Sveitarstjórnarfundur 30. nóvember 2015

Mánudaginn 30. nóvember 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 20. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Magnús, Jenný Jensdóttir, Ingólfur Haraldsson og varamaðurinn Hilmar Hermannsson.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
3. Aðrar fundargerðir
4. Tekjustofnar 2016
5. Úttekt á brunaviðvörunarkerfi Grunnskólans
6. Innheimtuþjónusta
7. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
8. Svæðisskipulag – verkefnistillaga
9. Minnisblað Sambands ísl. sveitarf. vegna þjóðhagsspár 2016
10. Umsögn Sambands ísl. sveitarf. vegna breytinga á tekjustofnalögum
11. Erindi frá Hollvinasamtökum Gvendarlaugar hins góða
12. Styrkbeiðni frá Snorraverkefni 2016
13. Styrkbeiðni frá Skíðafélagi Strandamanna
14. Byggðakvóti

1. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi
3. Aðrar fundargerðir
a. Símafundur framkvæmdaráðs umhverfisvottunar Vestfjarða
Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust
b. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu ehf.
Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust
c. Fundargerðir 831og 832. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
d. Þinggerð aukaþings Fv um Bsvest.
Þinggerð aukaþings Bsvest sem haldið var á Hólmavík 4. nóvember s.l lögð fram til kynningar.
4. Tekjustofnar 2016
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu um nýtingu tekjustofna sveitarfélagsins fyrir árið 2016.
1. Hámarksútsvar þ.e 14,52% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmar á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Gengið er út frá að lagabreyting þessa efnis verði afgreidd fyrir lok haustþings.
2. Fasteignaskattur:
a. Íbúðarhús og frístundahús, 0,5% af fasteignamati
b. Opinberar byggingar 1,32% af fasteignamati
c. Aðrar fasteignir, 1,4% af fasteignamati.
Afsláttur vegna fasteignaskatts aldraðra 70 ára og eldri, sem og 75% öryrkja sem búa í eigin húsnæði er tekjutengdur og miðaður við árstekjur samkvæmt nýjasta skattframtali. Þar með talið eignir og fjármagnstekjur.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5. 1. feb,1.apríl, 1. júní, 1. ágúst og 1. október.
3. Lóðarleiga Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1,3% af fasteignamati lóðar.

Gjaldskrá vatnsveitu verði ekki breytt að þessu sinni.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi hækki um 4,5%.
Tillagan samþykkt samhljóða.
5. Úttekt á brunaviðvörunarkerfi Grunnskólans
Skoðunarskýrsla Securitas vegna úttektar á brunaviðvörunarkerfi grunnskólans lögð fram. 3 smávægilegar athugasemdir koma fram sem auðvelt er að verða við og búið að að bregðast við einni þeirra.
6. Innheimtuþjónusta
Nú er komið að endurnýjun þjónustusamnings vegna innheimtuþjónustu. Motus er núverandi þjónustuaðili. Fyrir liggja tilboð frá Motus og Inkasso. Oddviti leggur til að skipt verði um innheimtufyrirtæki. Tillagan borin upp og samþykkt.
7. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Dalabyggð leggur til við núverandi samstarfssveitarfélög um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að embættið verði styrkt með því að ráðinn verði stafsmaður til viðbótar við þann sem fyrir er. Kostnaður við embættið hækkar um rúmar 7 milljónir á ári og verði starfssvæðið ekki stækkað með innkomu Strandabyggðar verður kostnaður Kaldrananeshrepps rúmar 2 milljónir árið 2016.
Oddviti leggur til að samþykkja þessa tillögu Dalabyggðar að því tilskyldu að Strandabyggð komi inní samstarfið en verði Strandabyggð ekki með þá höfnum við tillögunni. Samþykkt samhljóða.
8. Svæðisskipulag – verkefnistillaga
Upplýsingar um svæðisskipulag og verkefnistillögur Alta við gerð svæðisskipulags fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð lagt fram. Kaldrananeshreppur og Árneshreppur hafa ekki gengið til liðs við verkefnið. Kostnaður fyrir Kaldrananes-hrepp gæti verið allt að 1,5 milljónir á 3 árum.
Borin upp tillaga um að Kaldrananeshreppur verði ekki aðili að þessu samstarfi um svæðisskipulagsvinnu. Tillagan borin upp og samþykkt með meirihluta atkvæða einn situr hjá.
9. Minnisblað Sambands ísl. sveitarf. vegna þjóðhagsspár 2016
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
10. Umsögn Sambands ísl. sveitarf. vegna breytinga á tekjustofnalögum.
Umsögn sambandsins til Alþingis vegna breytinga á tekjustofnalögum sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
11. Erindi frá Hollvinasamtökum Gvendarlaugar hins góða
Erindi frá Hollvinasamtökum Gvendarlaugar hins góða dags. 8.11.2015. Óskað er eftir að sveitarfélagið sem er eigandi sundlaugarinnar láti leggja nýja rotþró við laugina snemma á næsta sumri, 2016. Rotþróin er orðin gömul og þjónar illa sínum tilgangi auk þess að vera allt of nálægt Laugalæknum.
Samþykkt að setja nýja rotþró fyrir sundlaugina inn á fjárhagsáætlun næsta árs.
12. Styrkbeiðni frá Snorraverkefni 2016
Styrkbeiðinni hafnað.
13. Styrkbeiðni frá Skíðafélagi Strandamanna
Samþykkt að veita Skíðafélagi Strandamanna styrk að upphæð kr. 80.000.-
14. Byggðakvóti
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps sótti um byggðakvóta Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytis fiskveiðiársins 2015/2016 og fékk úthlutað 76 þorskígildistonnum.
Oddviti leggur til að reglur ráðuneytisins um byggðakvóta verði óbreyttar.
Tillagan borin upp og samþykkt með meirihluta atkvæða og 2 sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði á móti.
Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23