Sveitarstjórnarfundur 20. júlí 2011

Miðvikudaginn 20. júlí 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 13. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 10 liðum.
Oddvit leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka sem 11. mál á fundinum boðun á 56. Fjórðungsþings Vestfirðinga. Afbrigði samþykkt.
Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 14. júní s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Umsögn um rekstrarleyfi
4. Styrkbeiðni vegna Upplýsingarmiðstöðvar
5. Brunavarnir
6. Bréf frá Sýslumanni á Hólmavík
7. Boðsbréf á afmæliðhátíð Reykjaskóla
8. Drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu
9. Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða
10. Ársreikningur 2010 –fyrri umræða
11. Boðun 56. Fjórungsþings vestfirðinga.

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundragerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 14. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundrgerðir nefnda.
Fundragerðir skólanefndar frá 19. maí og 16. júní s.l
Fundargerðirnar afgreiddar athugasemdalaust

3. Umsókn um rekstrarleyfi
Sýslumaður á Hólmavík óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar Ásbjörns Magnússonar fh ÁVM útgerðar ehf um rekstrarleyfi fyrir rekstri gististaðar í íbúðarhúsinu Bæ 3. Einnig er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar vegna endurnýjunar og breytinga á rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Malarkaffi á Drangsnesi. Umsækjandi hefur gilt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II þ.e áfengisveitingar heimilaðar til kl 23.00 alla daga. Sækir hann nú um að fá rekstrarleyfi skv III flokki veitingastaða þar sem heimilt verði að hafa opið til kl. 01:00 alla daga og til kl 03:00 aðfararnótt laugardags og sunnudags eða almenns frídags.
Magnús Ásbjörnsson víkur af fundi vegna tengsla við umsækjanda.
Sveitarstjórn samþykkir að ÁVM útgerð ehf verði veitt umbeðin rekstrarleyfi til að reka gisthús að Bæ 3 og breytingar vegna veitingastaðarins Malarkaffis.

Magnús Ásbjörnsson kemur aftur á fundinn.

4. Styrkbeiðni vegna Upplýsingamiðstöðvar
Sveitarstjórn Strandabyggðar rekur upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Hólmavík og óskar eftir rekstrarstyrk frá Kaldrananeshreppi. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja upplýsingarmiðstöðina um 200.000,-.

5. Brunavarnir.
Oddviti Kaldrananeshrepps sótti fund um brunavarnir til Hólmavíkur með forstöðumanni brunavarnamála hjá Mannvirkjastofnun. Leggur hann mikla áherslu á að komið verði á fót meira samstarfi milli sveitarfélaganna í þessum málaflokki og telur vænlegast að þau sameinist um að reka sameiginleg slökkvilið.
Lög um brunavarnir lögð fram til kynningar.

6. Bréf frá sýslumanni.
Bréf frá sýslumanni Hólmavík með beiðni um samþykki fyrir afskrift á opinberum gjöldum vegna vangoldins útsvars. Charles Oliver Ian C. Demailly kt: 030281-3149 var skráður til heimilis að Laugarhóli en er þar ekki lengur. Um er að ræða ógreitt útsvar frá 2006 samtals með dráttarvöxtum kr. 169.313.- Krafan fyrnd 01.08.2010 Sveitarstjórn samþykkir þessa afskrift.

7. Boðsbréf á afmælishátið Reykjaskóla
Húnaþing vestra og skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði bjóða fulltrúum hreppsnefndar Kaldrananeshrepps ásamt mökum til afmælishátíðar þann 28. ágúst n.k þar sem þess verður minnst að 80 ár eru liðin frá upphafi skólastarfs að Reykjum í Hrútafirði.
Lagt fram til kynningar.

8. Drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu.
Drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu lögð fram til kynningar.

9. Ársfundur starfsendurhæfingar vestfjarða.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10. Ársreikningur Kaldrananeshrepps 2010 –fyrri umræða
Ársreikningurinn afgreiddur til síðari umræðu.

11. Boðun 56. Fjórðungsþings Vestfirðinga.
56. Fjórungsþing Vestfirðinga verður haldið dagana 2 og 3. September í Bolungarvík. Lagt fram til kynningar.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21.35