Sveitarstjórnarfundur 27. júní 2013

Fimmtudaginn 27. júní 2013 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 35. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Eva K. Reynisdóttir í fjarveru Magnúsar Ásbjörnssonar sem boðaði forföll. 

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 8 liðum.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 5. júní s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur 2012 síðari umræða
4. Aðalskipulag – breyting og deiliskipulag Kaldrananes
5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða
6. Bréf frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða
7. Oddvitakjör
8. Framkvæmdir Drangsnesbryggju

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 5. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir liggja fyrir fundi.

3. Ársreikningur 2012 síðari umræða
Oddviti lagði fram ársreikning 2012 til síðari umræðu. Helstu niðurstöðutölur eru þessar. A hluti sveitarsjóðs skilar jákvæðri niðurstöðu 6,5 milljónir og samanlagður A og B hluti skila alls 8,7 milljónum. Þetta er töluverð breyting til batnaðar frá síðasta ári þegar aðalsjóður var rekinn með 5,6 milljóna halla og samstæðan A og B með 6,4 milljóna halla.
Skatttekjur voru 39 milljónir, framlög Jöfnunarsjóðs námu 30 milljónum og aðrar tekjur voru 11,6 milljónir. Helstu kostnaðarliðir. Laun og launatengd gjöld námu alls 43 milljónum og annar rekstrarkostnaður 29 milljónum. Handbært fé í árslok er 31 milljón. Helstu rekstrartölur málaflokka: Félagsþjónusta 2,8 milljónir. Fræðslumál 35 milljónir. Menningarmál 800 þúsund. Æskulýðs- og íþróttamál 14,6 milljónir. Brunamál og almannavarnir 1,4 milljónir. Hreinlætismál 600 þúsund. Skipulags- og byggingarmál 1 milljón. Samgöngumál 960 þúsund. Umhverfismál 1,5 milljónir. Atvinnumál 1,1 milljón. Sameiginlegur kostnaður 10,4 milljónir og Fjármagnstekjur voru 9 milljónir. Rekstrarkostnaður Eignasjóðs var 2 milljónir. Hafnarsjóður skilaði jákvæðri niðurstöðu 600 þúsund. Vatnsveita var jákvæð með tæp 600 þúsund og Hitaveita var með 1 milljón í rekstrarhagnað.
Ársreikningarnir bornir upp og samþykktir.

4. Aðalskipulag – breyting og deiliskipulag Kaldrananes
Skipulagsstofnun hefur fari yfir framlögð gögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og deiliskipulags fyrir frístundasvæði í landi Kaldrananess og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030. Breytingin varðar afmörkun nýs frístundasvæðis í landi Kaldrananess og ákvæði í greinargerð um efnisnámur og samgöngur.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepp samþykkir einnig að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Kaldrananess skv. 1 mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan varðar þrjár frístundalóðir í landi Kaldrananess.

5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 31. maí s.l lögð fram til kynningar. Ekki gerðar neinar athugasemdir við fundargerðina

6. Bréf frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða
Bréf frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða dags. 3. júní s.l vegna vatnssýnis. Neysluvatnssýni tekið þann 28. maí 2013 stóðst gæðakröfur skv. reg.nr.536/01. Lagt fram til kynningar.

7. Oddvitakjör
Oddvitakjör fór fram og Jenný Jensdóttir var kjörin oddviti með 4 atkvæðum og Guðbrandur Sverrisson varaoddviti með 4 atkvæðum.

8. Framkvæmdir Drangsnesbryggju
Fundargerð af fundi oddvita og fulltrúa Siglingastofnunar þeirra Kristjáns Helgasonar og Rob Kamsma með Ólafi Ingimundarsyni og Ómari Pálssyni vegna framkvæmda við þekju á Drangsnesbryggju 25. júní 2013 lögð fram.
Skrifað var undir verksamning í lok fundar, upphæð kr. 3.588.000.-
Oddviti leggur fram tillögu um að samið verði við verktakana um að gera lagfæringar á svæði utanvert við núverandi bryggjuplan.
Tillagan samþykkt samhljóða.


Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 21,50