Sveitarstjórnarfundur 4. febrúar 2015

Miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 10. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson oddviti, Ingólfur Árni Haraldsson, Guðbrandur Sverrisson, Magnús Ásbjörnsson og Jenný Jensdóttir.

Oddviti setti fund kl 20.00 og stýrði honum samkvæmt dagskrá. Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá að setja inn sem lið nr. 8 Hundahald í Kaldrananeshreppi og lið nr. 9 Nýbygging Grundargötu. Afbrigði samþykkt.

Jenný Jensdóttir ritar fundargjörð á tölvu.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 8. jan s.l
2. Erindi frá Drang um endurnýjun á geislatæki
3. Athugasemdir frá Skipulagsstofnun á deiliskipulagi á Drangsnesi
4. Tilboð í samstarf Byggingarfulltrúaþjónustu frá Dalabyggð
5. Til kynningar. Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar
6. Til kynningar. Umsög SíS að tillögu að landsskipulagsstefnu
7. Fundargerðir nefnda
8. Hundahald í Kaldrananeshreppi
9. Nýbygging Grundargötu

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 8. jan s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Afgreitt athugasemdalaust
2. Erindi frá Drang ehf um endurnýjun á geislatæki
Fiskvinnslan Drangur ehf óskar eftir að sveitarfélagið taki þátt í endurnýjun geislatækis sem notað er við að hreinsa sjó sem tekinn er í gegnum bryggjuna á Drangsnesi og eins fyrir vatn úr Bæjarvatnaveitunni þegar lítið er um vatn úr almenna vatnsbólinu. Oddviti leggur til að aðilar skipti með sér kostnaði við kaup á Pureline D0083 Geislatæki með stjórnskáp á kr. 1650.000.-
Tillagan samþykkt samhljóða..
3. Athugasemdir frá Skipulagsstofnun við deiliskipulagi Drangsnesi
Skipulagsstofnun hefur haft samþykkt deiliskipulag fyrir Drangsnes og Kokkálsvík til umfjöllunar og gera eftirfarandi athugasemdir.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á athugasemdum er sett inn eftir hverja athugasemd frá Skipulagsstofnun.
1 Styrkingar bygginga í samræmi við hættumat vegna ofanflóða:
Afgr: Norðurhlið íbúðarhúss á lóð nr. 13 við Grundargötu verði styrkt. Sama gildir um bílgeymslu á lóð nr. 11 við sömu götu.
2 Á opnu svæði til sérstakra nota skv. aðalskipulagi, OS8, hafa verið afmarkaðar lóðir
fyrir sorpgáma og símstöð, þannig að tenginu milli efra og neðra svæðis er lokað:
Afgr: Afmörkun fyrir sorpgáma (gámavöll) hefur verið felld niður.
3 Deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðiI-11 er frestað.
Afgr:Afmörkun deiliskipulagssvæðis hefur verið breytt, þannig að svæði það sem ekki hefur verið skipulagt fellur út.
4 Ekki á að sýna í skýringum landnotkun í aðalskipulagi.
Afgr: Skýringar vegna aðalskipulags hafa verið aðgreindar frá skýringum vegna deiliskipulags.
5 Byggingarreiti á að sýna án landnotkunarlita aðalskipulags.
Afgr: Litum hefur verið breytt.
6 Skýrt þarf að vera hvað eru byggingarreitir. Þeir virðast víða merktir með rauðri brotinni línu en eiga að vera auðkenndir með svartri brotinni línu skv. skýringum, jafnframt eru fleiri línur sýndar með sömu auðkenni á uppdráttum sem þarf að skýra eða taka út.
Afgr: Þetta hefur verið skýrt og samræmt.
7 Í töflu á uppdrætti þarf að samræma byggingarreiti og viðbyggingar við þann hluta
töflu á uppdrætti sem varðar viðbyggingar. Í sömu töflu þarf að skýra hvað x merkir:
Afgr: Þessi atriði (x) hafa verið skilgreind og sýndir eru byggingarreitir þar sem það á við.
8 Gera þarf grein fyrir hvort fyrirhugaðar séu frekari framkvæmdir við sjóvarnargarða.
Afgr: Þetta hefur verið skýrt nánar.
9 Samræma þarf skýringar göngustíga og útfærslu á uppdrætti.
Afgr. Leiðrétt í skýringum
Uppdráttur A Tilgreina á hámarkshæð fyrirhugaðs húss. Afgr: Hefur verið tilgreint.
