Sveitarstjórnarfundur 14. júní 2011

Þriðjudaginn 14. júní 2011 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 12. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 10 liðum. Oddvit leitaði afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir svar skólans til ráðuneytis vegna sjálfsmats/innra mats. Og ársreikning Sorpsamlags Strandasýslu Afbrigði samþykkt.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 5. maí s.l
2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 8 maí og 13. júní s.l
3. Fundargerð Velferðarnefndar frá 6.6.s.l
4. Oddvitakjör
5. Hitaveitumál
6. Unglingavinnan í sumar
7. Aðalskipulag
8. Ársreikningar Fiskvinnslunnar Drangs ehf
9. Bréf frá HSS
10. Bréf frá Sambandi Ísl sveitarfélaga
11. Sjálfsmat innra mat Drangsnesskóla

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 5. maí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi
2. Fundargerðir nefnda.
Fundargerðir Skipulags- og byggingarnefndar frá 8 maí og13. júní s.l
Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar athugasemdarlaust.
3. Fundargerð Velferðarnefndar frá 6.júní s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
4. Oddvitakjör
Oddviti kjörinn Jenný Jensdóttir
Varaoddviti Guðbrandur Sverrisson
5. Hitaveitumál
Patricia Ann Burk og Erna Arngrímsdóttir óska eftir að fá lagða hitaveitu frá Klúku í Baldurshaga og í væntanlegt íbúðarhús sem rís á jörðinni Bakka í sumar.
Sveitarstjórn samþykkir að taka málið til jákvæðrar athugunar, í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs. Kanna þarf bæði kostnað og þátttöku annara íbúa á svæðinu.
6. Unglingavinnan í sumar.
Heiðrún Helga hefur verið ráðin til að vera með unglingavinnuna í sumar.
Börn í Kaldrananeshreppi sem mögulegt er að verði í unglingavinnu í sumar eru 8. Óskað hefur verið eftir því að unglingar sem ekki eiga lögheimili í Kaldrananeshreppi verði ráðin í unglingavinnuna.Óskar og Magnús lýsa sig vanhæfa sökum skyldleika við umsækjendur. Sveitarstjórn samþykkir að ráða börnin sem höfðu sótt um fyrir þennan fund, í unglingavinnuna.
Rætt um helstu verkefni sem unglingavinnan getur sinnt.
7. Aðalskipulag.
Vinna við aðalskipulagið er komin á loka stig. Búið er að senda það út til umsagnar og er því ferli að ljúka. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem borist hafa frá umsagnaraðilum.
Samþykkt að senda skipulagsstofun greinargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps vegna vinnu við Aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010-2030.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að óska eftir heimild Skipulagstofnunar til að auglýsa Aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010-2030 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Eftirfarandi skipulagsgögn verða lögð fram:
Sveitarfélagsuppdráttur, Þéttbýlisuppdráttur, Greinargerð, Fornleifaskráning, Hættumat á Drangsnesi
Tillagan borin upp og samþykkt.
8. Ársreikningar Fiskvinnslunnar Drangs ehf
Ársreikningarnir lagðir fram til kynningar
9. Bréf frá HSS.
Héraðssamband Strandamanna sendir Kaldrananeshreppi þakkarbréf fyrir veittan stuðning. Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Sambandi Ísl sveitarfélaga dags 1.júní s.l
Samband ísl sveitarfélaga sendir sveitarfélögum bréf til áréttingar varðandi öryggi á sundstöðum. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir undanþágu frá reglugerðinni varðandi fjölda starfsfólks á sundstöðum.
11. Sjálfsmat/innra mat Drangsnesskóla.
Fyrir liggur afrit af svari skólastjóra Drangsnesskóla við ósk Menntamálaráðuneytis um upplýsingar um sjálfsmat/innra mat í Grunnskólanum Drangsnesi ásamt spurningarlista sem foreldrar áttu að svara vegna þessa mats.
Sveitarstjórn ítrekar við skólann að ljúka þessu innra mati sem fyrst.
12. Ársreikingur Sorpsamlags Strandasýslu.
Lagður fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 22.15