Sveitarstjórnarfundur 8. september 2015

Þriðjudaginn 8. september 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 18. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson, Jenný Jensdóttir og Ingólfur Haraldsson.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.
Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 11. mál á dagskrá Stefnu á hendur Kaldrananeshreppi ásamt öðrum þeim sem standa að Barnaverndarnefnd Húnaþings- Stranda og Reykhólahrepps. Dagskráin breytist sem af þessu leiðir. Afbrigði borin upp og samþykkt.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
3. Aðrar fundargerðir
4. Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015
5. Bréf frá Velferðarráðuneyti
6. Fjarskiptamál
7. Strandavegur – Bassastaðaháls framkvæmdaleyfi
8. Verkefnatillaga Alta – svæðisskipulag
9. Endurmat í málefnum fatlaðra
10. Grundargata 9-11
11. Stefna á Kaldrananeshrepp

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Afgreitt athugasemdalaust
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
Fundargerð Fræðslunefndar frá 7. september 2015
Farið yfir málin og oddvita falið að gera úrbætur samkvæmt umræðu á fundinum.
3. Aðrar fundargerðir
Fundargerðir Stjórnarfunda Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 3. júlí s.l og 20. ág s.l. Fundargerðirnar afgreiddar athugasemdalaust.
4. Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015
Innanríkisráðuneytið lét gera öryggisúttekt á öryggi opinberra vefja ríkis og sveitarfélaga þar á meðal á vefnum Drangsnes.is Vefurinn Drangsnes.is fékk einkunnina Alvarlegir veikleikar. Kemur fram að framleiðandi er hættur að styðja viðkomandi vefumsjónarkerfi og er það helsta ástæða niðurstöðunnar.
5. Bréf frá Velferðarráðuneyti
Velferðarráðuneyti óskar eftir því að þau sveitarfélög sem áhuga hafa á að taka á móti flóttafólki tilkynni það til ráðuneytisins.
Sveitastjórn lýsir yfir fullum vilja til að taka á móti flóttafólki. En hins vegar þá teljum við okkur ekki hafa þá innviði sem til þarf til að taka sómasamlega á móti flóttafólki og veita því þá aðstoð sem það þarf. Samþykkt af meirihluta sveitarstjórnar, einn sat hjá.
6. Fjarskiptamál
Frumgreining Póst- og fjarskiptastofnunar á mögulegu uppbyggingarsvæði fjarskiptainnviða í sveitarfélaginu. Oddviti hafði fyrir hönd sveitarfélagsins óskað eftir ráðgjöf og upplýsingum af hálfu stofnunarinnar vegna fjarskiptamála. Áfram skal unnið að þessu brýna máli.
7. Strandavegur – Bassastaðaháls framkvæmdaleyfi
Vegagerðin óskar eftir framkæmdaleyfi vegna framkvæmda skv. 13. málsgrein skipulagslaga 123/2010 og reglugerð nr. 772/2013 vegna byggingar Strandavegar (643) Hálsgata – Svanshóll alls 7,35 km. Framkvæmdin er í Kaldrananeshreppi í landi Bassastaða, Skarðs, Hvamms og Svanshóls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
8. Verkefnatillaga Alta – svæðisskipulag
Verkefnatillaga og kostnaðaráætlun Alta – að svæðisskipulagi fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp, sem unnin er fyrir sveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð, lögð fram til kynningar. Drög þessi verða til umræðu á fundi sveitarfélaganna þann 9. september á Hólmavík og er Kaldrananeshreppi boðið að senda fulltrúa á þann fund. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka ekki þátt í þessari vinnu.
9. Endurmat í málefnum fatlaðra.
Jöfnunarsjóður hefur látið fara fram endurmat í málefnum fatlaðra á Vestfjörðum. Skýrslan lögð fram og rædd.
10. Grundargata 9-11
Heildarkostnaður við byggingu parhússins Grundargötu 9-11 er á þessari stundu 44,3 milljónir eða 267 þúsund pr. ferm.
11. Stefna á Kaldrananeshrepp
Kaldrananeshreppi ásamt þeim aðilum öðrum sem standa að Barnaverndarnefnd Húnaþings vestra, Stranda og Reykhólahrepps ásamt þeim starfsmönnum nefndarinnar sem í starfi voru í september 2011 er gert að mæta fyrir héraðsdóm Vestfjarða þann 16. september 2015 eða aðili fyrir okkar hönd. Málið tengist ekki einstaklingum í Kaldrananeshreppi að öðru leiti en því að sveitarfélagið er aðili að umræddri Barnaverndarnefnd. Sveitarfélagið mun ásamt þeim hinum sveitarfélögunum taka til varna í þessu máli. Aðilar hafa ráðið lögmann til að gæta hagsmuna sinna fyrir héraðsdómi Vestfjarða.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.