Sveitarstjórnarfundur 6.mars 2014

Fimmtudaginn 6.mars 2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 42. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir, oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Halldór Logi Friðgeirsson í fjarveru Óskars Torfasonar, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 16 liðum. Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagsskrá til að taka á dagskrá 2 mál. Sem 17. liður á dagskránni komi fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 5. mars s.l og í 18. lið komi dagskrárliðurinn kosning kjörstjórnar 2014.
Afbrigði borið upp og Samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 9. janúar 2014
2. Fundargerðir nefnda
3. Sálfræðiþjónusta Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla
4. Bréf frá Óskari Torfasyni.
5. Bréf frá félagi eldri borgara Strandasýslu
6. Eignarhaldsfélagið Gláma, fundargerðir og ársreikningur 2013
7. Ársreikningur Útgerðarfélagsins Skúla ehf 2013
8. Fundargerð Heilbrigisnefndar frá 14. 2.2014
9. Ársreikningur Heilbrigiseftirlits 2013
10. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfjarða
11. Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða
12. Fundargerðir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla
13. Bréf frá byggðasamlagi vestfjarða um málefni fatlaðs folks
14. Héraðsbókasafn Strandasýslu
15. Hollvinasamtök Gvendarlaugar hins góða
16. Nýtingarleyfi á heitu vatni
17. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 5. mars s.l
18. Kosning kjörstjórnar 2014

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 9. janúar 2014
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð skólanefndar Drangnesskóla frá 29. janúar 2014
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með 3 lið varðandi leiktæki á skólalóðinni og
er reiðubúin til samstarfs. Fundargerðin að öðru leyti afgreidd athugasemda-
laust.

3. Sálfræðiþjónusta Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla
Lagt fram bréf frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla (sbr. fundargerð skólanefndar )vegna sálfræðiþjónustu á svæði Félagsþjónustunnar þar sem óskað er eftir að sveitarfélögin leggi fram fé til að aðstoða við að koma slíkri þjónustu á. Um er að ræða kostnað vegna ferða, gistingar og umsýslu. Þjónustuþegar greiða fyrir sálfræðiþjónustuna. Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur hafnað þátttöku í kostnaði. Kostnaður Kaldrananeshrepps yrði í kringum 100.000 kr pr ár.
Tillagan borin upp og samþykkt.

4. Bréf frá Óskari Torfasyni.
Óskar Torfason óskar eftir í bréfi dagsettu 29. janúar 2014, að sveitarstjórn taki tillögu hans um að sveitarfélagið ráðist í byggingu tveggja íbúða til útleigu eða sölu til formlegrar afgreiðslu. Leggur hann til að sveitarfélagið leggi fram 20 milljonir til verkefnisins og lán verði tekið fyrir því sem upp á vantar til að klára byggingarkostnaðinn. Leggur hann til að byggt verði parhús með 2 íbúðum 2 x 75 ferm. eða svo þar sem gætt væri hagkvæmni og útsjónarsemi þannig að byggingarkostnaður verði eins hagkvæmur og best gerist.
Sveitarstjórn samþykkir að athuga nánar með kostnaðartölur og að kanna hvort grundvöllur sé til að stofna fasteingarfélag, þó án allra skuldbindinga að hálfu sveitarfélagsins.

5. Bréf frá félagi eldri borgara Strandasýslu
Félag eldri borgara í Strandasýslu óskar eftir fjárstyrk frá Kaldrananeshreppi. Sveitarstjórn samþykkir að veita félaginu 40.000 kr. styrk.

6. Eignarhaldsfélagið Gláma, fundargerðir og ársreikningur 2013
Fundargerðir og ársreikningar Eignarhaldsfélagsins Glámu lagir fram til kynningar. Kaldrananeshreppur er eftir breytingar á eignarhaldi árið 2011 stærsti hluthafi félagsins með 47,7% eignarhlut. Aðrir eru Byggðastofnun með 36,4%, Kaupfélag Steingrímsfjarðar með 8% og Fiskvinnslan Drangur með 7,9%. Núverandi stjórn Glámu. Stjórnarformaður Jenný Jensdóttir, Pétur Gretarson og Jón E. Halldórsson.

7. Ársreikningur Útgerðarfélagsins Skúla ehf 2013
Ársreikningur úrgerðarfélagsins Skúla ehf 2013 lagður fram.
Hagnaður ársins var 747.715.- kr.

8. Fundargerð Heilbrigisnefndar frá 14. 2.2014
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða lögð fram og afgreidd athugasemdalaust

9. Ársreikningur Heilbrigiseftirlits 2013
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2013 lagður fram og samþykktur.

10. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfjarða
Fundargerð Fjórðungssambands Vestfjarða frá 10. janúar 2014 lögð fram til kynningar

11. Fundargerð stjórnarfundar Byggðasamlags Vestfjarða. Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 frá 21.janúar 2014 lagt fram.

12. Fundargerðir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla
Fundargerðir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla frá 28.nóvember s.l og 28. janúar s.l lagðar fram til kynningar.

13. Bréf frá byggðasamlagi vestfjarða um málefni fatlaðs folks
Erindi frá BsVest dags 20.feb 2014. Óskar BsVest eftir heimild Kaldrananeshrepps til að samþykkja samning Bsvest og Ísafjarðarbæjar um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði sbr greinargerð þar um ásamt verklagsreglum er varða nýbyggingu eða kaup eigna sérhæfðs húsnæðis. Erindið borið upp og samþykkt.

14. Héraðsbókasafn Strandasýslu
Bréf frá sveitarstjóra Strandabyggðar, dags 5.2.2014 þar sem vísað er í bréf Jóns Jónssonar fh Héraðsnefndar Strandasýslu frá árinu 2013 þar sem hann beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga í Strandasýslu að þau taki við málefnum Héraðsbókasafns Strandasýslu frá Héraðsnefnd Strandasýslu og geri með sér samstarfssamning um fyrirkomulag í framtíðinni. Þá fylgir einnig tillaga að uppgjöri fyrir árið 2013 unnið af Salbjörgu Engilbertsdóttur en sú tillaga gerir ráð fyrir að sameiginlegur kostnaður sveitarfélaganna 3ja vegna 2013 sé alls 1,6 milljónir. Framlag Héraðsnefndar til Héraðsbókasafnsins vegna ársins 2011 var 500 þúsund krónur. Sveitarstjórn er reiðubúin til viðræðna um mál Héraðsbókasafnsins.

15. Hollvinasamtök Gvendarlaugar hins góða
Fréttabréf Hollvinasamtaka Gvendarlaugar hins góða í Bjarnarfirði lagt fram til kynningar.

16. Nýtingarleyfi á heitu vatni.
Oddviti leggur fram tillögu um að Kaldrananeshreppur sendi Orkustofnun umsókn um nýtinarleyfi á heitu vatni í landi Drangsness Kaldrananeshreppi og óskað er eftir hámarks gildistíma nýtingarleyfis með eðlilegum möguleikum á framlengingu. Samþykkt samhljóða.

17. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 5. mars 2014
Fundargerðin lögð fram og samþykkt.

18. Kjörstjórnarkosning.
Sveitarstjórn kýs eftirtalda aðila til að vera í kjörstjórn Kaldrananeshrepps.
Aðalmenn:
Finnur Ólafsson, formaður. Margrét Bjarnadóttir, Valgerður Magnúsdóttir
Varamenn: Hilmar Hermannsson, Eva Katrín Reynisdóttir,
Birna Ingimarsdóttir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 22,17