Sveitarstjórnarfundur 13. nóvember 2013

Miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 39. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason og Eva Reynisdóttir í fjarveru Magnúsar Ásbjörnssonar. Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 5 liðum. 

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 30. okt s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Markaðsátak fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum
4. Styrkbeiðnir
5. Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 30. okt. sl
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla frá 9. október s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust að því er varðar 7 fyrstu mál fundargerðarinnar. Varðandi fyrirspurn til Velferðarnefndar um það hver sé stefna sveitarfélaganna fjögurra varðandi búsetu fyrir fatlað folk á svæðinu telur sveitarstjórn Kaldrananeshrepps það mjög aðkallandi að sveitarfélögin marki sér stefnu varðandi þessi mál og vinni eftir þeirri stefnu.

3. Markaðsátak fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum
Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna sameiginlegs markaðsátaks fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum 2014-2016 sem samþykkt var á 58. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að fela stjórn ásamt markaðsfulltrúa að útfæra. Skv. greinargerð, aðgerðaráætlun, kostnaðar- og tekjuáætlun fyrir Vestfirði tímabilið 2014-2016 er árlegur kostnaður sem fellur á sveitarfélögin sjö milljónir hvert ár. Hlutur Kaldrananeshrepps er eitt hundrað þúsund á ári í þrjú ár.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða áætlun um markaðssetningu og mun gera ráð fyrir þessum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2014.

4. Styrkbeiðnir
Styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2014. Styrkbeiðninni hafnað.
Styrkbeiðni vegna Snorraverkefnis. Styrkbeiðninni hafnað.

5. Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar.
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 4. nóvember s.l að ganga til samninga við Fiskvinnsluna Drang ehf og samstarfsaðila vinnslunnar um 150 tonna Byggðakvóta.
Sveitarstjórn fagnar auknum aflaheimildum í sveitarfélagið og gerir ekki athugasemdir varðandi ofangreinda ákvörðun.


Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl.20.50