Sveitarstjórnarfundur 13. október 2010

Miðvikudaginn 13. október 2010 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 4. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 11 liðum.
Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá sem 12 lið bréf frá Hrafnseyrarnefnd. Afbrigði samþykkt.


Fundargerð ritaði Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá:
1 . Fundargerð sveitarstjórnar frá 9. ágúst s.l
2. Baðaðstaða fyrir pottana
3. Fundargerðir nefnda
4. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepps
5. Sameiginleg félagsmálanefnd með nágrannasveitarfélögum
6. Sorpsamlag Strandasýslu –Ársreikningar og fundargerðir
7. Hitaveitan –tilboð frá Jarðborunum
8. Styrkbeiðni
9. Bréf frá félagi safna og safnmanna
10. Fundargerðir Fjórungssambands Vestfirðinga
11. Bréf frá Orkustofnun

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 9. ágúst s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

2. Baðaðstaða fyrir pottana
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að byggja hreinlætisaðstöðu fyrir gesti heitu pottanna á Drangsnesi. Baðhús þetta verði staðsett á lóð grunnskólans Aðalbraut 10 Drangsnesi, neðan við sparkvöllinn. Húsið verði rúmlega 12 fermetrar, byggt samkvæmt teikningu Benedikts Björnssonar arkitekts. Í húsinu verði rými fyrir tengigrind fyrir heita vatnið í sparkvellinum, klósett, handlaug og sturtur. Þá skal þess gætt að húsið uppfylli kröfur um aðgengi fatlaðra.
Tillagan borin upp og samþykkt.

3. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð skólanefndar frá 19. ágúst 2010
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.
b. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 29. september 2010
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.
c. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 27. september 2010
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.
d Fundargerð Fjallskilanefndar frá 30. ágúst 2010
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.

4. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepps.
Samþykktir um stjórn og fundarsköp Kaldrananeshrepps sem samþykktar voru 1998 eru hér lagðar fram til kynningar og athugunar. Þá eru einnig lagðar fram samþykkt um skipan félagsmála í Kaldrananeshreppi, reglur um fjárhagsaðstoð hjá Kaldrananeshreppi og reglur um félagslega heimaþjónustu í Kaldrananeshreppi sem samþykktar voru á fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 1996.
Sveitarstjórnarmenn skulu yfirfara samþykktirnar og koma með tillögur að breytingum á þeim ef þurfa þykir á næsta fund sveitarstjórnar.

5. Sameiginleg Félagsmálanefnd með nágrannasveitarfélögum.
Vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga er stefnt að stofnun Bryggðasamlags með dreyfri þjónustu um þennan málaflokk á Vestfjörðum. Undir byggðasamlaginu verði starfandi 4 félagsþjónustur og skipi framkvæmdastjórar þeirra félagsþjónusturáð sem ber ábyrgð á starfi Byggðasamlagsins. Stýrir þjónustunni þangað sem hennar er þörf og samræmir hana. Líta sveitarfélög á Vestfjröðum til reynslu sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra um tilhögun þessara mála en þau eru komin með mikla og góða reynslu á þessu sviði.
Á fundi um flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem haldinn var á Reykhólum 27. September 2010, ákváðu fulltrúar úr sveitarstjórnum og félagsmálanefndum Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps að senda eftirfarandi tillögu til sveitarstjórna fyrrnefndra sveitarfélaga.
Lagt er til að sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur stofni eina sameiginlega félagsmálanefnd og ráði sameiginlegan starfsmann. Nefndin saman standi af 5 fulltrúum: 1. frá Árneshreppi, 1 frá Kaldrananeshreppi, 2 frá Strandabyggð og 1 frá Reykhólahreppi.
Með sameiginlegri félagsmálanefnd og ráðningu starfsmanns verður til eitt þjónustusvæði í fyrrnefndum sveitarfélögum og formleg félagsþjónusta. Í framhaldi yrði stofnað byggðasamlag um málefni fatlaðra á Vestfjörðum.

Tillagan borin upp og samþykkt

6. Sorpsamlag Strandasýslu. Ársreikningar og fundargerðir.
Ársreikningur Sorpsamlags Strandasýslu vegna 2009 lagður fram til kynningar ásamt fundargerð aðalfundar hlutafélagsins sem haldinn var á Hólmavík 23 september s.l og fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var sama dag.

7. Hitaveitan – Tilboð frá Jarðborunum.
Jarðboranir gera Hitaveitu Drangsness tilboð í borun jarðhitaholu á Drangsnesi skv hönnun Hauks Jóhannessonar. 14 tommu yfirborðsfóðring í 15 metra steypt, 10 og þrír fjórðu tommu fóðring í 150 metra steypt og 8,5 tommu borun vinnsluhluta. Vinnsluhluti sogboraður.
Áætlaður kostnaður 700 metra djúp hola kr. 20 milljónir og 1000 metra djúp hola 23,5 milljónir. Borun 70 m. rannsóknarholu til staðsetningar vinnsluholu 650.000 án vsk. Þá beri hitaveitan annan tilfallandi kostnað svo sem borplan, uppihald og fleira.
Samsvarandi tilboð hefur borist frá ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Þ.e 600 metra hola 17,2 milljónir, 1000 metra hola 23, 8 milljónir og allt að 600 m hola með minni bor 9,6 milljónir. Hliðstæður kostnaður og í tilboði Jarðborana er til viðbótar vegna aðstöðu og fæðis ofl.
Óskar Torfason gerir tillögu til sveitarstjórnar að Árni Kóps verði fenginn til að bora hitastigulsholu fyrir hitaveituna og mun það kosta 480.000 án vsk og hitaveitan greiði auk þess uppihald og gerð borplans og fl.
Óskar vék af fundi meðan málið var tekið fyrir.
Sveitarstjórn samþykkti tillöguna frá Óskari Torfasyni, en telur ekki tímabært að taka afstöðu til tilboðana frá jarðborunum og ræktunarsambandi Skeiða og Flóa.

8. Styrkbeiðni.
Ferðaþjónustan Malarhorn Drangsnesi óskar eftir styrk til markaðsetningar fyrirtækisins og svæðisins sem einnig komi öðrum ferðaþjónustuaðilum til góða.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 350.000,-

9. Bréf frá félagi safna og safnamanna.
Bréf frá félagi safna og safnamanna lagt fram til kynningar.

10. Fundargerðir Fjórungssambands Vestfirðinga
Fundargerðir Fjórungssambands Vestfirðinga lagðar fram til kynningar.

11. Bréf frá Orkustofnun
Bréf frá Orkustofnun dags 29. sept s.l varðandi tilkynningarskyldar jarðboranir lagt fram til kynningar.

12. Þann 17. júní 2011 eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Verður deginum fagnað sérstaklega á Hrafnseyri. Býðst Kaldrananeshreppi að taka þátt í þeim hátíðarhöldum.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.00