Sveitarstjórnarfundur 27. maí 2010

Fimmtudaginn 27.. maí 2010 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 37. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Óskar Torfason, og Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, varamaðurinn Halldór Logi Friðgeirsson í fjarveru Haraldar Ingólfssonar og Sunna Einarsdóttir sem ritar fundargjörð.á tölvu.

Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stjórnaði honum skv. boðaðri dagskrá í 6 liðum.
Dagskrá.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18. maí s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur Kaldrananeshrepps v 2009 síðari umræða
4. Forsendur skelræktar í Steingrímsfirði, kynning
5. Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða, kynning
6. Eftirfylgni vegna úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá sem 7. lið kynningu niðurstöðum rannsókna á neysluvatnssýni sem tekið var þann 11. maí. Afbrgiði samþykkt


Var þá gengið til dagskrá

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18. maí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Varðandi sparkvöllinn þá hefur lögfræðingur Haraldar Ingólfssonar haft samband og óskað eftir öllum gögnum varandi ákvarðanatökur um völlinn. Hyggjast þeir óska eftir lögbanni á framkvæmdir. Oddviti hefur fengið Óskar Sigurðsson hjá JP lögmönnum á Selfossi til að fara með þetta mál fyrir hönd sveitarfélagsins.

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27.5.2010. Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.

3. Ársreikningur Kaldrananeshrepps v 2009 síðari umræða
Ársreiningur v 2009 lagður fram til síðari umræðu. Helstu niðurstöðutölur ársreiknings eru þessar: Tekjur aðalsjóðs
Skatttekjur 37,2 milljónir,
Jöfnunarsjóður 26 milljónir
Aðrar tekjur 8,4 milljónir.
Gjöld: laun og launatengd gjöld 38,6 milljónir,
Annar rekstrarkostnaður 31 milljón.
Afskriftir 4,6 milljónir.
Fjármagnstekjur 1,4 milljónir
Jákvæð rekstrarniðurstaða fyrir aðalsjóð án tillits til afskrifta og fjármagnstekna er tæpar 2 milljónir.
Rekstrarniðurstaða samantekið fyrir a og b hluta sveitarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnstekjur/gjöld er jákvæð um 8,6 milljónir. Afskriftir eru 7,9 milljónir og fjármagnstekjur eru 2,3 milljónir og neikvæð niðurstaða 70 þúsund.
Handbært fé í árslok eru 33,4 milljónir. Heildarskuldir eru 21,9 milljónir Eignir alls samantekið fyrir a og b hluta eru 276.7 milljónir. Skuldir pr. íbúa eru 270 þúsund
Framlag Jöfnunarsjóðs í hlutfalli við rekstrartekjur hefur lækkað úr 47% árið 2008 í 36,2% árið 2009
Kostnaður við rekstur málaflokka, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins greinist þannig.
Félagsþjónusta 2,5 milljónir, Fræðslumál 30,9 milljónir, Menningarmál 934 þúsund, Æskulýðs- og íþróttamál 11,3 milljónir, Brúnamál- og almannavarnir 1,6 milljónir, Hreinlætismál og sorp 1,6 milljónir, Skipulags- og byggingamál 2,8 milljónir, Samgöngumál 3,4 milljónir, Umhverfismál 1,7 milljónir, Atvinnumál 644 þúsund, Eignasjóður að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda er neikvæður um 11,8 milljónir
Hafnarsjóður hafði 7,5 milljónir í tekjur. Gjöld án fjármagnsliða og afskrifta sem voru alls 4,2 miljónir eru 3,6 milljónir, niðurstaðan því neikvæð um 345 þúsund,
Vatnsveita jákvæð um 289 þúsund.
Hitaveita hafði alls 5,5 milljónir í tekjur og 3,3 í gjöld án afskrifta sem voru 724 þúsund og fjármagnsgjalda sem voru 25 þúsund, tekjuskattur reiknaður 222 þúsund og niðurstaðan 1,3 milljónir í hagnað.
Ársreikningurinn og niðurtöður hans ræddar ýtarlega. Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur.

4. Forsendur skelræktar í Steingrímsfirði, kynning
Umsókn um smáverkefni til verkefnasjóðs sjávarútvegsins vegna rannsókna í Steingrímsfirði sem hafa það að markmiði að afla gagna til að hámarka árangur í kræklingarækt. Lagt fram til kynningar.

5. Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða, kynning
Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða ásamt fundargerð lögð fram til kynningar.

6. Eftirfylgni vegna úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla
Áætlun Menntamálaráðuneytis um eftirfylgni vegna úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla og fundaröð vegna þess lög fram til kynningar.

7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
Niðurstöður vatnssýna sem tekin voru þann 11. maí s.l stóðust allar gæðakröfur. Lagt fram til kynningar.


Oddviti þakkar sveitarstjórn gott og árangursríkt samstarf á kjörtímabilinu sem er að líða. Sveitarstjórn skilar af sér góðu búi til næstu sveitarstjórnar sem tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum þann 29. maí n.k

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21.15