Sveitarstjórnarfundur 15. ágúst 2011

Mánudaginn 15. ágúst 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 14. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 6 liðum.
Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá sem 7. lið Umhverfisvottun Vestfjarða.
Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 20. júlí s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur fyrir árið 2010 –síðari umræða
4. Aðalskipulag Kaldrananeshrepp 2010-2030
5. Almenningssamgöngur á Vestfjörðum
6. Sóknaráætlun fyrir Vestfirði

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 20. júlí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engin fundargerð liggur fyrir fundi

3. Ársreikningur fyrir árið 2010 – síðari umræða
Ársreikningur 2010 tekinn til afgreiðslu og samþykktur.
Helstu niðurstöðutölur ársreiknings eru:
Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs er neikvæð kr. 2,2 milljónir. Ekki voru tekin lán vegna rekstrar heldur gengið á sjóði sveitarfélagsins. Samantekið A og B hlutar sveitarsjóðs er neikvætt kr. 4,6 milljónir. Handbært fé í árslok voru rúmar 26 milljónir. Skuldir við lánastofnanir 20 milljónir. Heildar skatttekjur voru tæpar 62 milljónir. Félagsmál kr. 2,6 milljónir, fræðslumál 32 milljónir, menningarmál 1,6 milljón, Æskulíðs og íþróttamál 14,8 milljónir, Brunamál 2 milljónir, Hreinlætismál 2,4 milljónir, Skipulags- og byggignarmál 2,3 milljónir, Umferðar og samgöngumál 2,1 milljón, Umhverfismál 3,2 milljónir, Atvinnumál 1,2 milljónir, Sveitarstjórn og skrifstofa 9,4 milljónir, fjármagnstekjur 8 milljónir. Hafnarsjóður neikvæður 1,4 milljónir, Vatnsveita jákvæð 939 þúsund, Rekstur Hitaveitu neikvæður um 2 milljónir.

4. Aðalskipulag 2010 – 2030
Aðalskipulag Kaldrananeshrepps sem hefur verið í vinnslu undanfarin ár er nú á lokastigi.
Lögboðnu auglýsingaferli er lokið og engar athugasemdir hafa borist nema smávægilegra breytinga er þörf vegna heimreiðar að Háabakka nýja húsinu hennar Pat á Bakka.

Oddviti leggur til að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykki Aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010-2030 og það verði sent Skipulagsstofnun til staðfestingar. Tillagan borin upp og samþykkt.

5. Almenningssamgöngur Vestfjarða.
Fastanefnd Fjórðungssambands vestfirðinga um samgöngumála vll kanna afstöðu sveitarstjórna á vestfjörðum um skipulag og framkvæmdir almenningssamgangna á vestfjörðum. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepp telur að stefnumörkun og framkvæmd í almenningssamgöngum skuli vera í höndum FV.

6. Sóknaráætlun landshluta.
Sveitarstjórar Strandabyggðar og Reykhólahrepps ásamt oddvita Kaldrananeshrepps hittust á fundi á Hólmavík 15. 8 og samþykktu að leggja eftirfarandi drög að verkefnum í sóknar- og varnaráætlun fyrir Strandir og Reykhóla fyrir fund sem boðað er til vegna sóknaráætlunar landshluta fimmtudaginn 18. ágúst n.k.
Sóknaráætlun:
- Sjávarfallavirkjanir - Sjávarfallavirkjun í Þorskafirði
- Undirbúningur framhaldsdeildar á Hólmavík
- Umhverfisvottun Vestfjarða
- Virkjun í Ófeigsfirði
Varnaráætlun:
- Vegagerð: Vestfjarðavegur 60, Strandavegur 643 – með áherslu á Bjarnafjarðarháls og heilsársveg norður í Árneshrepp
- Raforka: Tryggt raforkuöryggi á Vestfjörðum, lækkun raforkuverðs.
- Verja opinber störf á svæðinu – Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavíku, Vegagerðin, Sýslumannsembættið á Hólmavík, Þjóðfræðistofa ofl.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps tekur undir þessar tillögur, en vill að virkjun í Ófeigsfirði verið sett í forgang.

7. Umhverfisvottaðir Vestfirðir.
Á Fjórðungsþingi síðasta ár var fjallað um tillögur um að stefna að umhverfisvottun Vestfjarð. Fól þingið stjórninni að kynna hugmyndina og kanna vilja sveitarstjórna og sækja um aðild að Earth Check fyrir Vestfirði í heild ef viðbrögð verða jákvæð.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga kallar eftir afstöðu Kaldrananeshrepps til hugmyndarinnar um umhverfisvottaða Vestfirði.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps tekur jákvætt í þetta mál.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.20