Sveitarstjórnarfundur 11. maí 2015

Mánudaginn 11. maí 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 14. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson, Jenný Jensdóttir og Ingólfur Haraldsson.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.
Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 6. mál á dagskrá Samþykkt um afgreiðslur byggingarnefndar í Kaldrananeshreppi og sem 7.mál á dagskrá Umsögn um þált. um landsskipulagsstefnu 2015- 2026 og sem 8. mál á dagskrá bréf frá Skipulagsstofnun og sem 9. mál Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Afbrigði samþykkt
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Fundargerðir nefnda
3. Leikskólinn
4. Erindi frá Sigrúnu Jónsdóttur
5. Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt
6. Samþykkt um afgreiðslur byggingarnefndar Kaldrananeshrepps
7. Umsögn um þált. um landsskipulagsstefnu 2015-2026
8. Bréf frá Skipulagsstofnun
9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.

1. Fundargerð síðasta fundar
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust
2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð Fræðslunefndar frá 5. maí 2015. Fundargerðin er í 2 liðum. Sveitarstjórn afgreiðir hvorn lið fundargerðarinnar fyrir sig. Fyrri liður fundargerðarinnar varðar ráðningu kennara við grunnskólann Drangsnesi. 3 umsækjendur eru um auglýsta kennarastöðu við grunnskólann. Dýri Guðmundsson, Ragnar Valgeir Jónsson og María Rós Valgeirsdóttir. Guðbrandur Sverrisson lýsir sig vanhæfan við afgreiðslu fyrri liðar fundargerðarinnar og víkur af fundi. Vanhæfi Guðbrands samþykkt samhljóða. Fræðslunefnd mælir með Ragnari Valgeir Jónssyni í stöðu kennara. Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu fræðslunefndar. Guðbrandur Sverrisson kemur aftur á fundinn.
Síðari liður fundargerðarinnar varðar ráðningu skólastjóra við grunnskólann Drangsnesi. 7. umsækjendur voru um stöðuna. Kristján Arnar Ingasons, Lind Völundardóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Martin Guðmundsson, Ríkey Kristjánsdóttir, Vala Friðriksdóttir og Þorleifur Jóhann Guðjónsson. Finnur Ólafsson lýsir sig vanhæfan vegna kunningjatengsla. Vanhæfi borið undir atkvæði og felt með 4 atkvæðum gegn einu. Guðbrandur og Jenný lýsa sig vanhæf vegna tengsla við einn umsækjanda. Vanhæfi þeirra borið undir atkvæði og felt með 3 atkvæðum gegn 2. Fræðslunefnd mælir með Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur í stöðu skólastjóra við grunnskólann Drangsnesi. Sveitarstjórn samþykkir með meirihluta atkvæða að ráða Mörtu Guðrúnu sem skólastjóra.
3. Leikskólinn
Starfsmann vantar við leikskólann núna þegar Hrönn hættir í næstu viku. Auglýst verður eftir nýjum starfsmanni.
4. Erindi frá Sigrúnu Jónsdóttur
Sigrún Jónsdóttir Fiskinesi, óskar eftir að fá leyfi til að setja upp listaverk á Forvaðanum Drangsnesi. Þá sendi hún inn fyrirspurn um styrkveitingu. Sveitarstjórn samþykkir að Sigrún fái heimild til að setja upp listaverkið á landi hreppsins. Oddviti leggur til að hafna styrkumsókn á þessu stigi málsins. Tillagan samþykkt.
5. Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt.
Lögfræði- og velferðarsvið Sambands Íslenskra sveitarfélaga sendir í bréfi dags 28. apríl s.l ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl á mannvirki tengd ferðaþjónustu. Lagt fram til kynningar.
6. Samþykkt um afgreiðslur byggingarnefndar Kaldrananeshrepps.
Oddviti leggur fram tillögu að samþykkt um afgreiðslur Byggingarnefndar Kaldrananeshrepps. Samþykkt að fresta afgreiðslu.
7. Umsögn um þált. um landsskipulagsstefnu 2015-2026
Umsögn sambands ísl. sveitarfélaga um þált. um landsskipulagsstefnu 2015-2026
Lögð fram til kynningar.
8. Bréf frá Skipulagsstofnun
Svar Skipulagsstofnunar við erindi Kaldrananeshrepps frá 4. þessa mánaðar vegna óverulegrar breytingar á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps hefur borist. Stofnunin telur að hægt sé að fara með breytinguna sem óverulega en áður en sveitarstjórn auglýsir niðurstöður sína skv. 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga, þarf umsögn Vegagerðarinnar að liggja fyrir. Oddvita falið að óska eftir umsögn frá Vegagerðinni um breytinguna og koma málinu í réttan farveg.
9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar
Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 17. apríl 2015 lögð fram til kynningar.

Fleira ekki fyrirtekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21.35