Sveitarstjórnarfundur 9. ágúst 2010

Mánudaginn 9. ágúst 2010 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 3. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson, Guðbrandur Sverrisson og Sunna Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 12 liðum.


Fundargerð ritaði Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Dagskrá:
1 . Fundargerð sveitarstjórnar frá 29. júní s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Leyfi til framkvæmda í Brúarárfossi í Brúará
4. Starfsmannamál
5. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2010
6. Deiliskipulag v Svanshóls
7. Boðun XXIV landsþings Sambands ísl sveitarfélaga
8. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits
9. Styrkbeiðni HSS
10. Styrkbeiðni f stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
11. Aðalfundur Menningarráðs Vestfjarða
12. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga


1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 29. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
2. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð Hafnarnefndar frá 8. ágúst s.l Fundargerðin sem er í 3 liðum afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerð skólanefndar frá 21. júlí 2010. Fundargerðin afgeidd athugasemdarlaust.
c. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 9. ágúst.Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.
3. Leyfi til framkvæmda í Brúarárfossi í Brúará
Lárus Jóhannsson landeigandi Brúarár óskar eftir framkvæmdaleyfi til að fleyga skálar í Brúrarárfoss til að auðvelda fiskgengd upp fossinn. Þá óskar hann eftir framkvæmdaleyfi til að færa árfarveginn fyrir neðan Brúarárfoss til upprunalegs horfs eins og hann var áður en fyrri landeigandi breytti legu árinnar í gegnum túnið á Brúará. Meðfylgjandi er undirskrifað samþykki Guðrúnar Andrésdóttur fh þeirra Andrésarbarna sem eiga landspilduna Hólmavík úr landi Reykjarvíkur. Þá liggur fyrir samþykki og umsögn Fiskistofu og Veiðimálastofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðin framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið er bundið því að skilað sé inn á skrifstofu Kaldrananeshrepps frumritum af skriflegum samþykktum landeigenda aðliggjandi lands.
4. Starfsmannamál.
Oddviti gerði grein fyrir starfsmannamálum hjá sveitarfélaginu en nú vantar að ráða í 4 störf hjá sveitarfélaginu. Slökkviliðsstjóra, kennara, Forstöðumann dagvistar og starfsmann við ræstingu grunnskólans. Búið er að auglýsa eftir fólki í þessi störf.
5. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2010
Boðun á 55. Fjórungsþings Vestfirðinga, haldið á Hólmavík dagana 3-4 sept n.k.
6. Deiliskipulag Svanshóls
Skiplagsstofnun gerir athugasemd vegna auglýsingar deiliskipulags v hluta jarðarinnar Svanshóls. Þar sem nýtt aðalskipulag Kaldrananeshrepps hefur ekki tekið gildi og undanþága sveitarfélagsins frá 2. tl bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga er útrunnin hefur sveitarfélagið ekki heimild til þess að auglýsa deiliskipulagið.
Oddviti hefur óskað eftir því við Umhverfisráðuneyti að fá framlengdan frest vegna aðalskipulagsgerðarinnar sbr. 2 tl bráðabirðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga.
7. Boðun XXIV landsþings Sambands ísl sveitarfélaga
24. landsþing Sambands ísl sveitarfélaga verður haldið á Akureyri 29- 1 október á Akureyri skv fundarboði þar um. Lagt fram til kynningar
8. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits
Fundargerð Heilbrigðiseftirlits frá 4. júní s.l lagt fram til kynningar
9. Styrkbeiðni frá HSS
Héraðssamband Strandamann óskar eftir fjárstyrk til rekstrar sambandsins.
Oddviti lagði til að Kaldrananeshreppur styrkti HSS með 100.000.- króna framlagi
Tillagan borin upp og samþykkt.
10. Styrkbeiðni frá stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
Leitað er eftir styrk til byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Samþykkt að hafna þessari styrkbeiðni.
11. Aðalfundur Menningarráðs Vestfjarða.
Aðalfundur Menningarráðs Vestfjarða verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 4. September n.k Lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga
Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga dags 28. júlí s.l vegna Jöfnunarsjóðs lagt fram tilkynningar.


Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 21.20.