Sveitarstjórnarfundur 18. júní 2015

Fimmtudaginn 18. júní 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 15. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson, Jenný Jensdóttir og Arnlín Óladóttir í fjarveru Ingólfs Haraldssonar.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.
Oddviti leitar afbrigða til að taka ársreikninginn sem er á lið nr. 14 á dagskrá sem fyrsta lið á dagskránni. Mættur er á fundinn Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG. Afbrigði samþykkt.
1. Ársreikningur 2014 – fyrri umræða.
2. Fundargerð síðasta fundar
3. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
4. Aðrar fundargerðir
5. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
6. Skýrsla um stjórnsýsluskoðun
7. Málefni Bsvest
8. Orkubú götulýsing
9. Erindi vegna snjómoksturs
10. Eldvarnareftirlit
11. Kokkálsvíkurhöfn
12. Bréf frá Theodóru Marinósdóttur
13. Bréf frá Skipulagsstofnun
14. 70.ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga
15. Borholan Bjarnarfirði
16. Samþykkt frá Reykhólahreppi

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.

1. Ársreikningur fyrir árið 2014 lagður fram til umræðu.
Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG var mættur á fundinn og skýrði reikninginn fyrir sveitarstjórn. Ársreikningur fyrir árið 2014 afgreiddur til síðari umræðu.
2. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti fór yfir og skýrði afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust
3. Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins
a. Fundargerð Byggingar-skipulags og umhverfisnefndar frá 12. mai sl.
Fundargerðin er í 4 liðum. engar athugasemdir gerðar við liði 1, 2 og 4. Vegna liðar 3 í fundargerðinni lýsir Arnlín sig vanhæfa við afgreiðslu málsins vegna aðildar að málinu. Engin athugasemd gerð við afgreiðslu byggingarnefndar og Arnlín Óladóttir kemur aftur á fundinn.
4. Aðrar fundargerðir
a. Fundargerð Velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps frá 28.4. 2015
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerðir stjórnar Fjórðungsssambands Vestfirðinga frá 11.maí 2015 og 8. júní 2015ásamt fylgigögnum lagðar fram til kynningar og umræðu.
c. Fundargerð 828 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla um stjórnsýsluskoðun.
Skýrsla til oddvita um stjórnsýsluskoðun sem unnin var af Sesselju Árnadóttur. Skýrslan lögð fram til skoðunar og umræðu.Samþykkt að oddviti og skrifstofustjóri haldi áfram að vinna að því að koma þeim atriðum sem athugasemdir eru gerðar við í rétt horf.
6. Málefni Bsvest.
a.Bréf Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks til Innanríkisráðuneytisins lagt fram til kynningar og umræðu. Þar kemur fram að framlög til málaflokksins eru langt í frá nægjanleg til að hægt sé að sinna þeim lögboðnu verkefnum sem málaflokknum fylgir og að komið er að endamörkum hjá aðildarsveitarfélögunum og þar með að Bsvest geti sinnt málaflokknum. Óskar stjórn Bsvest þess að úr þessu verði bætt.
b. Bréf frá Bsvest til Kaldrananeshrepps dags. 2.6.2015 þar sem fram kemur að hafin er innheimta framlaga frá sveitarfélögum á Vestfjörðum til að byggja upp varasjóð til að mæta halla á rekstri málaflokksins. Gert er ráð fyrir að framlag Kaldrananeshrepps verði alls 1.891.723 krónur á árinu 2015.
Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða.