Sýna á vegtengingu við Hafnarsvæði. Afgr: Hefur verið sýnt.
Sýna aðkomu að símahúsi. Afgr: Hefur verið gert.
Fram kemur að ekki sé um friðun vegna aldurs húsa að ræða, en bent er á að Húsið Aðalbraut 2 reist árið 1925 fellur undir 30. gr. laga um menningaminjar.
Afgr: Þessu hefur verið bætt í texta.
Uppdráttur B: Taka út texta er varðar stærð vitalóðar sem ekki er á þessum uppdrætti.
Afgr: Leiðrétt.
Uppdráttur C: Fjöldi athafnalóða á uppdrætti er ekki í samræmi við texta greinargerðar.
Afgr: Leiðrétt.
Skilgreina þarf hringlaga köflótt svæði í texta og skýringum.
Afgr: Sett inn í texta.
Uppdráttur D : Setja þarf kvöð um aðkomu að lóð 21 a og á bygging sem hýsir slökkvistöð að vera á sér lóð. Afgr: Hefur verið svarað.
Merkingu slökkvistöðvar og húss á mörkum lóðar 17 og 19 við Grundargötu er ekki að finna í skýringum. Afgr: Hefur verið svarað.
Uppdráttur E: Gera grein fyrir vita, lóð og húsi í töflu á uppdrætti. Afgr: Leiðrétt.
Setja þarf skilmála fyrir aðstöðuhús við íþróttavöll. Afgr. Hefur verið gert.
Lóð 32 við Aðalbraut er í töflu merkt sem vélaverkstæði en á uppdrætti sem geymsluhús. Afgr: Hefur verið samræmt.
Uppdráttur F. Gera nánari grein fyrir uppbyggingu tjaldstæðis.
Afgr: Bætt hefur verið í texta.
Sýna byggingarreit og setja skilmála fyrir aðstöðuhús/móttökuhús.
Afgr: Bætt inn á uppdrátt.
Gera grein fyrir miðlunartanki vatnsveitu. Afgr: Sett á uppdrátt.
Kokkálsvík: Gera grein fyrir núverandi mannvirkjum í Kokkálsvík.
Afgr. Hefur verið gert, þar er lítið um varanleg mannvirki fyrir utan viðlegubryggjur.
Gera grein fyrir vegtengingu við lóðir fyrir hafsækna starfsemi.
Afgr: Lóð c hefur verið felld út.
Sýna byggingarreiti og setja skilmála fyrir byggingar á lóðum a, b, og c og ómerkta lóð. Afgr:Lóðum fækkað í tvær, afmörkun minja.
Sýna staðsetningu fornminja og gera grein fyrir lögbundnu verndarsvæði.
Afgr: Afmörkuð hefur verið lóð utan um minjar sem eru á svæðinu.
10 Svæði G, verði sett fram og skráð sem sérstakt deiliskipulagssvæði.
Afgr: Hefur verið gert.
11 Áfangaskipta framkvæmdum. Afgr: Um það hefur ekki verið rætt.
12 Að fram komi í greinargerð að 35 km hámarkshraði sé ákveðinn í lögreglusamþykkt fyrir viðkomandi götur en ekki í deiliskipulagi.
Afgr: Mælt er með þessu í deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi fyrir Drangsnes í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
4. Tilboð í samstarf Byggingarfulltrúaþjónustu frá Dalabyggð
Oddviti hafði samband við Dalabyggð um mögulega samnýtingu á byggingarfulltrúa. Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar hefur tekið jákvætt í erindið en það á eftir að ræða í sveitarstjórn. Miðað við kostnað við byggingarfulltrúa embættið í Dalabyggð árið 2013 hefði kostnaður Kaldrananeshrepps verið 1,2 milljónir það ár. Síðan hafa orðið töluverðar hækkanir á launum og annarri þjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við þau sveitarfélög sem að byggingarfulltrúa embættinu í Dalabyggð standa.
5. Til kynningar. Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar
6. Til kynningar. Umsög SíS að tillögu að landsskipulagsstefnu.
7. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð Velferðarnefndar frá 28.janúar 2015.
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
b. Fundargerð Fræðslunefndar frá14. janúar 2014
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
8. Hundahald í Kaldrananeshreppi
Drög að samykkt um hundahald í Kaldrananeshreppi lögð fram.
Afgreiðslu frestað.
9. Nýbygging Grundargötu
Rætt um framvindu nýbyggingar Grundargötu 9-11. Oddvita falið að ganga frá kaupum á hurðum, gólf- og loftaefni.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 23