Sveitarstjórnarfundur 17. ágúst 2009

Mánudaginn 17. ágúst 2009 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 30. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Sunna Einarsdóttir sem ritar fundargjörð.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stjórnaði honum skv. boðaðri dagskrá.

Dagskrá.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 9.júlí s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningar vegna 2008 – síðari umræða
4. Bréf frá Heilbrigiseftirliti Vestfjarða
5. Fjórðungsþing Vestfirðinga 4-5 september
6. Styrkbeiðni
7. Stefnumót á Ströndum- atvinnu- og menningarsýning
8. Framlög Jöfnunarsjóðs 2009

Var þá gengið til dagskrár.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 9.júlí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

3. Ársreikningar vegna 2008 – síðari umræða
Ársreikningur vegna ársins 2008 lagður fram. Helstu niðurstöðutölur eru þessar. Rekstrarniðurstaða á aðalsjóði er jákvæð kr. 10.022.443.-
Samantekið A og B hluti er jákvæður að upphæð kr. 5.481.004.-
Skatttekjur alls kr. 64,4 milljónir
Félagsþjónusta nettó alls kr. 2,7 milljónir
Heilbrigðismál nettó alls kr. 1,5 milljónir
Fræðslu- og uppeldismál nettó alls kr. 30,9 milljónir
Menningarmál nettó alls kr. 1,3 milljónir
Æskulýðs- og íþróttamál nettó alls kr. 12,4 milljónir
Brunamál- og almannavarnir nettó alls kr. 1,2 milljónir
Hreinlætismál nettó alls kr. 82 þúsund
Skipulag- og byggingarmál nettó alls kr. 1,8 milljónir
Umferðar- og samgöngumál nettó alls kr. 1,3 milljónir
Atvinnumál nettó alls kr. 1,8 milljónir
Sameiginlegur kostnaður nettó alls kr. 7,9 milljónir
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld alls kr. 20 milljónir í tekjur
Eignasjóður neikvæður um alls kr. 11,2 milljónir
Hafnarsjóður neikvæður um alls kr. 5,6 milljónir
Vatnsveita jákvæð um alls kr. 58 þúsund
Hitaveita jákvæð um alls kr. 1 milljón
Ársreikningurinn ræddur töluvert og rýnt í niðurstöðutölur.
Ársreikningurinn borinn upp og samþykktur.

4. Bréf frá heilbrigiseftirliti Vestfjarða
Niðurstöður Heilbrigiseftirlits vegna neysluvatnssýnis sýna að vatnsýnið stóðs gæðakröfur skv. reglugerð nr.53/01.
Heilbrigðisfulltrúi kom og skoðaði sundlaug og búningsaðastöðu í Sundlauginni á Drangsnesi þann 4. ágúst s.l. Baðvatnið stóðst gæðakröfur skv. reglugerð nr. 457/98 og innra eftirlit með sundlaug er virkt.
Lagt fram til kynningar

5. Fjórðungsþing Vestfirðinga 4-5 september
Fjórðungsþing vestfirðinga verður á Ísafirði dagana 4-5 september. Kjörbréf vegna allra sveitarstjórnarmanna hefur verið sent.

6. Styrkbeiðni.
Þróunarsetur og Arnkatla 2008 óska eftir styrk vegna Stefnumóts á Ströndum Atvinnu- og menningarsýningar sem opnuð verður í Félagsheimilinu á Hólmavík þann 29. ágúst n.k og opin verður fram í september og eins næsta vor og sumar. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000, kr.

7. Stefnumót á Ströndum – atvinnu-og menningarsýning.
Oddviti hefur samþykkt fyrir hönd sveitarstjórnar að taka þátt í sýningunni ásamt öðrum sveitarfélögum í Strandasýslu. Grunnskólinn og Bryggjuhátíðin munu einnig taka þátt ásamt ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu og fiskvinnslunni Drangi ehf. Sveitarstjórn samþykkir að Kaldrananeshreppur mundi bjóða sveitarstjórnarmönnum og mökum í veisluna á Cafe Riis um kvöldið.

8. Framlög Jöfnunarsjóðs 2009
Skýrsla Jöfnunarsjóðs um framlög til Kaldrananeshrepps það sem af er ári 2009 lögð fram til kynningar


Fleira ekki fyrir tekið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 22.00