Sveitarstjórnarfundur 5.júní 2013

Miðvikudaginn 5. júní 2013 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 34. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. 

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 13.liðum.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 13.maí s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur 2012 fyrri umræða
4. Aðalskipulag – breyting og deiliskipulag Kaldrananes
5. Ársskýrsla Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps 2012
6. Fundargerð velferðarnefndar 27. maí 2013
7. Sérstakar húsaleigubætur
8. Fundargerð og ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða
9. Bréf frá Héraðsbókasafni Strandasýslu
10. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga
11. Bréf frá Öldu félagi um sjálfbærni og lýðræði
12. Bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna
13. Fyrirspurn vegna sumarhúsalóða Klúku

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 13 maí s.l.
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi

3. Ársreikningur 2012 fyrri umræða
Ársreikningurinn afgreiddur til síðari umræðu

4. Aðalskipulag – breyting og deiliskipulag Kaldrananes
Bókun hreppsnefndar vegna breytinga á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og deiliskipulagi á hluta jarðarinnar Kaldrananes.
Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum hinn 5. júní 2013 að óska eftir heimild til að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030, samkvæmt 31.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt að auglýsa deiliskipulag í landi Kaldrananess, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing á fyrirhugaðri áætlun(breytingu) var auglýst á tímabilinu 14. maí til 30. maí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Meginbreytingin er:
Gert er ráð fyrir nýju svæði fyrir frístundabyggð í landi Kaldrananess.
og auk þess:
að gerðar eru minniháttar breytingar á texta greinargerðar ( 5 atriði) er varða vegamál.
Aðal- og deiliskipulagstillögurnar verða kynntar samhliða.
Bókunin samþykkt samhljóða.

5. Ársskýrsla Félagsþjónust Stranda og Reykhólahrepps 2012
Ársskýrslan lögð fram til kynningar og umræðu.

6. Fundargerð velferðarnefndar 27. maí 2013
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust, og vegna 3 máls er varðar sálfræðiaðstoð samþykkir sveitarstjórnin að taka þátt í því verkefni.

7. Sérstakar húsaleigubætur
Oddviti leggur til að reglur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps um sérstakar húsaleigubætur gildi einnig fyrir Kaldrananeshrepp.
Tillagan borin upp og samþykkt.

8. Fundargerð og ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða
Fundargerðin og ársskýrslan lögð fram til kynningar.

9. Bréf frá Héraðsbókasafni Strandasýslu
Bréf frá Héraðsbókasafni Strandasýslu um framtíð bókasafnsins og húsnæðismál þess lagt fram og rætt. Engin ákvörðun tekin um málið að svo stöddu.

10. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur borist áætlun sveitarfélagsins þar sem fyrirætlan þess er að ná viðmiðum 1.tölul.2.mgr. 64.gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 við lok fjárhagsársins 2012. Eftirlitsnefndin óskar ekki eftir frekari upplýsingum frá sveitarfélaginu vegna þessa máls.

11. Bréf frá Öldu félagi um sjálfbærni og lýðræði
Alda félag um sjálfbærni og lýðræði skrifar sveitarfélaginu bréf þar sem það kallar eftir því að sveitarfélög tryggi grasrótar-og félagasamtökum húsnæði.
Sveitarstjórn tók erindið fyrir og telur að félagasamtök hafi gott aðgengi að húnæði í sveitarfélaginu.

12. Bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna
Erindi frá Hagsmunasamtökum heimilinna dags 24.5 2013 til sveitarstjórna á landsvísu lagt fram til kynningar.

13. Fyrirspurn vegna sumarhúsalóða Klúku
Erindi frá Valgeir J. Guðmundssyni vegna sumarhúsalóða í landi Klúku.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í málið, og felur oddvita að hafa samband við Valgeir, og jafnframt að kynna sér hvernig þessu er háttað á sambærilegum stöðum.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 22.35