Sveitarstjórnarfundur 17.mars 2014

Mánudaginn 17. mars 2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 43. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir, oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 8 liðum. Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 9. mál á dagskrá, mál um íbúðabyggingar og sem 10. má hitaveitumál í Bjarnarfirði

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 6. mars 2014
2. Fundargerðir nefnda
3. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepps fyrri umræða
4. Siðareglur
5. Byggðasagan Strandir
6. Bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða
7. Gjaldskrá sundlaugar
8. Fundargerð BsVest frá 12. mars 2014
9. Íbúðabyggingar á Drangsnesi
10. Hitaveita í Bjarnarfirði.

Var þá gengið til dagskrár.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 6. mars 2014
Oddviti fór yfir fundargerð síðasta fundar og afgreiðslu mála. Fundargreðin afgreidd athugasemdalaust

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir nefnda lágu fyrir fundi.

3. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepps fyrri umræða
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepp afgreidd til síðari umræðu.

4. Siðareglur
Drög að siðreglum fyrir Kaldrananeshrepp lögð fram og afgreidd til síðari umræðu.

5. Byggðasagan Strandir
Oddviti lagði fram sameiginlega tillögu frá fundi sveitarfélaga í Strandasýslu og Húnaþings-Vestra frá 12. mars s.l um málefni Byggðasögu Stranda miðað við minnisblað frá 17. desember s.l unnið af sveitarstjóra Strandabyggðar Andreu Jónsdóttur.
Fundurinn samþykkti að leggja til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna að gengið verði frá kaupum á óútgefna ritverkinu og að farið verði í útgáfu bókar eða bóka. Samkvæmt heildar áætlun verður kostnaður alls 20,8 milljónir sem skiptist milli sveitarfélaganna. 12 milljónir vegna kaupa á óútgefnu ritverki frá Búnaðarsambandi Strandamanna og 8.8 milljónir sem áætlað er að sú vinna sem eftir er við útgáfuna kosti. Húnaþing vestra mun ekki hafa frekari afskipti af útgáfu þessarar bókar hvorki með frekari greiðslum né heldur með tilkalli til tekna sem af útgáfu bókarinnar gæti komið.
Oddviti bar upp tillögu um að sveitarfélagið samþykki að gengið verði frá kaupum á óútgefna ritverkinu Byggðasaga Stranda og að farið verði í útgáfu verksins.
Tillagan borin upp og samþykkt. Sveitarstjórn tilnefnir Jenný Jensdóttur sem fulltrúa Kaldrananeshrepps í ritnefnd bókarinnar.

6. Bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða
Bref frá Náttúrustofu Vestfjarða dags 5.3.2014 um hnitsetta skráningu landamerkja í Kaldrananeshreppi sem Náttúrstofa Vestfjarða býðst til að vinna fyrir sveitarfélagið. Ekki kemur fram í bréfinu neinn áætlaður kostnaður við verkið. Sveitarstjórn hyggst ekki að nýta sér þetta tilboð að svo stöddu.

7. Gjaldskrá sundlaugar
Oddviti lagði fram tillögur að hækkun gjaldskrár sundlaugar á Drangsnesi.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá.

8. Fundargerð BsVest frá 12. mars 2014
Fundargerðin lögð fram til kynningar og afgreidd athugasemdalaust.

9. Íbúðabyggingar á Drangsnesi.
Óskar Torfason tekur upp mál um íbúðarbyggingu á Drangsnesi, sem rætt hefur verið á þremur síðustu fundum. Óskar fór yfir hvað íbúðaskortur stendur okkur fyrir þrifum, þar sem ekki er hægt að fá folk í vinnu á svæðinu þar sem ekki er húsnæði til að leigja. Rætt var um hvernig sveitarfélagið gæti hugsanlega komið að þessu verkefni ef af verður. Lögð var fram tillaga um að fara í byggingu tveggja íbúða með fjárframlagi allt að 20 milljónum sem gæti verið í formi fasteigna. Samþykkt með þremur atkvæðum og tveir sátu hjá.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Jenný Jensdóttir og Óskar Torfason í undirbúningsnefnd og verða jafnvel fleiri kallaðir til síðar.

10. Hitaveita í Bjarnarfirði.
Einar Unnsteinsson óskar eftir að halda fund með hitaveitustjóra og oddvita um hugsanlega hitaveitu í Bjarnarfirði. Óskar fór yfir upplýsingar sem hann hefur varðandi niðurgreiðslur, styrk og kostnað á hitaveiturörum og fl. Fundur verður haldinn í næstu viku.

Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 00.42