Sveitarstjórnarfundur 18. mars 2015

Miðvikudaginn 18. mars 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 11. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Ingólfur Árni Haraldsson, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson og Jenný Jensdóttir. Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá sem 17. lið á dagskránni Danskennsla nemenda Grunnskólans. Afbrigði samþykkt.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá.

Jenný Jensdóttir ritar fundargjörð á tölvu.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 4.2.2015
2. Fundargerðir nefnda
3. Samþykkt um hundahald
4. Fjarskiptamál
5. Grundargata 9-11
5. Brunamál
7. Styrkbeiðnir
8. Málefni Bsvest
9. Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla –skipting kostnaðar 2014
10. Bréf frá Skipulagsstofnun
11. Landsþing Sambans Ísl sveitarfélaga
12. Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Glámu hf og ársreikningur 2014
13. Fundargerð aðalfundar Útgerðarfélagsins Skúla ehf. og ársreikningur 2014
14. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða
15. Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga
16. Umsagnir Sambands ísl sveitarfélaga um frumvörp til laga á Alþingi
17. Danskennsla nemenda grunnskólans Drangsnesi

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 4.2.2015
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd samhljóða.
2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð Byggingar- skipulags- og umhverfisnefndar frá 5.3 2015
Magnús Ásbjörnsson víkur af fundi vegna ættartengsla meðan fundargerðin er afgreidd. Fundargerðin er í 4 liðum og liðir 1,2 og 4 eru afgreiddir athugasemdalaust en málefni í lið 3 í fundargerðinni er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Þar er farið fram á að fá leyfi til að byggja sumarhús á milli Grundargötu 6 og Framtíðar sem er á lóð nr. 4 við Grundargötu. Á samþykktu deiliskipulagi fyrir Drangsnes er ekki gert ráð fyrir lóð á þessum stað.
Oddviti bar upp tillögu um að greidd verði atkvæði um það hvort breyta eigi deiliskipulaginu í þá veru að setja inn þessa lóð sem farið er fram á. Tveir voru á móti og tveir sátu hjá við afgreiðsluna. Vill sveitarstjórn benda umsækjanda á að til eru aðrar lóðir á Drangsnesi tilbúnar til byggingar.
Magnús Ásbjörnsson kemur aftur á fundinn.
3. Samþykkt um hundahald
Samþykkt um hundahald í Kaldrananeshreppi síðari umræða.
Samþykktin samþykkt samhljóða.
4. Fjarskiptamál
Finnur Ólafsson oddviti bar fram drög að ályktun um fjarskiptamál. Samþykkt að vinna ályktunina áfram í þessum dúr og senda á viðkomandi aðila.
5. Grundargata 9-11
Oddviti gerði grein fyrir framvindu mála við nýbyggingu Grundargötu 9 og 11
Rætt um leigumál. Ingólfur Haraldsson lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi.
Samþykkt að hafa opið hús þegar byggingin verður tilbúin. Rætt um sölu eða leigu. Sveitarstjórn er tilbúin að selja íbúðirnar aðra eða báðar en hafa þær í leigu þar til þær seljast. Kannað verður með sambærileg leiguverð á svæðinu.
Ingólfur Haraldsson kemur aftur á fund.
5. Brunamál.
Leitað hefur verið eftir tilboðum í vinnu við lögboðið eldvarnareftirlit í sveitarfélaginu. Borist hafa tvö tilboð um að vinna eftirlitið. Afgreiðslu frestað.
Samþykkt að kaupa slökkvidælu til að hafa í Bjarnarfirði.

7. Styrkbeiðnir
a. Einstök börn stuðningsfélag óskar eftir styrk. Styrkbeiðni hafnað.
b. Félag eldri borgara í Strandasýslu óskar eftir fjárstyrk. Samþykkt að veita 45 þúsund kr. styrk
c. Vestfjarðarvíkingurinn 2015 óskar eftir styrk. Styrkbeiðni hafnað.
8. Málefni Bsvest
Fundargerðir stjórnar Bsvest frá 23 febrúar s.l ásamt gögnum sem vísað er til í fundargerðinni lögð fram.
Stjórn Byggðasamlags vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) beinir því til aðildarsveitarfélaga sinna að óska eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um að ríkið taki við málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum úr höndum sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir samhljóða ályktun stjórnar Bsvest.
9. Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla –skipting kostnaðar 2014
Skipting kostnaðar Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla árið 2014 lögð fram til kynningar. Heildarkostnaður Kaldrananeshrepps skv þessu uppgjöri eru 2.942.867.-
10. Bréf frá Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun hefur með bréfi dags. 5. mars heimilað að deiliskipulag fyrir Drangsnes verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda. Auglýsing hefur verið send í B- deild Stjórnartíðinda.
11. Landsþing Sambans Ísl sveitarfélaga
Landsþing íslenskra sveitarfélaga verður haldið í Kópavogi 17. apríl n.k
12. Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Glámu hf og ársreikningur 2014
Fundargerðin ásamt ársreikningi lagt fram til kynningar.
13. Fundargerð aðalfundar Útgerðarfélagsins Skúla ehf. og ársreikningur 2014
Fundargerðin ásamt ársreikningi lagt fram til kynningar.
14. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða
Fundargerð 100. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 20. febrúar s.l lögð fram til afgreiðslu og afgreidd athugasemdalaust.
15. Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga
Fundargerðir Fjórungssambands Vestfirðinga frá 2. og 9. febrúar s.l og fundargerðir samgöngunefndar FV frá 2. og 3. mars s.l ásamt ýmsum gögnum sem fundargerðirnar vísa til lagt fram til kynningar.
16. Umsagnir Sambands ísl sveitarfélaga um frumvörp til laga á Alþingi
Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga um frumvarp til laga um náttúrupassa lögð fram til kynningar.
Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga um frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni lögð fram til kynningar.
17. Danskennsla fyrir nemendur Drangsnesskóla.
Samþykkt að greiða fyrir danskennslu á Hólmavík fyrir nemendur grunnskólans og elstu börn í dagvist. Skólanum falið að tala við foreldra um að þeir sjái um akstur.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 23.10