Sveitarstjórnarfundur 14. desember 2009

Mánudaginn 14. desember 2009 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 32. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Sunna Einarsdóttir sem ritar fundargjörð.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stjórnaði honum skv. boðaðri dagskrá..

Dagskrá.

1, Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18. nóvember s.l
2 Fundargerðir nefnda
3 Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness – síðari umræða
4 Álagningarprósentur 2010
5 Styrkur vegna íþrótta og tónlistarkennslu
6. Styrkumsókn vegna sjávarrannsókna í Steingrímsfirði
7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
8. .Fjárbeiðni frá Stígamótum
9. Gjaldskrá fyrir sorphirðu 2010
10. Kauptilboð í Refahúsið Klúku

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 18. nóvember s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá siðasta fundi.

2. Fundrgerðir nefnda.
Fundargerð skólanefndar frá 19. nóvember s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

3. Gjaldskrár hækkun Hitaveitu Drangsness – síðari umræða
Tillaga : Gjaldskrá hitaveitu Drangsness hækki um 5 % frá 1. janúar 2010.
Laugarhóll greiði 55% af samþykktri gjaldskrá. vegna lægri vatnshita frá holu.

4. Álagningarprósentur 2010.
Oddviti leggur til að álagningarprósentur Kaldrananeshrepps fyrir árið 2010 verði óbreyttar frá 2009 og verði eftirfarandi:
a. Útsvar verði 13,28%
b. Fasteiganaskattur af íbúðarhúsum verði 0,42% Opinberum byggingum skv. leyfilegu hámarki og aðrar fasteignir 1,4% af fasteignamati.
Fasteiganskattur aldraðra, 70 ára og eldri og 75% öryrkja, sem búa í eigin húsnæði verði felldur niður.
Gjalddagar verði 5. 1. feb, 1. apríl, 1. júní, 1. ágúst og 1. október. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga, en dráttarvextir reiknast á vanskil frá gjalddaga.
c. Lóðarleiga Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1% af fasteignamati lóðar.
d Vatnsgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá.
e Sorpgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá.
Tillagan samþykkt.

5. Styrkur vegna íþrótta og tónlistarkennslu Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu um styrk til barna vegna íþrótta og tónlistarkennslu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að greiða kr. 15.000.- á hvorri önn á árinu 2010 til þeirra barna 6-16 ára sem þátt taka í skipulögðum íþróttum eða tónlistarkennslu, hvort heldur sem er innan eða utan sveitarfélagsins.
Með þessum styrk vill sveitarstjórn hvetja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu starfi og koma til móts við þann kostnað sem af þeirri þátttöku hlýst.
Styrkurinn fæst útgreiddur gegn framvísum kvittana og eða skriflegrar staðfestingar forsvarsaðila viðkomandi íþróttadeildar um þátttöku barnsins.Einungis er greiddur einn styrkur á hvert barn.
Tillagan samþykkt.

6. Styrkumsókn vegna sjávarrannsókna í Steingrímsfirði.
Jón Örn Pálsson verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestjfarða sækir um styrk fyrir hönd Atvest vegna sjávarrannsókna í Steingrímsfirði árið 2010. Áætlað er að verkefnið hefjist í mars 2010 og standi í 12 mánuði. Verður í rannsókninni leitað svara um magn og gæði svifþörunga, hringrás næringarefna, sjávarstrauma og súrefnisstöðu í botnsjó.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000,- kr.

7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Skv. bréfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða kemur fram að neysluvatnssýni tekið þann 18. nóvember s.l stóðs allar gæðakröfur. Lagt fram til kynningar.

8. Fjárbeiðni frá Stígamótum
Stígamót óska eftir fjárstyrk til rekstrar.
Styrkbeiðninni hafnað.

9. Gjaldskrá fyrir sorphirðu.
Nauðsynlegt er að hækka gjaldskrá vegna sorphirðu í sveitarfélaginu verulega næsta ár. Fyrir liggur mikil hækkun kostnaðar hjá Sorpsamlagi Strandasýslu bæði vegna breyttra aðferða við sorphirðu og flokkun en ekki síður vegna þess að kostnaðarhækkanir hafa ekki orðið síðustu ár og sorpsamlagið því rekið með miklum halla. Sorpsamlag Strandasýslu tekur nú á móti flokkuðum endurvinnanlegum úrgangi á Hólmavík og verður komið upp flokkunargámi hér á Drangsnesi fljótlega upp úr áramótum.
Oddvita falið að vinna að samræmdri gjaldskrá með sveiarstjóra Strandabyggðar.

10. Kauptilboð í Refahúsið Klúku.
Finnur Ólafsson, Svanshóli gerir tilboð í refahúsið Klúku. Byður hann kr. 50.000.- í húsið ásamt vinnuframlagi við að sjá til þess að allt húsið og það sem inn í því er, að undanskildum steyptum sökkli, sé fjarlægt ásamt því að koma rusli á sorphauga sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þessu tilboði, með því skilyrði að kaupandi gangi frá sökkli.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 21.30