Sveitarstjórnarfundur 8. júli 2015

Miðvikudaginn 8. júli 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 16. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson, Jenný Jensdóttir og Ingólfur Haraldsson.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.
Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 11. mál á dagskrá Hreinsun rotþróa, sem 12 mál fundargerð verkfundar v Kokkálsvíkurhafnar, sem 13. mál bréf frá Vinnueftirliti og sem 14 mál á dagskrá bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga. Afbrigði borin upp og samþykkt.
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
3. Aðrar fundargerðir
4. Ársreikningur 2014 – síðari umræða
5. Fjarskiptamál
6. Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla ársreikningur 2014
7. Bréf frá félagi vestfirskra listamanna
8. Samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 16.6. s.l
9. Sóknaráætlun Vestfjarða 2015 – 2019
10. Bréf frá Sjálfsbjörg landssambands fatlaðra
11. Hreinsun rotþróa
12. Fundargerð verkfundar v Kokkálsvíkurhafnar
13. Bréf frá Vinnueftirliti
14. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga

1. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti. gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust.
2. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
Fundargerð Byggingar-, skipulags-, og umhverfisnefndar Kaldrananeshrepps frá 2. júlí s.l. Fundargerðin sem er í 3 liðum samþykkt samhljóða
3. Aðrar fundargerðir
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12.6.s.l. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
4. Ársreikningur 2014 – síðari umræða
Ársreikningur 2014 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs er jákvæð 6,4 milljónir. Skatttekjur voru 49 milljonir, Framlag Jöfnunarsjóðs námu alls 35,7 milljónum og aðrar tekjur voru 13,8 milljónir.
Helstu gjaldaliðir ársreiknings voru: Félagsþjónusta 4,6 milljónir, fræðslumál 43 milljónir, Menningarmál 2,8 milljónir Æskulýðs- og íþróttamál 16,8 milljonir. Brunamál og almannavarnir 1,8 milljonir. Skipulags-, og byggingarmál 1,5 milljónir.Samgöngu-,umhverfis-,og hreinlætismál 2,9 milljonir. Yfirstjórn 13,8 milljonir. Rekstur Hafnarsjóðs var neikvæður um 3,4 milljónir, Vatnsveita var með 195 þúsund í hagnað og Hitaveitan með 800 þúsund krónur í hagnað.
Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. Ársreikningurinn umdirritaður.

5. Fjarskiptamál
Fjarskiptasjóður hyggst styrkja verkefnið Ljósleiðaratenging byggðakjarna: Drangsnes, Rif, Kópasker og Raufarhöfn. Auglýst hefur verið eftir hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að byggja og reka til framtíðar ljósleiðaratengingu við þessa byggðakjarna með opinberum stuðningi, komi til þess að enginn ætli að gera það án opinbers stuðnings. Sveitarstjórn fagnar þessum áfanga í fjarskiptamálum svæðisins.
6. Félagsþjónusta Stranda- og Reykhólahrepps ársreikningur 2014
Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps 2014 lagður fram til kynningar og umræðu.
7. Bréf frá félagi vestfirskra listamanna
Félag vestfirskra listamanna beinir þeirri tillögu til sveitarfélaga á Ströndum að þau haldi barnamenningarhátið næsta vetur. Lagt fram til kynningar.
8. Samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 16.6. s.l
Samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 16.6 s.l lögð fram til kynningar
9. Sóknaráætlun Vestfjarða 2015 – 2019
Drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2015- 2019 lögð fram kynningar.
10. Bréf frá Sjálfsbjörg landssambands fatlaðra
Sjálfsbjörg landsamband fatlaðra vill vekja athygli sveitarstjórna á að þau geta sótt um styrk til velferðarráðuneytis til að láta gera úttekt á aðgengi fyrir fatlaða í sveitarfélaginu. Samþykkt að sækja um styrk til að vinna þessa úttekt.
11. Hreinsun rotþróa
3 ár eru síðan rotþrær í sveitarfélaginu voru hreinsaðar. Samþykkt að fá hreinsibíl til að losa rotþrær allra lögbýla í Kaldrananeshreppi nú í sumar.
12. Fundargerð verkfundar v Kokkálsvíkurhafnar
Verfundargerð framkvæmda í Kokkálsvík dags 7.7 s.l lögð fram. Afgreidd athugasemdalaust.
13. Bréf frá Vinnueftirliti
Dreifibréf frá Vinnueftirliti dags 6.7 s.l lagt fram til kynningar.
14. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
Bréf Sambands ísl sveitarfélaga dags 3.7 s.l varðandi undanþágur frá lágmarks-íbúafjölda þjónustusvæða v málefna fatlaðra. Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið.