Sveitarstjórnarfundur 11. febrúar 2010

Fimmtudaginn 11. febrúar 2010 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 34. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Sunna Einarsdóttir sem ritar fundargjörð.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stjórnaði honum skv. boðaðri dagskrá.

Dagskrá.

1, Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 4. febrúar s.l
2 Fundargerðir nefnda
3 Veraldravinir/Seeds sjálfboðaliðastarf
4 Flokkunargámur
5 Bréf frá Einari Unnsteinssyni
6. Loftslagsáætlanir
7. Fjárhagsáætlun 2010 – síðari umræða

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagsskrá til að taka til umfjöllunar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga sem lið nr. 8 á dagskránni. Þá óskar hún eftir að liður nr. 5 á dagskránni breytist þar sem væntanlegt bréf EU hefur ekki borist. Verði liður nr. 5 á dagskránni Hugleiðingar um hitaveitumál Laugarhóli. Afbrigði samþykkt.

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 4. febrúar s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá siðasta fundi.

4. Fundrgerðir nefnda.
Engar fundargerðir liggja fyrir fundi.

3. Veraldarvinir/ Seeds sjálfboðaliðastarf.
Veraldarvinir og Seeds sjálfboðaliðastarf hafa haft samband og boðið okkur sjálfboðaliða til starfa líkt og síðasta sumar. Ákveðið að taka hóp af Veraldarvinum.

4. Flokkunargámur
Sorpsamlag Strandasýslu hyggst koma fyrir flokkunargámi fyrir endurvinnanlegan úrgang á Drangsnesi og vantar staðsetningu. Sveitarstjórnin sér helst tvo staði sem koma til greina. Það er fyrir ofan björgunarsveitarhúsið við Grundargötu eða við Fiskvinnsluna Drang nýrri endanum.

5. Hugleiðingar um hitaveitumál á Laugarhól
Einar Unnsteinsson sem rekur hotel Laugarhól óskar eftir að ekki verði farið eftir vatnsmæli hitaveitunnar á Laugarhóli til að ákvarða gjald fyrir notkun hótelsins á heitu vatni. Ofnar og lagnakerfi er í mjög slöku ástandi og vatnið rennur nánast í gegn. Óskar hann eftir samningaviðræðum um hvaða aðferð verði notuð til gjaldaákvörðunar meðan þetta ástand varir á ofnunum. Oddvita og hitaveitustjóra falið að komast að niðurstöðu með Einari.

6. Loftlagsáætlanir – fyrirspurn
Fyrirspurn frá Stefáni Gíslasyni um aðgerðir sveitarstjórnarinnar til að aðlagast loftlagsbreytinum og hvort uppi séu áform um slíkar aðgerðir. Þá er einnig spurt hvort sveitarfélagið hafi þörf fyrir ráðgjöf í þessum efnum og þá hvernig ráðgjöf myndi henta best. Oddvita falið að svara þessum fyrirspurnum.

7. Fjárhagsáæltlun 2010 – síðari umræða
Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir að skatttekjur og lóðarleiga verði 34,8 miljónir. Frá Jöfnunarsjóði komi 24,3 milljónir og peningaleg eign á áramótum til ráðstöfunar sé 25 milljónir. Alls eru því áætlaðar ráðstöfunartekjur um 84 milljónir.
Helstu kostnaðarliðir eru án tillists til innri millifærslna og afskrifta
Félagsmál 3 milljónir, Fræðslumál 23,7 milljónr, Menningarmál 810 þúsund,
Æskulýðs- og íþróttamál 8,7 milljónir, Brunamál og almannavarnir 650 þúsund,
Hreinlætismál 570 þúsund, Skipulags- og byggingarmál 930 þúsund, Umferðar- og samgöngumál 5,7 milljónir, Umhverfismál 1,8 milljón, Atvinnumál 500 þúsund,
Sameiginlegur kostnaður 9,7 milljónir
Stærstu framkvæmdir eru Sparkvöllur 7 milljónir, slitlagsviðgerðir á Holtagötu og Kvíabala 5 milljónir, Drangsnesbryggja 1,9 milljonir, Hitaveitan 3 milljónir, Skólahúsnæði 2 milljónir þá er ætlunin að sinna ýmsum viðhaldsverkefnum öðrum.
Fjárhagsáætlunin borin upp og samþykkt.

8. Lánasjóður sveitarfélaga.
Lánasjóður sveitarfélaga óskar eftir því að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum í þeim tilgangi að geta birt í opinberum gögnum s.s ársskýrlum og fyrir fjárfestum sundurliðaðar upplýsingar um útlán sjóðsins og hvernig þau skiptast á milli sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita heimildina.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21.30