Sveitarstjórnarfundur 11. júní 2009

Fimmtudaginn 11. júní 2009 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 28. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason. Halldór Logi Friðgeirsson 2. varamaður mætti í fjarveru Haraldar Ingólfssonar.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20. Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka á dagskrá sem 12 lið starfsskýrslu skólastjóra og sem 13. lið framkvæmdir við Drangsnesbryggju. Afbrigði borið upp og samþykkt.

Dagskrá.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 22. apríl s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Bréf frá Skipulagsstofnun
4. Styrkbeiðni frá Danmerkurförum Grunnskólans
5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 8. maí
6. Starfsendurhæfing Vestfjarða
7. Bjarnarfjarðará
8. Fundur um vegamál – fundargerð
9. Veraldarvinir og unglingavinna
10. Fundragerðir Fjórðungssambands
11. Fulltrúi í stýrihóp vegna alheimsinfúensu

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 22. apríl s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðlsu mála frá síðasta fundi.
2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júní s.l
Fundargerðin er í 6 liðum og afgreidd athugasemdalaust fyrir utan lið 6 sem fjallar um byggingarleyfisumsókn sveitarfélagsins vegna sparkvallar við grunnskólann á Drangsnesi. Telur sveitarstjórn auðvelt að verða við þeim athugasemdum sem nefndin gerir við umsóknina.
Oddvita falið að hafa samband við formann hættumatsnefndar og fá samþykki til að geta hafið framkvæmdir við sparkvöllinn.
b. Fundargerð skólanefndar frá 19. maí 2009
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
3. Bréf frá Skipulagsstofnun.
Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Acta lögmannstofu vegna jarðhitanýtingar í Hveravík lagt fram til kynningar.
4. Styrkbeiðni frá Danmerkurförum Grunnskólans
Fjórir nemendur grunnskólans eru á leið til Danmerkur í skemmtiferð og óska eftir styrk frá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja stelpurnar um 50.000,- kr.
5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 8. mái 2009
Fundragerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 8. maí s.l lögð fram til kynningar.
6. Starfsendurhæfing Vetfjarða.
Oddviti gerði grein fyrir kynningarfundi sem hún sat á Hólmavík vegna Starfsendurhæfingar Vestfjarða.
7. Bjarnarfjarðará
Oddviti leggur til að sama fyrirkomulag og verið hefur undanfarin tvö ár við nýtingu veiðidaga sveitarfélagsins verði áfram. Íbúar sveitarfélagsins 18 ára og eldri eru tveimur fleiri en veiðidagarnir og því verður um nokkurs konar happdrætti að ræða. Dregið verði um dagana og þeir íbúar sveitarfélagsins 18 ára og eldri sem dregnir verða út fái veiðidag í Bjarnarfjarðará.
Tillagan borin upp og samþykkt.
8. Fundur um vegamál – fundargerð
Fundargerð kynningarfundar vegna væntanlegra nýframkvæmda á Strandavegi 643 frá Hálsgötugili að Kýlalæk við Svanshól sem haldinn var á skrifstofu Kaldrananeshrepps þann 2. júní s.l lögð fram.
Sveitarstjórn lýsir sig samþykka þeirri veglínu sem þarna var kynnt og fagnar því að gamla bruin yfir Bjarnarfjarðará og vegurinn að henni verði áfram nýtt sem tenging inn á Drangsnesveg og milli bæja í Bjarnarfirði.
9. Veraldarvinir – unglingavinnan
Þann 16. júní n.k er von á 8 veraldarvinum sem ætla að vera hjá okkur næstu tvær vikurnar. Hluta tímans verða þeir í Bjarnarfirði og vinni að viðhaldi Gvendarlaugar hins góða og umhverfi laugarinnar. Þá verða þeir einnig á Drangsnesi og vinni ýmis störf.
Rætt um verkefni sem hægt er að láta hópinn sinna meðan á dvöl hans stendur.
10. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfjarða
Fundargerð Fjórungssambands Vestfjarða frá 25. maí s.l lög fram til kynningar.
11. Fulltrúi í stýrihóp á Vestfjörðum vegna alheims inflúensu.
Sveitarstjórn samþykkir að Stefán Jónsson, Strandabyggð verði fulltrúi Strandasýslu í stýrihóp á Vestfjörðum vegna alheims inflúensu.
12. Starfsskýrsla skólastjóra Grunnskólans á Drangsnesi
Starfsskýrsla skólastjóa Grunnskólans á Drangsnesi lögð fram til kynningar.
13. Framkvæmdir við Drangsnesbryggju
Samkvæmt samgönguáætlun var fjárveiting til framkvæmda við Drangsnesbryggju árið 2009. Grjótvörn í kverkina og steypa þekjuna. Kristján Helgason hjá Siglingastofnun segir í svari við fyrirspurn frá oddvita staðfest að þessar framkvæmdir hafi verið skornar niður.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundur slitið kl 22.20