Sveitarstjórnarfundur 21. október 2015

Miðvikudaginn 21. október 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 19. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson, Jenný Jensdóttir og Ingólfur Haraldsson.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
3. Aðrar fundargerðir
4. Lokaúttekt Kokkálsvíkurhöfn
5. Skólalóðin
6. Skólabúðir Reykjum
7. Niðurstöður efnagreiningar á neysluvatni á Drangsnesi
8. Sænskur listamaður
9. Erindi frá Veraldarvinum
10. Erindi frá Heimili og skóli
11. Erindi frá Bergsveini Birgissyni
12. Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness
13. Hitaveitan Klúku
Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
Engar fundargerðir nefnda sveitarfélagsins lágu fyrir fundi.
3. Aðrar fundargerðir
a. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 8. okt. 2015 lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð 50.fundar verkefnahóps BsVest frá 29. 7.2015
Lagt fram til kynningar.
c. Fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.sept. 2015 lögð fram til kynningar.
d. Fundargerð Aðalfundar Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla sem haldinn var á Hólmavík 3.september 2015. lagt fram til kynningar.
e. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 25. 9.2015 ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 lögð fram til afgreiðslu og samþykkt.
4. Lokaúttekt Kokkálsvíkurhöfn
Lokaúttekt vegna endurbyggingar Kokkálsvíkurhafnar ásamt fundargerð lokaverkfundar þann 16. 9.2015 lögð fram. Greiðslur til verktakans vegna fram- kvæmdarinnar er rúmar 15 milljónir og þá er eftir að taka saman kostnað við hönnun og eftirlit hjá Vegagerðinni.
5. Skólalóðin
Punktar frá opnum fundi um skólalóð grunnskólans á Drangsnesi þann 30.9.2015 lagðir fram.
6. Skólabúðir Reykjum
Marta G. Jóhannsdóttir óskar eftir því að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði nemenda í skólabúðunum Reykjum. Þátttökugjald er krónur 26.000 á barn og er farið fram á að Kaldrananeshreppur greiði hluta þess allt að 16.000.- pr nemenda. Magnús Ásbjörnsson lýsir sig vanhæfan. Oddviti leggur til að hreppurinn greiði kr. 10.000.- pr nemanda. Samþykkt samhljóða.
7. Niðurstöður efnagreiningar á neysluvatni á Drangsnesi
Heilbrigðiseftilit Vestfjarða tók sýni af neysluvatni á Drangsnesi til efnagreiningar skv heildarúttekt reglugerðar nr. 536/2001 þann 29.6.2015. Megin niðurstaðan var sú að vatnið stenst gæðakröfur sem neysluvatn skv. 536/2001. Lagt fram til kynningar.
8. Sænskur listamaður
Erindi frá Mörtu G. Jóhannsdóttur skólastjóra grunnskólans fyrir hönd sænsku listakonunnar Ella Kaisja Nordström sem hefur áhuga á að heimsækja Darngsnes og vera hér með sýningu. Mælir Marta með að hún fái að sýna í litla bókasafnshúsinu í vor. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
9. Erindi frá Veraldarvinum
Veraldarvinir lýsa yfir áhuga á að koma og vinna hér í sjálfboðavinnu í sveitarfélaginu á næsta ári. Þurfa þeir mat og húsaskjól en ferðir borga þeir sjálfir.
Sveitarfélagið hefur ekki hug á að nýta sér þjónustu þeirra.
10. Erindi frá Heimili og skóli
Heimili og skóli benda sveitarfélögum á að notkun á dekkjakurli á sparkvelli sé ekki æskilegt og geti valdið heilsutjóni. Oddvita falið að kanna hvað getur komið í staðinn og hver sé kostnaður við að skipta út efninu.
11. Erindi frá Bergsveini Birgissyni
Bréf frá Bergsveini Birgissyni dags 13.10.2015 vegna uppsetningar á listaverki sbr. fundargerðir sveitarstjórnar frá 13. apríl og 13.ágúst 2015. Óskar Bergsveinn Birgisson formlega eftir leyfi sveitarstjórnar til að setja upp flísalistaverkið Poseidon við norðurenda Malarhorns í landi Drangsness. Kostnaður sem sveitarfélagið þarf að standa straum af er uppsetning á tröppum/ hlið yfir girðinguna og ca 15 metra girðing meðfram bjargbrúninni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðið leyfi fyrir uppsetningu og staðsetningu listaverksins í landi Drangsness.
12. Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness
Samþykkt að hækka gjaldskrá hitaveitu Drangsness um 6% þ.e bæði vatns og mælagjald. Önnur gjöld verði óbreytt. Engin hækkun verði á hitaveitunni á Klúku.

13. Hitaveitan Klúku
Borholan á Klúku hefur fallið saman og er ekki að gagni. Laugarhóll ehf ætlar að bora holuna upp á nýtt hvort sem sveitarfélagið kemur að framkvæmdinni eða ekki. Borist hefur tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í lagfæringu og endurborun holunnar tæpar 4 milljónir. Sveitarstjórn samþykkir að bóka borinn. Þá samþykkir sveitarstjórn að funda með stjórn Laugarhóls ehf vegna hitaveitunnar á Klúku og skiptingu kostnaðar.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.02