Sveitarstjórnarfundur 19. desember 2012

Miðvikudaginn 19. desember 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 30. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti leitar afbrigða til að taka af dagskrá mál nr. 3 og 4 þ.e síðari umræðu fjárhagsáætlunar og fyrri umræðu 3ja ára áætlunar. Gögnin eru ekki komin frá endurskoðanda. Röð dagskrárliða breytist í samræmi við þessa breytingu. Afbrigði samþykkt. Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 15. nóv s.l.
2. Fundargerðir nefnda
3. Fjárhagsáætlun 2013 – síðari umræða
4. Þriggja ára áætlun –fyrri umræða
5. Tilnefning fulltrúa í samráðshóp um sóknaráætlun Vestfjarða
6. Skipan fulltrúa í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar Vestfjarða
7. Fundargerð Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla frá 4. desember s.l
8. Iðja
9. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar fyrir árið 2013
10. Fundargerðir verkefnahóps Bsvest
11. Fundragerðir stjórnar Bsvest
12. Fjárhagsáætlun Byggðasafns Húnvetninga og strandamanna
13. Fundargerð Fjórðungssambands vestfjarða frá 26. nóv s.l
14. Bréf frá Samkeppniseftirliti.


Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 15. nóv s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir nefnda lágu fyrir fundi

3. Tilnefnning fulltrúa í samráðshóp um sóknaráætlun Vestfjarða
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna 2 fulltrúa í samráðshópinn
Jenný Jensdóttir og Óskar Torfason.

4. Skipan Fulltrúa í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar Vestfjarða
sveitarstjórn samþykkir að skipa Jenný Jensdóttir, í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar Vestfjarða

5. Fundargerð Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla frá 4. desember s.l
Fundargerðin sem er í 4 liðum lesin upp og rædd. Annar liður fundargerðarinnar er samþykkt á reglum vegna fjárhagsaðstoðar. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.
Þriðji liður fundargerðarinnar varðar “Iðju” málefni sem tekið verður sérstaklega fyrir síðar á fundinum. Fundargerðin að öðru leiti afgreidd athugasemdalaust.

6. Iðja
Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla samþykkti á fundi síðum þann 4. desember s.l að hvetja sveitarfélögin á svæðinu til að taka þátt í verkefniu “Iðju” sem er úrræði til að rjúfa félagslega einangrun sem margir búa við vegna margvíslegra og ólíkra aðstæðna. Svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar og fleira. Þetta er hugsað sem tilraunaverkefni til eins árs í fyrstu og myndi byrja í janúar 2013 eða strax og húsnæði fyrir verkefnið finnst. Kostnaður vegna þessa fyrsta árið er áætlað um 3,7 milljónir og hlutur Kaldrananeshrepps eitthvað um 408.000.-
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í “Iðju”

7. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar fyrir árið 2013
Fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar fyrir árið 2013 lögð fram. Kostnaðarhlutdeild Kaldrananeshrepps vegna félagsmálastjóra, fjárhagsaðstoðar, barnaverndar og heimaþjónustu er áætluð 854.000.- Þvi til viðbótar eru málefni fatlaðra eða sá hluti sem framlag gegnum Bsvest dugir ekki til.
Fjárhagsáætlunin borin upp og samþykkt.

8. Fundargerðir verkefnahóps Bsvest
Fundargerðir verkefnahóps Bsvest lagðar fram til kynningar.

9. Fundargerðir stjórnar Bsvest
Fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs folks frá 26. nóvember s.l Fundargerðin er í 2 liðum og afgreidd athugasemdarlaust.

10. Fjárhagsáætlun Byggðasafns Húnvetninga og strandamanna
Fjárhagsáætlun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum fyrir árið 2013 lögð fram og samþykkt.

11. Fundargerð Fjórðungssambands vestfjarða frá 26. nóv s.l
Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarð frá 26. nóv s.l lögð fram til kynningar.

12. Bréf frá Samkeppniseftirliti.
Bréf frá Samkeppniseftirliti dags 29. nóvember 2012 vegna samkeppnissjónarmiða við útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 21.55