Sveitarstjórnarfundur 29. júní 2010

Þriðjudaginn 29. júní 2010 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 2. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Jenný Jensdóttir oddviti, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson og í fjarveru aðalmannanna Sunnu Einarsdóttur og Guðbrandar Sverrissonar voru mættir fyrsti og annar varamaður sveitarstjórnar þeir Franklín Ævarsson og Halldór Logi Friðgeirsson.

Oddviti setti fund kl 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagsskrá í 4 liðum.


Fundargerð ritaði Jenný Jensdóttir á tölvu.

Dagskrá:
1 . Fundargerð sveitarstjórnar frá 14. júní s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Deiliskipulag Svanshóli
4. Skipan fulltrúa í stjórn Sorpsamlags Strandasýslu og undirbúningsnefndar vegna yfirtöku málefna fatlaðra.


1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 14. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 24. júní s.l
Fundargerðin samþykkt athugasemdalaust.
b. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 29. þessa mánaðar
Fundargerðin samþykkt athugasemdalaust.

3. Deiliskipulag Svanshóli
Ólafur Ingimundarson Svanshóli hefur látið vinna deiliskipulagstillögu fyrir jörðina Svanshól. Deiliskipulagið er unnið af Benedikt Björnssyni skipulagsarkitekt.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepp samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna og mun hún vera til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar í 6 vikur frá auglýsingardegi.

4. Skipan fulltrúa í stjórn Sorpsamlags Strandasýslu og undirbúningsnefndar vegna málefna fatlaðra á Vestfjörðum.
Jenný Jensdóttir tilnefndur fulltrúi Kaldrananeshrepps í stjórn Sorpsamlags Strandasýslu og einnig er Jenný Jensdóttir skipuð í undirbúningsnefnd vegna málefna fatlaðra.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20,35