Kaldrananeshreppur harmar það að þessi staða sé komin upp sem þó var alltaf fyrirséð og marg búið að benda á að svona færi. Hvetur sveitarstjórn Kaldrananeshrepps stjórn Bsvest til að sjá til þess að ríkið standi við þá staðhæfingu sem farið var af stað með að fjármagnið, sem með málaflokknum fylgdi standi undir veittri þjónustu samkvæmt lögum. Sveitarfélagið er nauðbeygt til að samþykkja þessa aukafjárveitingu í varasjóð Bsvest til að mæta halla á rekstri málaflokksins í þetta eina skipti.
7. Orkubú götulýsing
Orkubú Vestfjarða hefur í bréfi dags 12. maí 2015 tilkynnt að kostnaðaráætlanir sem sendar voru í ágúst 2014 vegna útilýsingar við Háabakka og Steinholt í Bjarnarfirði séu fallnar úr gildi og ef ætlunin verður síðar að fara í þessi verk þá þarf að sækja um aftur. Oddvita falið að leita eftir nýrri kostnaðaráætlun við að setja upp útiljós við Háabakka og að útfæra lausnir fyrir Steinholt.
8. Erindi vegna snjómoksturs.
Lögð fram beiðni Hallfríðar Sigurðardóttur, Svanshóli í Bjarnarfirði til Vegagerðarinnar um breytingu á snjómokstri í Bjarnarfjörðinn veturinn 2015 – 2016. Finnur Ólafsson lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Lagt fram til kynningar. Finnur kemur aftur á fund.
9. Eldvarnareftirlit
Lagðar fram skoðunarskýrslur frá Eldstoðum ehf vegna eldvarnareftirlits í Kaldrananeshreppi sem framkvæmd var samkvæmt samningi þar um. Samþykkt samhljóða að senda hverjum þeim sem fékk skoðun eldvarnareftilitsins sína skýrslu með ósk um úrbætur þar sem þeirra er þörf.
10. Kokkálsvíkurhöfn.
a. Lagður fram til kynningar og samþykktar verksamningur milli sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps og verktakans Lárusar Einarssonar kt: 210949-7719 sem tekið hefur að sér að endurbyggja furubryggju í Kokkálsvíkurhöfn. Samningsupphæðin er 14.782.269 krónur með vsk. Kostnaðarhlutdeild Kaldrananeshrepps í verkinu er 10%. Verksamningurinn samþykktur samhljóða.
b. Verkfundargerð vegna Kokkálsvíkurhafnar frá 10.6.2015 lögð fram til kynningar.
11. Bréf frá Theodóru Marinósdóttur
Theodóra Marinósdóttir býður Kaldrananeshreppi til sölu málverk af Drangsnesi sem var í eigu Jóns Ingimars Jónssonar. Mynd af málverkinu fylgir.Stærðin er 112 x 80 cm. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps þakkar Theodóru fyrir tilboðið sem við því miður ætlum að hafna en erum reiðubúin að aðstoða við að koma myndinni á framfæri við íbúa sveitarfélagsins og kanna hvort einhver hafi áhuga á að fjárfesta í málverkinu.
12. Bréf frá Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun hefur þann 28. maí 2015 staðfest breytingu á gildandi aðalskipulagi Kaldrananeshrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn 30.4.2015
13. 70.ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga
Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga þar sem segir frá stofnun sambandsins fyrir 70 árum. Lagt fram til kynningar
15. Borholan Bjarnarfirði.
Finnur Ólafsson gerði grein fyrir stöðu mála við borholu hitaveitunnar í Bjarnarfirði. Borholan er hrunin saman á 27 metra dýpi og er þar af leiðandi ónýt. Kostnaðaráætlun Ræktunarsambands Flóa og Skeiða í lagfæringu á holunni er 3,8 milljónir. Oddvita falið að kanna betur þessi mál.
16. Samþykkt frá Reykhólahreppi
Sveitarstjórn hefur borist bókun sveitarstjórnar Reykhólahrepps frá 11. júní s.l vegna samantektar af samráðsfundi í Tjarnarlundi 31. mars 2015 um sameiningarmál. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkir að fara í frekari viðræður við Dalabyggð, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp um að vinna að völdum samstarfsverkefnum eða málaflokkum svo sem í stjórnsýslu og/eða þjónustu sveitarfélaga án sameiningar. Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23.45