Sveitarstjórnarfundur 17. október 2013

Fimmtudaginn 17. október 2013 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 37. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. Eva K. Reynisdóttir mætti vegna fjarveru aðalmanns Óskars Torfasonar 

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 11liðum. Oddviti leitar afbrigða til að leggja fram til kynningar Ályktanir 58. Fjórðungsþings vestifirðinga –það verði 12. mál á dagsskrá. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 28. ágúst s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Umsögn um aðalskipulag Árneshrepps
4 Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag í landi Kaldrananess
5. Heilbrigðiseftirlit vegna Vatnsveitu Drangsness
6. Innlausn á hlutafé Húnaþings vestra í Sorpsamlagi Strandasýslu ehf
7. Bréf frá Reyni Bergsveinssyni
8. Ársreikningur Sorpsamlags Strandssýslu ehf
9. Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
10. Ársreikningur Útgerðarfélagsins Skúla ehf
11. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
12. Ályktanir 58. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 28. ágúst s.l.
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð fjallskilanefndar frá 7. sept 2013.
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.

3. Umsögn um aðalskipulag Árneshrepps.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Kaldrananeshrepps vegna breytingar á auglýstri tillögu að Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025.
Breytingarnar eru þær að
a.önnur af tveim raflínum frá fyrirhugaðri Hvalárvirkjun var felld á brott af uppdrætti
b.lega raflínu til suðurs frá Hvalárvirkjun var sýnd alla leið inn í Kaldrananeshrepp, í stað þess að enda skammt norðan sveitarfélagamarka eins og í auglýstri tillögu.
c.Reiðleiðum var bætt við uppdrátt og liggja tvær þeirra að sveitarfélagamörkum á milli Árneshrepps og Kaldrananeshrepps.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps gerir ekki athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi Árneshrepps eins og þær koma fram á samþykktum sveitarfélagauppdrætti Aðalskipulags Árneshrepps 2005 -2025. Þá stefnir sveitarstjórn Kaldrananeshrepps á að við breytingar á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 verði leitað samræmis á sveitarfélagamörkum við Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025 þannig að raflínur, göngu- og reiðleiðir verði í samræmi.
Tillagan borin upp og samþykkt.

4 Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag í landi Kaldrananess
Skipulagstofnun hefur staðfest breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030. Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 vegna frístundabyggðar í landi Kaldrananess var birt í b deild stjórnartíðinda 3. október 2013. Lagt fram til kynningar.
Þá gerir Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við að Kaldrananeshreppur birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags, vegna frístundasvæðis í landi Kaldrananess í B-deild stjórnartíðinda.
Lagt fram til kynningar.

5. Heilbrigðiseftirlit vegna Vatnsveitu Drangsness
Neysluvatnssýni sem tekið var þann 18. September 2013 í verslun KSH á Drangsnesi stóðs gæðakröfur skv. reg.nr. 536/01. Lagt fram til kynningar.

6. Innlausn á hlutafé Húnaþings vestra í Sorpsamlagi Strandasýslu ehf
Erindi frá Húnaþingi vestra, ósk um innlausn á hlutafé Húnaþings vestra í Sorpsamlagi Strandasýslu ehf, dags 13.9.2013
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að leysa til sín hlutafé Húnaþings vestra í Sorpsamlagi Strandasýslu í samræmi við eignarhlut Kaldrananeshrepps í samlaginu að því gefnu að Strandabyggð og Árneshreppur geri slíkt hið sama.

7. Bréf frá Reyni Bergsveinssyni
Bréf frá Reyni Bersveinssyni dags 26.9.2013, varðandi minkaveiðar í Bjarnarfjarðará lagt fram til kynningar.

8. Ársreikningur Sorpsamlags Strandssýslu ehf
Lagt fram til kynningar.

9. Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf
Lagt fram til kynnigar

10. Ársreikningur Útgerðarfélagsins Skúla ehf
Lagt fram til kynningar

11. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
Ársreikningurinn lagður fram og samþykktur.

12. Ályktanir 58. Fjórðungsþings Vestfirðinga
Lagt fram til kynningar.


Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 21.30