Sveitarstjórnarfundur 21. desember 2015

Mánudaginn 21.desember 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 21. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Jenný Jensdóttir, Ingólfur Haraldsson og varamennirnir Arnlín Óladóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
3. Aðrar fundargerðir
4. Fjárhagsáætlun 2016 – fyrri umræða
5. Þriggja ára áætlun 2017 -2019 – fyrri umræða
6. Styrkbeiðni HSS
7. Niðurstaða endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað folk
8. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti
9. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga – Almannvarnir
10. Styrkbeiðni vegna örnefnaskráningar Kaldrananeshreppi

1. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust.
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
Engar fundargerðir liggja fyrir fundi.
3. Aðrar fundargerðir
a. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 11.12 s.l. Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 833 og 834. Lagt fram til kynningar.
c. Nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar frá 3.des. 2015 um virðisaukaskatt vegna fólksflutninga. Lagt fram til kynningar
4. Fjárhagsáætlun 2016 – fyrri umræða
Fjárhagsáætlun 2016 afgreidd til síðari umræðu
5. Þriggja ára áætlun 2017- 2019 – fyrri umræða
Þriggja ára áætlun afgreidd til síðari umræðu.
6. Styrkbeiðni HSS
Héraðssamband Strandamanna óskar eftir styrk frá Kaldrananeshreppi.
samþykkt að styrkja HSS 80.000.- krónur
7. Niðurstaða endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti
Vatnssýni af neysluvatni Drangsnesinga sem tekið var í matvörubúð KSH þann 20. október s.l stóðst gæðakröfur skv reglugerð nr.536/01 Lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga – Almannvarnir
Leiðbeiningar um störf almannavarnanefnda lagðar fram til kynningar.
10. Styrkbeiðni vegna örnefnaskráningar Kaldrananeshreppi
Finnur Ólafsson og Magnús Rafnsson, áhugamenn um varðveislu og bættan aðgang almennings að örnefnum í Kaldrananeshreppi óska eftir styrk frá sveitarfélaginu til að vinna þá vinnu sem er nauðsynleg til að koma því í kring. Finnur Ólafsson og Arnlín Óladóttir lýsa sig vanhæf við umfjöllun og afgreiðslu málsins og víkja af fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 300.000.- króna styrk til verksins.
Finnur og Arnlín mæta aftur á fund.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23.58