Sveitarstjórnarfundur 9. janúar 2014

Fimmtudaginn 9. janúar 2014 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 41. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Eva Reynisdótttir í forföllum Guðbrandar Sverrissonar, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 12 liðum. 

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 25. nóv s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Fjárhagsáætlun 2014 – síðari umræða
4. Þriggja ára áætlun 2015-2017 – síðari umræða
5. Úttekt á slökkviliðinu
6. Bókasafnshúsið
7. Sameiginleg stefna sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæta þróun í umhverfislegu tilliti
8. Heilbrigðiseftirlit – Vatnsveita
9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 13.12.2013
10. Fundargerð Fjorðungssambands Vestfjarða
11. Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða
12. Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 25. nóv s.l.
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

3. Fjárhagsáætlun 2014 – síðari umræða
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 lögð fram og rædd.
Skatttekjur áætlaðar kr. 43 milljonir, framlög frá Jöfnunarsjóði kr. 24 milljónir og aðrar tekjur 460 þúsund.- Helstu útgjaldaliðir eru félagsþjónusta 1.949.000.-kr. Fræðslu og uppeldismál 32.238.000.-kr. menningarmál 3.105.000.-kr. Æslulýðs- og uppeldismál kr. 14.591.000.- Brunamál og almannavarnir kr. 2.147.000.- Hreinlætismál kr. 438.000.- Skipulags- og byggingarmál kr. 1.770.000.- Umferðar- og samgöngumál kr. 1.127.000.- Umhverfismál kr. 2.513.000.- Atvinnumál kr. 695.000.- Sameiginlegur kostnaður kr. 11.185.000.- Fjármagnsliðir tekjur kr. 6.340.000.- Aðalsjóður skili 2.042.000.- krónum í rekstrarafgang. Hafnarsjóður kr. 460 þúsundum í rekstrartap, Hitaveita skili alls 1.231.000.- í rekstrarafgang og Vatnsveitan skili 582 þúsund krónum í afgang.
Fjárhagsáætlunin borin upp og samþykkt.

4. Þriggja ára áætlun 2015-2017 – síðari umræða
Þriggja ára áætlun lögð fram og rædd. Áætlunin borin upp og samþykkt.
5. Úttekt á slökkviliðinu
Mannvirkjastofnun gerði úttekt á slökkviliði Kaldrananeshrepps þann 25.9.2013. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru þær að mjög mikilla úrbóta er þörf í starfi og búnaði slökkviliðsins til að það geti staðist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru. Mannvirkjastofnun beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að úrbætur verði gerðar sem fyrst.
Sveitarstjórn tekur þessi tilmæli til alvaglegra athugunar.

6. Bókasafnshúsið
Björn Kristjánsson hefur í tölvupósti dags. 20. desember s.l lagt fram grófa kostnaðar- og vinnuáætlun um hvað þurfi að gera og hvað það muni kosta að koma Bókasafnshúsinu við Aðalbraut í skikkanlegt horf. Samkvæmt hans áætlun er efniskostnaður áætlaður 400.000.-krónur og í verkið fari um 90 vinnutímar iðnaðarmanna og annarra.
Björn Kristjánsson leggur eftirfarandi tillögu fyrir sveitarstjórn.

Sveitarfélagið greiði efniskostnað og 20 vinnutíma í aðkeyptri vinnu. Hann leggi til um 70 tíma í vinnu bæði hans eigin vinna og eitthvað aðkeypt vinna.. Vinnuframlag hans og vinnukaup verði greiðsla fyrir leigu árið 2014.

Sveitarstjórn samþykkir að láta 500.000,-kr í verkefnið og að Björn beri ábyrgð á verkinu og öllum þeim kostnaði umfram þessi 500.000, og fái hann að hafa húsið leigulaust í 2 ár.

7. Sameiginleg stefna sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu tilliti
Tillaga að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu tilliti lögð fram og samþykkt.

8. Heilbrigðiseftirlit – Vatnsveita
Neysluvatnssýni tekið í Fiskvinnslunni Drangsi þann 25. 11.2013 stóðst gæðakröfur heilbrigðiseftirlits.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 13.12.2013
Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust.

10. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfjarða
Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust

11. Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða
Fundargerðin lögð fram og afgreidd athugasemdalaust

12. Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu
Rekstraráætlunun lögð fram og afgreidd athugasemdalaust

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 22,42