Sveitarstjórnarfundur 4. febrúar 2010

Fimmtudaginn 4. febrúar 2010 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 33. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Sunna Einarsdóttir sem ritar fundargjörð.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 17:30 og stjórnaði honum skv. boðaðri dagskrá..

Dagskrá.

1, Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 14. desember s.l
2 Fundargerðir nefnda
3 Gjaldskrá fyrir sorphirðu 2010
4 Refahúsið Klúku
5 Styrkbeiðni
6. Ályktun vegna lungnapestar
7. Fjárhagsáætlun 2010 – fyrri umræða
8. .Kosning kjörstjórnar

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagsskrá til að taka til umfjöllunar sem lið nr. 9 á dagskránni reglur Kaldrananeshrepps fyrir úthlutun Byggðakvóta til fiskiskipa í Kaldrananeshreppi. Afbrigði samþykkt

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 14. desember s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá siðasta fundi.

3. Fundrgerðir nefnda.
Fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 19. janúar s.l
Afgreidd athugasemdarlaust. Að öðru leyti en lið 3 er varðar lóðir undir reykkofa og hjalla, þar er visað til aðalskipulags sem er í vinnslu. Og lið 4. þar sem nefndin óskar eftir heimild til að ráða lögfræðing í svokallað Asparvíkurmál, Sveitarstjórn samþykkir að ráða lögfræðing í málið.

3. Gjaldskrá fyrir sorphirðu.
Oddviti lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Kaldrananeshreppi fyrir árið 2010.
Íbúðarhús í þéttbýli og á lögbýlum greiði kr. 15.600.- pr ár
Sumarhús greiði kr. 11.000.- pr ár
Fyrirtæki, stofnanir, félög og aðrir sambærilegir lögaðilar greiði gjald er miðist við magn urgings og er samkvæmt eftirfarnandi flokkun.
1. 20.000.-
2. 30.000.-
3. 45.000.-
4. 60.000.-
5. 75.000.-
6. 250.000.-
7. 359.000.-
Sveitarstjórn skipar aðilum í gjaldflokka.
Samþykkt samhljóða.
4. Refahúsið Klúku.
Finnur Ólafsson hefur gert sveitarstjórn nýtt tilboð vegna refahússins að Klúku. Hann óskar eftir að fá húsið keypt til flutnings og tillaga hans að kaupverði er 1.kr ásamt vinnuframlagi við að sjá til þess að allt húsið og það sem inn í því er verði hreinsað burt, ásamt því að fjarlægja steypta sökkulinn.
Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu.

5. Styrkbeiðni.
Félag eldri borgara í Strandasýslu þakkar fjárhagslegan stuðning á liðnum árum og óskar eftir áframhaldandi fjárstuðningi.
Samþykkt að styrkja félagið um kr. 40.000,-

6. Ályktun v. lungnapestar.
Oddvita og varaoddvita falið að skrifa lanbúnaðarráðhera, matvælastofnun og alþingismönnum og árétta málið.

7. Fjárhagsáætlun 2010 – fyrri umræða
Fjárhagsáætlun afgreidd til síðari umræðu.

8. Kosning kjörstjórnar.
Tillaga að kjörstjórn í Kaldrananeshreppi til eins árs.
Aðalmenn: Guðbjörg Hauksdóttir, Drangsnesi – formaður
Aðalbjörg Steindórsdóttir, Klúku
Baldur Jónasson, Bæ 3
Varamenn: Hilmar Hermannsson, Drangsnesi
Margrét Bjarnadóttir, Drangsnesi
Valgerður Magnúsdóttir, Drangsnesi
Samþykkt samhljóða.

9. Byggðakvóti.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir á fund þann 4. feb 2010 að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að til viðbóta við hin almennu skylirði fyrir úthlutun aflaheimilda til fiskiskipa sbr. Reglugerð nr 82/2010 komi liður d. svohljóðandi.

d... úthlutað skal í hlutfalli við landaðan afla til þeirra báta sem landað hafa afla símun til vinnlslu á Drangsnesi frá 1 sept 2009 til 31. mars 2010 og komi samkvæmt þeirri skiptingu meira en 15 tonn í hlut hvers fiskiskips skal vikið frá takmörkunum um hámarksbyggðakvóta á hvert fiskiskip skv 4. gr rgl 82/2010.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19,43