslumaður Vestfirðinga
Sýslumaðurinná Vestfjörðum óskar eftir að Kaldrananeshreppur taki til afgreiðslu afskriftarbeiðni nr. 20512111521182 vegna þing- og sveitarstjónargjalda eins aðila sem embættið telur óinnheimtanlegt alls kr. 1.659 þúsund.
Tillagan borin upp og samþykkt.
9. Tilnefning fulltrúa í verkefnanefnd FV”Eftir gegnumslátt 2019,,
Oddviti ber upp tillögu um að tilnefna Finn Ólafsson sem aðalmann og Jenný Jensdóttur sem varamann í þessa nefnd. Tillagan samþykkt samhljóða.
10. Bréf frá Umhverfisráðuneyti
Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Kaldrananeshrepps að sett verði ákvæði um gjaldtöku vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum í gjaldskrá bryggjukanta á Drangsnesi og smábátahöfn í Kokkálsvík í samræmi við 2.mgr. 1.gr. reglugerðar 120/2014 hið fyrsta. Þetta ákvæði á að litlu leiti við hér. Oddvita falið að gera tillögu að gjaldskrá.
11. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
a. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 1.2.2016 varðandi drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2016. Lagt fram til kynningar.
b. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 8.1.2016 vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun. Lagt fram til kynningar.
12. Sundlaug tæki
Ósk hefur borist til sveitarstjórnar um að kaupa aukabúnað við þrektæki í þreksal sundlaugar á Drangsnesi. Oddvita falið að kanna með að kaupa það sem vantar til að koma tækunum í lag.
13. Bréf frá FV.
a. Bréf frá FV vegna samgöngumála – dags 21.1.2016 lagt fram til kynninga
b.Opnun tilboðs í seinni hluta ljósleiðara um Vestfirði. Lagt fram til kynningar.
14. Bréf frá Umboðsmanni barna
Bréf frá Umboðsmanni barna dags 4.febrúar 2016. Umboðsmaður skorar á sveitarfélög á Íslandi að virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps telur að nýsamþykkt fjárhagsáætlun sýni það að hagsmunir barna í Kaldrananeshreppi séu ekki fyrir borð bornir.
15. Götulýsing
Listi yfir götulýsingu í Kaldrananeshreppi frá Orkubúi Vestfjarða lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið kosti eingöngu lýsingu á þeim bæjum í sveitarfélaginu þar sem einhver er með skráð lögheimili. Oddvita falið að hafa samband við eigendur þeirra jarða sem ekki eru í ábúð um þessa breytingu.
16. Svæðisskipulag
Oddviti óskar eftir samþykkt sveitarstjórnar fyrir því að sækja um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hönnunar og uppbyggingar á lóð grunnskólans á Drangsnesi sem einnig geti verið góð afþreying ungum ferðamönnum á leið sinnu um Drangsnes. Samþykkt að sækja um styrkinn.
Oddviti óskar eftir heimild til að láta hanna leiksvæðið við grunnskólann. Hefur hann fengið vilyrði frá Sigrúnu Birgisdóttur Deildarforseta Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands til að koma með 10 manna hóp vöruhönnunarnemenda með fjölbreytta reynslu og hæfni sem gætu verið hér í viku tíma við vinnu við þetta verkefni. Kostnaður fælist í ferðum, gistingu og fæði auk efniskostnaðar. Samþykkt samhljóða.
17. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Björgu
Styrkbeiðni vegna endunýjunar snjósleða hjá Björgunarsveitinni Björgu.
Ingólfur Haraldsson lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi. Samþykkt að veita 100.000 kr styrk. Ingólfur kemur aftur á fund.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22