Sveitarstjórnarfundur 13. ágúst 2015

Fimmtudaginn 13. ágúst 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 17. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson, Jenný Jensdóttir og Ingólfur Haraldsson.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.
Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 1. mál á dagskrá Listaverk Bergsveinn Birgisson. Og sem lið nr. 14 : Starfsdagar leikskólans. Dagskráin breytist sem af þessu leiðir. Afbrigði borin upp og samþykkt.
dagskrá:
1. Listaverk. bergsveinnBirgisson
2. Fundargerð síðasta fundar
3. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
4. Aðrar fundargerðir
5. Kauptilboð í jörðina Skarð
6. Sumarhúsalóð á Klúku
7. Erindi vegna varðveislu menningarerfða
8. Umsögn um veitingu veitinarleyfis
9. Erindi vegna B – gatnagerðargjalda
10. Útiljós Háabakka, Bjarnarfirði
11. Veiðidagar Bjarnarfjarðará
12. Veglagning á Skarði
13. Efnistaka Klúku
14. Starfsdagar leikskólans.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.

1. Listaverk. Bergsveinn Birgisson. Bergsveinn Birgisson er mættur á fund til viðræðu við sveitarstjórn vegna erindis varðandi flísalistaverks sem hann óskar eftir að setja upp utandyra s.b.r erindi hans sem tekið var fyrir á fundi þann 30.apríl s.l
Gerði Bergsveinn grein fyrir hugmynd sinni um uppsetningu á listaverki sem sýnir guðinn Poseidon og hvar hann telur ákjósanlegast að setja upp flísalistaverkið.
2. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi
3. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
Fundargerð Fræðslunefndar frá 10.8.2015.
Finnur Ólafsson lýsir sig vanhæfan til umfjöllunar um lið 2 í fundargerðinni vegna tengsla.
Fundargerðin sem er í 4 liðum afgreidd athugasemdalaust
4. Aðrar fundargerðir
Engar aðrar fundargerðir liggja fyrir á fundinum.
5. Kauptilboð í jörðina Skarð
Valgeir Jens Guðmundsson hefur gert Kaldrananeshreppi kauptilboð í jörðina Skarð í Bjarnarfirði. Tilboðið er 10.000.000.- Tíu milljonir og greiðist með jöfnum greiðslum á 10 árum. Hann lýsir sig reiðubúinn til að fallast á allar kröfur sveitarfélagsins um óbreytta nýtingu þess hluta jarðarinnar sem í dag er nýttur sem rekstrarhólf fyrir Skarðsrétt. Þá hafi sveitarfélagið forkaupsrétt á jörðinni á sömu kjörum og hún verði seld á óháð því hvenær sá forkaupsréttur er nýttur.
Sveitarstjórn hafnar því samhljóða að selja jörðina Skarð að svo stöddu.
6. Sumarhúsalóð á Klúku
Valgeir Jens Guðmundsson óskar eftir að fá leigða lóð á skipulögðu frístundahúsasvæði á Klúku í Bjarnarfirði. Óskar hann eftir að fá leigða lóðina næst grunni gamla refahússins og jafnvel næstu lóð við hliðina ef báðar eru lausar undir eitt hús og 40fm gróðurhús. Hann gerir ekki kröfu um rafmagn, vatn eða veglagningu en óskar eftir forkaupsrétti á lóðinni ef jörðin Klúka skiptir um eigendur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að ganga til samninga við Valgeir um leigu á lóð nr. 8 á Klúku ásamt því að gera kostnaðaráætlun um lagningu vegar, vatns og rafmagns á frístundasvæðinu.
7. Erindi vegna varðveislu menningarerfða
Erindi frá Guðrúnu Ingimundardóttur fh Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna skilgreiningar og upplýsingarsöfnunar um stofnanir, frjáls félagasamtök, hópa og einstaklinga sem vinna að einhverju leyti með og/eða hafa þekkingu á óáþreifanlegum menningararfi Íslendina. Lagt fram til kynningar.
