Sveitarstjórnarfundur 13. apríl 2015

Mánudaginn 13. apríl 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 12. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson, Jenný Jensdóttir og Arnlín Óladóttir í fjarveru Ingólfs Haraldssonar.

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagsskrá að taka sem 12. mál á dagskrá umsókn um styrk frá Sumarmölinni og sem lið nr 13 Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við Gvendarlaug.Afbrigði samþykkt.
Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Jenný Jensdóttir ritar fundargjörð á tölvu.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18.3.2015
2. Hitaveita Bjarnarfirði
3. Fundargerðir nefnda
4. Samningur um Skipulags- og byggingarfulltrúa
5. Grundargata 9-11
6. Brunamál
7. Skógrækt Framnesi
8. Fundargerð FV frá 23. feb. og 24. mars s.l
9. Uppsögn skólastjóra og kennara
10. Bréf frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
11. Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum
12. Umsókn um styrk
13. Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við Gvendarlaug

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18.3.2015
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
2. Hitaveita Bjarnarfirði
Óskar Torfason hitaveitustóri mætir á fund og ræðir málefni hitaveitunnar í Bjarnarfirði. Hitastig vatnsins hefur lækkað umtalsvert. Hitinn var 49 gráður þegar holan var tekin í notkun 2008 og er í dag 42,9 gráður og ofnarnir á Laugarhóli halda áfram að skemmast vegna súrefnis í hitaveituvatninu. Oddvita falið að tala við Hauk Jóhannesson um að kanna hvers vegna vatnið kólnar og hvað er hægt að gera til úrbóta.
3. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir nefnda liggja fyrir fundi.
4. Samningur um Skipulags- og byggingarfulltrúa
Samningur sveitarfélaganna Dalabyggðar, Árneshrepps, Reykhólahrepps og Kaldrananeshrepps um sameiginlegan byggingarfulltrúa lagður fram. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
5.Grundargata 9-11
Oddviti skýrði stöðu mála við nýbygginguna Grundargötu 9-11
Heildarkostnaður er í dag rúmar 38 milljonir. Samþykkt að byggja timburpall fyrir framan parhúsið. Stefnt að því að hafa íbúðirnar til sýnis frá kl. 12 til 16 á laugardag 18. apríl. Samþykkt að leiguverð verði 1000 kr á fermeter fyrir utan hita og rafmagn.
6. Brunamál
Eldstoðir ehf gera tilboð í eldvarnareftirlit og aðstoð við æfingar í Kaldrananeshreppi. Tilboðið miðast við þriggja ára samning sem er endurskoðaður af beggja hálfu á hverju ári. Tilboðsupphæðin er kr 155.000.-
Tilboðið samþykkt. Oddvita falið að kanna með annan kostnað
7. Skógrækt Framnesi
Eigendur jarðarinnar Framnes í Kaldrananeshreppi óska eftir svörum sveitarstjórnar við því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við skógrækt á jörðinni, þar með talið girðingar um skógræktarlandið.Sveitarstórn telur að ekki þurfi framkvæmdaleyfi fyrir skógræktar áformum í Framnesi og veitir fyrir sitt leiti leyfi til framkvæmdanna.
8. Fundargerð FV frá 23. feb. og 24. mars s.l
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
9. Uppsögn skólastjóra og kennara
Skólastjóri og 2 kennarar við grunnskólann á Drangsnesi hafa sagt upp störfum og tekur uppsögn skólastjóra gildi frá næstu áramótum vegna fæðingarorlofs en kennaranna 31. júlí n.k
Búið er að auglýsa eftir skólastjóra og kennara.
10. Bréf frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
Vatnssýni sem tekin voru á Drangsnesi 18 og 23 mars s.l stóðust ekki gæðakröfur vegna Kóligerla og E.coli skv reglugerð nr. 536/01. Kom í ljós að brunnlok var brotið og miklar leysingar höfðu verið. Brugðist hefur verið við vandanum og nýtt sýni tekið 26. mars stóðst gæðagröfur.
Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins.
Þá minnir heilbrigðiseftirlitið á nauðsyn þess að sveitarstórnir leiti umsagna heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir gjaldskrár sorpgjalda og eyðingargjalda á starfssvæði eftirlitsins.
11. Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum
Lagður fram listi yfir samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum.
12. Umsókn um styrk.
Björn Kristjánsson sækir um styrk vegna tónlistarhátíðarinnar Sumarmölin sem haldin verður þann 13. júní n.k. Samþykkt að veita 100.000 kr. styrk.
13. Kynning á framkvæmdum við Gvendarlaug.
Arnlín Óladóttir kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir Hollvinafélagsins við Gvendarlaug í sumar.


Fleira ekki fyrirtekið
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl 22.54