Sveitarstjórnarfundur 28. ágúst 2013

Miðvikudaginn 28 ágúst. 2013 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 36. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og magnús Ásbjörnsson 

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 7 liðum.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 27. júní s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Aðalskipulag – breyting og deiliskipulag í landi Kaldrananess
4. Erindi frá varplandi ehf
5. Erindi frá Birni Kristjánssyni
6. Erindi frá Hagsmunasamtökum heimilanna
7. Erindi frá Vinstri Hægri Vinstri

Var þá gengið til dagskrár

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 27. júní s.l.
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir liggja fyrir fundi

3. Aðalskipulag – breyting og deiliskipulag í landi Kaldrananess
Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og deiliskipulag frístundasvæðis í landi Kaldrananess var auglýst skv 1.mgr.36.gr og 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan að breyttu aðalskipulagi, uppdráttur og greinargerð lágu frammi á skrifstofu Kaldrananeshrepps tilskilinn tíma og frestur til að gera athugasemdir er runninn út. Engar athugasemdir hafa borist sveitarstjórn vegna þessa.
Sveitarstjórn samþykkir þessar breytingar á aðalskipulagi Kaldrananehrepps og deiliskipulags fristundasvæðis í landi Kaldrananess.

4. Erindi frá varplandi ehf
Varpland ehf hefur með bréfi dags. 9. ágúst s.l óskað eftir því við sveitarstjórn Kaldrananeshrepp að hún veiti félaginu leyfi fyrir þyrluflugi með skíða og snjóbrettafólk innan umráðasvæðis sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvarðanatöku og telur eðlilegt að vinna málið í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.

5. Erindi frá Birni Kristjánssyni
Björn Kristjánsson kennari hefur sent inn skriflega ósk um að fá á leigu Bókasafnshúsið við Aðalbraut 2a, á Drangsnesi. Hyggst hann innrétta þar aðstöðu fyrir hljóðver og vinnustofu til að vinna að tónlistarsköpun og upptökum og fleira.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps tekur jákvætt í erindi Björns Kristjánssonar og mun leita leiða hvað eigi að gera við bókakostinn.

6. Erindi frá Hagsmunasamtökum heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna óska eftir fjárstuðningi til reksturs samtakanna. Fjárbeiðninni hafnað.

7. Erindi frá Vinstri Hægri Vinstri
Vinstri Hægri Vinstri óska eftir styrk að upphæð 35000 til að fræða yngstu nemendur í Kaldrananeshreppi um hætturnar sem leynast í umferðinni.
Sveitarstjórn samþykkir að hafna þessari beiðni.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 21,15