Sveitarstjórnarfundur 11. apríl 2013

Fimmtudaginn 11.apríl 2013 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 32. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. 

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 8.liðum. Oddviti leitar afbrigða til að taka sem 9. lið málefni Byggðasögunnar Strandir Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 7. mars s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Þriggja ára áætlun –síðari umræða
4. Afskriftir opinberra fjalda
5. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða v Vatnsveitu
6. Fundargerðir FV
7. Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013
8. Veiðidagar í Bjarnarfjarðará
9. Byggðasagan Strandir

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 7. mars s.l.
oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð skólanefndar frá 7 febr.
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust. En varðandi lið 3 samþykkir
sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að huga að frágangi lóðarinnar.

3. Þriggja ára áætlun –síðari umræða
þriggja ára áætlun samþykkt eftir síðari umræðu

4. Afskriftir opinberra gjalda
Sýslumaður á Hólmavík sendir til sveitarstjórnar yfirlit yfir þau útsvarsgjöld sveitarfélagsins Kaldrananeshrepps sem eru til afskriftarmeðferðar hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Gjöld þessi eru annað hvort fyrnd eða fallin niður af öðrum ástæðum s.s. vegna árangurslausra gjaldþrotaskipta eða eignalausra dánarbúa.
Dánarbú Guðmundar Heiðars Guðjónssonar kt: 290545-3829. Ógreitt útsvar gjaldaársins 2007 höfuðstóll kr. 109.338.- Krafan fallin niður
Björn Guðjónsson kt: 251050-3249 Ógreitt útsvar gjaldaársins 2007 að höfuðstól kr. 315.175.- Árangurslaust fjárnám. Krafan fyrnd þann 14.12.2011
Eva Einarsdóttir kt: 220181-3169 búsett í Danmörku Ógreitt útsvar gjaldaársins 2007 að höfuðstól kr. 25.995.-. Innheimtutilraunir árangurslausar. Krafan fyrnd 1. ágúst 2011
Sýslumaður á Hólmavík óskar eftir að sveitarstjórn veiti samþykki sitt til þess að gjöldin verði afskrifuð.
Sveitarstjórn samþykkir að þessi gjöld verði afskrifuð.

5. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða v Vatnsveitu
Neysluvatnssýni sem tekin voru þann 13. mars s.l í fiskvinnslunni Drangi ehf á Drangsnesi stóðst gæðakröfur skv. reg.nr.536/01
Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerðir FV
Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 1. feb., 13.
feb. og 13. mars s.l lagðar fram til kynningar og afgreiddar
athugasemdarlaust.

7. Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013
Kjörskráin yfirfarinn og samþykkt og oddvita falið að undirrita hana.
Jafnframt er oddvita veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram, fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

8. Veiðidagar í Bjarnarfjarðará
Undanfarin ár hefur sveitarstjórn deilt út veiðidögum sveitarfélagsins í Bjarnarfjarðará til íbúa sveitarfélagsins 18. ára og eldri. Þessi ákvörðun hefur verið til eins árs í senn. Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Veiðidögum Kaldrananeshrepps í Bjarnarfjarðará sumarið 2013 skal skipt niður á íbúa sveitarfélagsins 18. ára og eldri. Dregin verða út nöfn þeirra sem fá veiðidag eins og veiðidagarnir endast til.
Samþykkt samhljóða.

9. Byggðasagan Strandir
Fyrir fundi liggur samantekt á stöðu Byggðasögunnar Strandir sem unnin er af Arnari Snæberg Jónssyni sem síðast vann að bókinni.
Hefur Strandabyggð nú undir höndum þrjár möppur auk nokkurra kassa af gögnum en auk þess eru rúm 2gb af efninu á tölvutæku formi sem er hin raunverulega bók eða bækur á word formatti. Samkvæmt samantektinni er áætlaður vinnutími sem eftir er að hámarki 56 vikur.
Sveitarstjórn samþykkir áður framlagð kostnaðarskiptingu í bréfi dagsettu 24/1 2013 milli sveitarfélaga í Strandasýslu og Húnaþings vestra, vegna Bæjarhrepps, vegna kaupa á þeim gögnum og vinnu sem unnin hefur verið varðandi Byggðsöguna Strandir.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps leggur til að haldinn verið fundur, sem allra fyrst, helst fyrir næstu mánaðarmót, með öllum sveitarstjórnarmönnum í þeim sveitarfélögum sem hlut eiga að málinu, og skipað verði í ritnefnd.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22,30