Sveitarstjórnarfundur 5. nóvember 2012

Mánudaginn 5. nóvember 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 28. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. 

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá.
Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagsskrá að taka sem 10 mál á dagskrá Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfjarða og sem 11. mál Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. okt s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Bréf frá Skipulgsstofnun
4. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
5. Bréf frá Vegagerðinni dags. 15. okt
6. Byggðakvóti
7. Fundargerð Byggðasafnsins á Reykjum
8. Fiskvinnslan Drangur
9. Sóknaráætlun 2020
10. Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga
11. Bréf frá Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. okt s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir nefnda lágu fyrir fundi

3. Bréf frá Skipulagsstofnun.
Skipulgsstofnun hefur hefur yfirfarið framlögð gögn vegna deiliskipulags hluta jarðarinnar Svanshóls og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild stjórnartíðinda.

4. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 26.okt lögð fram. Fundargerðin sem er í 12 liðum yfirfarin og samþykkt samhljóða þar meðtalin fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

5. Bréf frá Vegagerðinni dags. 15. okt
Vegagerðin sækir í bréfi dags 15. okt 2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnisvinnslu í námu í landi Bæjar 2. Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

6. Byggðakvóti.
Úthlutaður Byggðakvóti fyrir Kaldrananeshrepp eru 90 þorskígildistonn.
Sveitarstjórn samþykkir að reglur fiskistofu um byggðakvóta verði látnar gilda.
7. Fundargerð Byggðasafnsins á Reykjum
Fundur eigenda Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna var haldinn 24. okt 2012 í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna.
Fundargerðin yfirfarin og afgreidd athugasemdalaust.

8. Fiskvinnslan Drangur.
Ársreikningur Fiskvinnslunnar Drangs ehf lagður fram til kynningar. Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld var 3,4 milljónir Gengismunur var neikvæður um 6,2 milljónir, Vaxtagjöld og verðbætur voru alls 7,2 milljónir og rekstrartap tæpar 10 milljónir. Rekstur vinnslunnar er mjög erfiður.

9. Sóknaráætlun 2020.
57. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldiðá Bildudal dagana 4-5 október s.l samþykkti að fela Atvest að vinna að “Sóknaráætlun Vestfjarða” og að þeirri vinnu skyldi lokið 15. nóvember. Vinna skal 3 minni sóknaráætlanir fyrir hvert svæði Vestfjarða og úr þeim verði svo gerð ein heildstæð sóknaráætlun fyrir Vestfirði. Boðað hefur verið til fundar í Hnyðju, Hólmavík þar sem helstu áherslur Stranda og Reykhólasvæðis verða unnar.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps leggur áherslu á eftirfarandi málefni :
Að fjarskipti verði sambærileg við önnur svæði á landinu.
Að þriggjafasa rafmagn verði lagt á svæðið.
Að rafvorkuverð í dreyfbýli verði sambærilegt við það sem gerist á suðvesturhorninnu.
Að haldið verði áfram með vegaframkvæmdir norður Strandir.
Að þeir vaxtasprotar sem hér eru séu ekki drepnir niður með óþarfa sköttum og álögum. eins og t.d með rannsóknar og eftirlitsgjöldum, sem eðlilegt væri að ríkið tæki á sig.

10. Fundargerðir FV frá 3ja og 31. október s.l
Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar athugasemdalaust.

11. Bréf Eftirlitsnenfdar með fjármálum sveitarfélaga
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telur að fjármál sveitarfélagsins þarfnist frekari skoðunar þar sem samanlögð rekstrarniðurstaða fyrir síðustu 3 ár sé neikvæð. Skal sveitarfélagið samþykkja áætlun um hvernig það hyggst ná þeim viðmiðunum að reka sveitarfélagið án halla. Eftilitsnefndin tekur ekkert tillit til þess fjármagns sem sveitarfélagið á í sjóði og að það hefur ekki aukið skuldir heldur greitt þær niður. Endurskoðanda sveitarfélagsins hefur verið falið að svara eftirlitsnefndinni. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 verði leitast við að rekstur sveitarfélagsins verði jákvæður.


Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 22.25