Sveitarstjórnarfundur 30. október 2013

Miðvikudaginn 30. október 2013 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 38. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 4 liðum. Oddviti leitar afbrigða til að leggja fram til kynningar tvö mál sem þá verða númer 5 og 6 á dagskránni. nr. 5 bréf frá EFS um fjármál sveitarfélaga og nr. 6 Úttekt Securitas á brunaviðvörunarkerfi grunnskólans. Afbrigði borin upp og samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. okt s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Fundargerð og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
4 Byggðakvóti Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
5. Bréf frá EFS um fjármál sveitarfélaga
6. Úttekt Securitas á brunaviðvörunarkerfi grunnskólans.

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. okt. sl
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi

3. Fundargerð og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
Fundargerðin og fjárhagsáætlunin afgreidd athugasemdalaust

4. Byggðakvóti Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytis
Ráðuneytið hefur úthlutað Kaldrananeshreppi alls 91 þorskígildistonni vegna fiskveiðiársins 2013-2014
Reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið. Frá þessum almennu reglum er heimilt að víkja samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði sem hún leggur til séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlags.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps mun ekki leggja fram neinar tillögur til breytinga á þeim almennu reglum um úthlutun byggðakvóta sem fram koma í reglugerð númer 665 frá 10 júlí 2013
Tillagan borin upp og samþykkt.

5. Bréf frá EFS um fjármál sveitarfélaga
Bréf frá EFS Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags 23.okt s.l lagt fram til kynningar.

6. Úttekt Securitas á brunaviðvörunarkerfi grunnskólans dags. 7.10.2013
Úttektin var unnin í janúar 2013. Lagt fram til kynningar.


Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl.21.15