Sveitarstjórnarfundur 9. júlí 2009

Fimmtudaginn 9. júli 2009 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 29. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason og Haraldur Ingólfsson.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.

Dagskrá.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 11. júní s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningar vegna 2008 – fyrri umræða
4. Byggðakvóti.
5. Umsögn vegna skiptingar lands.
6. Umsögn vegna rannsóknarleyfis.
7. Oddvitakjör.

Var þá gendið til dagskrár.

Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 11. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

Fundargerðir nefnda.
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

Ársreikningar vegna 2008 – fyrri umræða
Ársreikningarnir afgreiddir til síðari umræðu.

Byggðakvóti.
Kaldrananeshreppur fékk úthlutað 28 þorskígildistonnum í byggðakvóta fiskveiðiárið 2008-2009 sbr lög nr 116/2006. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu oddvita um viðbótar ákvæði sem gilda skal fyrir Kaldrananeshrepp sbr. 2.gr reglugerðar um úthlutun Byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2008-2009.

Til viðbótar við almenn skilyrði fyrir úthlutun aflamaks komi d liður úthluta skal í hlutfalli við landaðan afla til þeirra báta sem landað hafa afla sínum til vinnslu á Drangsnesi á tímabilinu frá 1. september 2008 til 31.mars 2009
Tillagan borin upp og samþykkt.

Umsögn vegna skiptingar lands.
Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna lóðarinnar Baldurshaga úr landi Odda í Bjarnarfirði sbr. 12 og 13 gr jarðalaga.
Haraldur Ingólfssson lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur ekkert við þannan gjörning að athuga.

Umsögn vegna rannsóknarleyfis.
Orkustofnun óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Björgunar ehf. og Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. um rannsóknarleyfi á kaldþörungasetri á hafsbotni í Miðfirði, Hrútafirði og Steingrímsfirði í Húnaflóa. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir eftirfarandi ályktun.

Sjávarútvegur er aðalatvinnugrein í Kaldrananeshreppi og meðan ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á lífríki sjávar á þessu svæði og hverjar afleiðingar rannsóknir og þá í því framhaldi vinnsla kalkþörunga myndi hafa á afkomu þeirra sem hér lifa og starfa getur sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ekki mælt með að umbeðið rannsóknarleyfi, til Björgunar ehf og Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf, á kalkþörungalögum á hafsbotni í Steingrímsfirði verði veitt.

Oddvitakjör.
Oddvita skal kjósa árlega til eins árs í senn.

Oddviti kosinn Jenný Jensdóttir.
Varaoddviti Guðbrandur Sverrisson.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 21.25