Sveitarstjórnarfundur 19. apríl 2010

Mánudaginn 19. apríl 2010 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 35. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Jenný Jensdóttir sem ritar fundargjörð. Í fjarveru sveitarstjórnarmannanna Guðbrandar Sverrissonar og Sunnu Einarsdóttur voru mætt varamennirnir Eva K. Reynisdóttir og Halldór L. Friðgeirsson.

Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stjórnaði honum skv. boðaðri dagskrá.

Dagskrá.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 11. febrúar s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga
4. Ályktun Lögreglufélags Vesturlands
5. Tilboð vegna gervigrass á sparkvöll
6. Greinargerð um efnafræði heita vatnsins á Drangsnesi
7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 19. febrúar s.l
8. Byggðakvóti
9. Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum
10. Styrkbeiðni vegna skólaferðalags
11. Umsögn um aðalskipulag Strandabyggðar

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 11. febrúar s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar frá 13. apríl s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerð skólanefndar frá 16. mars s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.


3. Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga
Ákveðið hefur verið að málefni fatlaðra færist yfir til sveitarfélaga um næstu áramót. Þar sem lágmarksíbúafjöldi hefur verið ákveðinn af hálfu ríkisins 7-8000 manns verður Kaldrananeshreppur að sinna þessum málaflokki í samstarfi við önnur sveitarfélög. Oddviti hefur starfað í nefnd á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga sem kannað hefur hvaða samstarfsform myndi henta sveitarfélögum á Vestfjörðum. Fyrir fundinn er lögð niðurstaða þessara funda sem er að Byggðasamlag með dreifðri þjónustu líkt og er á þjónustusvæði Norðurlands vestra muni henta best. Norðurland vestra hefur verið reynslusveitarfélag í þessum málaflokki um langt skeið og hefur þetta form reynst þeim mjög farsælt. Lagt verður til við Fjórðungssamband Vestfirðinga að þessum málaflokki verði sinnt í byggðasamlagi með dreifðri þjónustu.
Sveitarstjórn lýst best á Byggðasamlag með dreifðri þjónustu.

4. Ályktun Lögreglufélags Vesturlands
Ályktun Lögreglufélags Vesturlands vegna sameiningar lögregluumdæma og kjaramála lögð fram til kynningar.

5. Tilboð vegna gervigrass á sparkvöll
Tilboð hefur borist frá Sporttæki ehf vegna gervigrass á sparkvöllinn. Tilboðið hljóðar upp á kr. 2.864.595 með vsk. Haraldur lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þessu tilboði og Óskari Torfasyni falið að ganga frá pöntun á gervigrasi frá Sporttæki.

6. Greinargerð um efnafræði heita vatnsins á Drangsnesi.
Íslenskar orkurannsóknir Ísor hafa rannsakað efnasamsetningu heita vatnsins úr borholu 16 á Drangsnesi þ.e þeirri holu sem við tökum vatnið úr. Fram kemur að engin merki sjást um aukna seltu í vatni úr vinnsluholunni. Efnahiti eða svo kallað kalsedónhiti hefur verið reiknaður fyrir sýnin úr holu 16 og annað sýnið úr holu 7 og bendir það til þess að hiti í jarðhitakerfinu þar sem vatnið er upprunnið sé 85 til 90°C

7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 19. febrúar s.l
Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 19. febrúar s.l lögð fram til kynningar

8. Byggðakvóti
Í ljós hefur komið að úthlutunarreglur vegna byggðakvóta Kaldrananeshrepps vegna fiskveiðiársins 2009-2010 voru ranglega auglýstar í Stjórnartíðindum s.b.r auglýsingu nr. 163 frá 25. febrúar 2010. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Fiskistofu að afturkölluð verði úthlutun sem framkvæmd var þann 8. apríl s.l og viðkomandi aðilum tilkynnt um niðurfellinguna. Ráðuneytið mun auglýsa nýjar úthlutunarreglur við fyrsta tækifæri.

9. Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum
Kaldrananeshreppur og Hollvinasamtök Gvendarlaugar hins góða ásamt Vatnavinum sóttu um styrk frá Ferðamálastofu vegna úrbóta við ferðamannastaði. Sótt var um vegna Gvendarlaugar og heitu pottanna á Drangsnesi. Styrkveitingar voru 500.000 til úrbóta við Gvendarlaug og 700.000 kr vegna heitu pottanna.

10. Styrkbeiðni vegna skólaferðalags
Skólastjóri grunnskólans á Drangsnesi óskar eftir 90.000.- króna styrks vegna skólaferðalags nemenda dagana 28-30. apríl n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að veita nemendum 90.000.- króna styrk.

11. Umsögn um aðalskipulag Strandabyggðar
Samkvæmt skipulagslögum skulu nágranna sveitarfélög fá aðalskipulagstillögur til umsagnar. Aðalskipulag Strandabyggðar er í vinnslu og skal sveitarstjórn Kaldrananehrepps gera athugasemdir ef einhverjar eru varðandi skipulagið.
Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við aðalskipulag Strandabyggðar.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23:05