Sveitarstjórnarfundur 27.mars 2014

Fimmtudaginn 27. mars 2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 44. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir, oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 7 liðum. Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 8. mál á dagskrá, bréf frá Fiskvinnslunni Drangi ehf dags. 26.3.2014

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. mars 2014
2. Fundargerðir nefnda
3. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepps síðari umræða
4. Siðareglur Kaldrananeshrepps síðari umræða
5. Íbúðin við skólann
6. Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Glámu ehf
7. Styrkbeiðni frá Sundsambandi Íslands
8. Bréf frá Fiskvinnslunni Drangi ehf

Var þá gengið til dagskár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. mars 2014
Oddviti fór yfir fundargerð síðasta fundar og afgreiðslu mála frá þeim fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

3. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepps síðari umræða
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepps sem fengið hefur umfjöllum á tveim formlegum fundum sveitarstjórnar borin upp og samþykkt.

4. Siðareglur Kaldrananeshrepps síðari umræða
Siðareglur Kaldrananeshrepps sem fengið hafa umfjöllun á tveimur formlegum fundum sveitarstjórnar bornar upp og samþykktar.

5. Íbúðin við skólann
Oddviti leggur fram tillögu um að farið verði í endurbætur á íbúð sveitarfélagsins að Aðalbraut 10, Drangsnesi. Er þar brýnast að nefna að skipta þarf út fataskáp í svefnherbergi og setja upp nýjan sturtuklefa.
Tillagan borin upp og samþykkt.
Þá leggur oddviti til að tröppur við aðalinngang skólans verði lagfærðar og m.a sett upp handrið við tröppurnar og hitalögn í stétt og tröppur. Þá verði í leiðinni lagfærð skolplögn frá skóla útí brunn fyrir utan en hún er undir stéttinni framan við skólann.
Tillagan borin upp og samþykkt.

6. Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Glámu ehf
Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Glámu ehf frá 25. febrúar s.l lögð fram til kynningar.

7. Styrkbeiðni frá Sundsambandi Íslands.
Sveitarstjórn samþykkir að hafna þessari styrkbeiðni.

8. Bréf frá Fiskvinnslunni Drangi ehf
Óskar Torfason víkur af fundi vegna vanhæfis. Fiskvinnslan Drangur ehf hefur átt í rekstrar erfiðleikum hin síðari ár og gengið í gegnum skuldalagfæringar gagnvart Byggðastofnun og Sparisjóði Strandamanna. Óskar Fiskvinnlsan Drangur ehf eftir að Kaldrananeshreppur felli niður 2/3 af heildarskuldskuld fiskvinnslunnar kr 2.855.470,- við Vatnsveitu Drangsness, sem til komin er vegna ógreidds aukavatnsskatts áranna 2009 til 2013.
Fiskvinnslan Drangur ehf er stærsti atvinnurekandi í Kaldrananeshreppi og Kaldrananeshreppur á 31% hlutafjár í fyrirtækinu.
Að teknu tilliti til þess hversu mikla þýðinu öruggur rekstur Fiskvinnslunnar Drangs ehf, hefur fyrir Kaldananeshrepp og afkomu íbúanna samþykkir sveitarstjórn að leita allra leiða til að verða við ósk fiskvinnslunnar og fela oddvita að ganga til samninga við framkvæmdarstjóra Fiskvinnlsunnar um lausn þessa máls.

Óskar Torfason kemur aftur inná fundinn..

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 21.15