Sveitarstjórnarfundur 26. júní 2012

Þriðjudaginn 26. júní 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 25. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá. Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá sem lið nr. 5 Legu háspennustrengs frá Drangsnesi að Kokkálsvík. Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 13. júní s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur 2011 – síðari umræða
4. Kjörskrá
5. Lega háspennustrengs frá Drangsnesi að Kokkálsvík

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 13. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 20. júní s.l
Fundargerðin er í 4 liðum og afgreidd athugasemdalaust

3. Ársreikningur 2011 – síðari umræða
Ársreikningur vegna ársins 2011 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs var neikvæð um 5.565.000.- Rekstrartekjur voru alls: 80.390.000.- og rekstrargjöld með afskriftum og fjármagnsgjöldum og niðurfærslu eignarhluta í öðrum félögum voru 85.955.000.- Handbært fé í árslok var 18.8 milljónir
Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur.

4. Kjörskrá
Kjörskrá vegna forsetakosninganna 30. júní 2012 lögð fram.
Oddvita falið að undirrita kjörskrána.


5. Lega háspennustrengs frá Drangsnesi að Kokkálsvík
Orkubú Vestfjarða hefur lagt fram til kynningar og samþykktar væntanlega legu háspennustrengs milli Drangsness og Kokkálsvíkur.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu orkubúsins að legu háspennustrengsins,.

Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 21.40

Sveitarstjórnarfundur 19.september 2012

Miðvikudagur 19.september 2012 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 26. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson, Sunna Einarsdóttir og Magnús Ásbjörnsson. Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 26. júní s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Umsókn um byggðakvóta
4. Deiliskipulag hluta jarðarinnar Svanshóls í Kaldrananeshreppi
5. Breytingar á Aðalskipulgi Kaldrananeshrepps 2010-2030
6. Styrkbeiðni vegna forvarnardags
7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða frá 18.8 s.l
8. Fundargerð aðalfundar Sorpsamlagsins ásamt ársreikningi 2011
9. Fundargerð velferðarnefndar Stranda- og Reykjahólahrepps frá 27.8
10. Fundargerðir Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs folks
11. Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfjarða frá 16/8, 28/8, 11/9
12. Fundargerðir Vaxvest og Atvest
13. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 31. ágúst s.l

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 26. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð Fjallskilanefndar frá 3. sept s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust

3. Umsókn um byggðakvóta
Sveitarstjórn samþykkir að senda umsókn um byggðakvóta.

4. Deiliskipulag hluta jarðarinnar Svanshóls í Kaldrananeshreppi
Deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Svanshóls hefur verið auglýst skv 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa borist vegna deiliskipulagsins. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir framlagt deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Svanshóls og felur oddvita að undirrita tillöguna. Deiliskipulagið verður sent skipulagsstofnun til staðfestingar.

5. Breytingar á Aðalskipulgi Kaldrananeshrepps 2010-2030
Landeigendur á hluta jarðarinnar Kaldrananess eru að vinna að deiliskipulagi fyrir landsskikann þar sem gert er ráð fyrir nokkrum byggingum.
Í gildandi Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps er ekki gert ráð fyrir frístundabyggð á þessu svæði. Fyrir fundi liggur lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030. Sveitarstjórn samþykkir að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulaginu vegna þessa.

6. Styrkbeiðni vegna forvarnardags
Félagsmiðstöðin Óson óskar eftir styrk vegna forvarnardags 24. okt n.k
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 20.000.-

7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða frá 18.8 s.l
Bréf frá Heilbrigðiseftirliti varðandi eftirlit með sundlaugum hreppsins
Sundlaugarnar og baðvatnið stóðust gæðakröfur skv. reglugerð.

8. Fundargerð aðalfundar Sorpsamlagsins ásamt ársreikningi 2011
Fundargerð aðalfundar sorpsamlagsins lögð fram ásamt ársreikningi fyrir árið 2011. Fundargerðin og ársreikningurinn afgreidd athugasemdarlaust.

9. Fundargerð velferðarnefndar Stranda- og Reykjahólahrepps frá 27.8
Fundargerðin lögð fram og samþykkt

10. Fundargerðir Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks
Fundargerðirnar lagðar fram og samþykktar

11. Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfjarða frá 16/8, 28/8, 11/9
lagðar fram til kynningar.

12. Fundargerðir Vaxvest og Atvest
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar

13. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 31. ágúst s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust


Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 21.40