Sveitarstjórnarfundur 18. nóv 2009

Miðvikudaginn 18. nóvember 2009 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 31. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Sunna Einarsdóttir sem ritar fundargjörð.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stjórnaði honum skv. boðaðri dagskrá. Oddviti leitar afbrigða til að taka fyrir bréf frá sveitarstjóranum í Garði um strandstangaveiði, sem 12. mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. ágúst s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Gjaldskrárhækkun Hitaveitu
4. Hollvinafélag gvendarlaugar
5. Fundargerðir Heilbrigðisnenfdar Vestfjarða
6. Fjárhagsáætlun Heilbrigðisnefndar
7. Fiskhjallur Klettakoti
8. Bréf frá Fjorðungssambandi Vestfjarða
9. Efnagreining v Klúku
10. Styrkbeiðni
11. Ársreikningar Sorpsamlags Strandasýslu 2007 og 2008

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 17. ágúst s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerðir skólanefndar frá 8. ágúst og 2. september s.l
Fundargerðir skólanefndar afgreiddar athugasemdarlaust.
Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 27. ágúst s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust að undanskyldum lið 7 sem fjallar um sparkvöll, Haraldur Ingólfsson vék af fundi vegna vanhæfis. Rætt um staðsetningu sparkvallar, hvar á skolalóðinn væri hentugast að hafa hann.Skipulags og byggingarnefnd bendir á að jafnvel kæmist hann fyrir ofan skólann. Ákveðið að skoða alla möguleika áður en ákvörðun er tekin.

3. Gjaldskrárhækkun Hitaveitu
Oddviti leggur til að gjaldskrá Hitaveitu hækki um 5% þann 1. janúar 2010 og að gjaldskrá hitaveitu í Bjarnarfirði verði 30% lægri í samræmi við lægra hitastig vatnsins.
Gjaldskrárhækkunin afgreidd til næsta fundar.

4. Hollvinafélag Gvendarlaugar
Fréttabréf Hollvinafélags gvendarlaugar lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákvað að styrkja Hollvinafélagið um 200.000, kr.

5. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. frá 18. sept og 30. okt lagt fram til kynningar.

6. Fjárhagsáæltlun Heilbrigðisnefndar
Fjárhagsáætlun Heilbrigðisnefndar lögð fram og samþykkt.

7. Fiskhjallur Klettakoti
Óskar Torfason lýsir sig vanhafan og vék af fundi.
Eigendur sumarhússins Klettakots í landi Drangsness hafa skrifað sveitarstjórn Kaldrananeshrepps vegna lóðarleigusamnings sem gerður var við Svandísi Jóhannsdóttur um 14 fermetra lóð undir fiskhjallinn í fjöruborðinu neðan við Klettakot. Svandís Jóhannsdóttir telur sig vera eiganda þessa fiskhjalls þar sem faðir hennar hafi gefið henni hann. Ekki er minnst á hjallinn í afsali vegna húsanna í Klettakoti þegar þau fóru úr eigu Jóhanns Áskellssonar. Þegar fasteiganmat ríkisins lét gera endurmat á öllum fasteignum í sveitarfélaginu lenti hjallurinn einhverra hluta vegna með eignum þeirra í Klettakoti. Hafa þau greitt fasteignagjöld af hjallinum. Ekki var unnt að breyta um eiganda á hjallinum í fasteignamatinu þar sem hjallurinn hafði enga lóð. Gengið var frá lóðarsamningi við Svandísi vegna 14 fermetra lóðar undir hjallinn.
Þessum lóðarsamningi mótmæla eigendur Klettakots og telja að aðgangur þeirra að fjörunni sem tiltekinn er í lóðarsamningi sé verulega skertur og mótmæla þessum gjörningi harðlega.
Í Kaldrananeshreppi gilda sömu lög um almannarétt og annars staðar á Íslandi þ.e öllum er frjálst að ganga um landið og ekki má hefta aðgengi fólks að sjó og vötnum. Íbúar Klettakots og allir aðrir hafa hér eftir sem hingað til óheftan og frjálsan aðgang að öllum fjörum í Kaldrananeshreppi.
Oddvita er falið að skrifa bréf til eigenda Klettakots og árétta almannarétt samk lögum um umferð um ógirt land.

8. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga
Óskar Fjórðungssamband vetfirðinga eftir tilnefningu eins fulltrúa af hálfu Kaldrananeshrepps í starfshóp um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Samþykkt að Jenný Jensdóttir verði okkar fulltrúi.

9. Efnagreining v. Klúku
Skýrsla um efnasamsetingu vatns úr holu 6 á Klúku sem unnin var af Íslenskum orkurannsóknum lögð fram til kynningar.

10. Styrkbeiðni.
Styrkbeiðni vegna Snorraverkefnis. Ákveðið að hafna þessari styrkbeðni.

11. Ársreikningar Sorpsamlags Strandasýslu 2007 og 2008
Ársreikningar Sorpsamlags Strandasýslu vegna áranna 2007 0g 2008 lagðir fram til kynningar.

12.Bréf frá sveitarstjóranum í sveitarfélaginu Garði um verkefnið “Strandstangaveiði” Oddvita falið að fá betri upplýsingar um málið.
Fleira ekki fyrir tekið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 22.30