8. Umsögn um veitingu veitingarleyfis
Sýslumaður Vestfirðinga óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar veitingaleyfis fyrir Malarkaffi til handa Á.V.M útgerðar ehf kt: 410705-0520 skv lögum nr. 85/2007
Magnús Ásbjörnsson lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi. Oddviti ber upp tillögu að sveitarstjórn samþykki að Á.V.M útgerð ehf fái endurnýjað veitingaleyfi fyrir Malarhorn. Tillagan samþykkt samhljóða. Magnús kemur aftur á fund.
9. Erindi vegna B – gatnagerðargjalda
Þar sem frestur sveitarfélaga til að leggja á B- gatnagerðargjald er að renna út er óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hve margar götur á Drangsnesi er eftir að leggja á bundið slitlag. Eingöngu er átt við götur þar sem lóðum var úthlutað fyrir 1. janúar 1997. Það eru ekki neinar götur sem uppfylla þessi skilyrði á Drangsnesi.
10. Útiljós Háabakka, Bjarnarfirði
Tilboð frá Orkubúi Vestfjarða vegna uppsetningu útiljóss við Háabakka í Bjarnarfirði er kr. 336.000.- Samþykkt að taka þessu tilboði.
11. Veiðidagar Bjarnarfjarðará
Halldór Logi Friðgeirsson Drangsnesi óskar eftir skriflegu svari frá sveitarstjórn hvort úthlutun veiðidaga sveitarfélagsins í Bjarnarfjarðará sem undanfarin ár hefur verið úthlutað til íbúa verði með sama hætti áfram eða hvernig þeim verði ráðstafað.
Oddvita falið að svara Halldóri. Vegna sinnuleysis var ekki búið að fjalla um þetta mál í sveitarstjórn og engin ákvörðun tekin um veiðidagana og nú er alltof langt liðið á veiðitímabilið til að fara í úthlutun. Oddviti mun bjóða daga sveitarfélagsins til sölu.
12. Veglagning á Skarði.
Bréf fráVegagerðinni dags.23.7.2015 vegna fyrirhugaðar framkvæmdar við Strandaveg 643 um Bjarnarfjarðarháls um land jarðarinnar Skarð. Með fylgja 1. Drög að samningi ásamt fylgiskjölum. 2 Uppdráttur/skýringarmynd: Strandavegur um Bjarnarfjarðarháls. 3. Upplýsingar um námu í landi Skarðs úr útboðslýsingu. 4. Sýnishorn af eyðublaði Fasteiganskrár af umsókn um stofnun fasteignar.
Greiddar verða bætur fyrir land undir veg og ætlar vegagerðin að greiða 200.000.- kr á hektara alls 2.384.000.- og draga frá vegna eldra vegsvæðis alls 922.000.- kr. Vegagerðin greiðir því 1.492.000.- fyrir 7,31 hektara úr landi Skarðs og ætlar sveitarfélaginu að kaupa til baka gamla veginn. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að ganga til samninga um veginn en þar sem vegurinn er enn og verður áfram í fullri notkun vegna tengingar við jarðir og sumarhús hafnar sveitarstjórn því alfarið að kaupa aftur gamla veginn með öllum þeim skyldum sem eignarhald á vegum kallar á.
13. Efnistaka Klúku
Kynningarbréf frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strandavegi um Bjarnarfjarðarháls um land Klúku. Fyrirhugar vegagerðin að taka 16.500 rúmmetra af efni úr námu úr Hallardalsá í landi Klúku. Meðfylgjandi eru yfirlitamynd og nærmynd af námu C. Hallardalsá. Sveitarstjórn samþykkir að leyfa efnistöku á Klúku.
14. Starfsdagar leikskólans.
Mál leikskólans rædd og fullur vilji til að aðstoða starfsfólk við að ná sem bestum árangri í starfi.Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.