Sveitarstjórnarfundur 22. apríl 2009

Miðvikudaginn 22 apríl 2009 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 27. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Haraldur Ingólfsson. Eva Reynisdóttir 1. varamaður mætti í fjarveru Óskars Torfasonar.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20. Oddvit leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka á dagskrá sem 12 lið kosningu kjörstjórnar. Afbrigði borðið upp og samþykkt.

Dagskrá.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 16. feb s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Kjörskrá
4. Bréf frá Laugarhól ehf
5. Sundlaug –ráðning
6. Menningarlandið 2009
7. Veraldarvinir
8. Fundargerð Fjórðungssambands vestfirðinga
9. Bréf frá Umhverfisstofnun
10. Starfsendurhæfing Vestfjarða
11. Bréf frá Bændasamtökum Íslands

Var þá gengið til dagskrár.

Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 16. feb.s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðlsu mála frá síðasta fundi.

Fundargerðir nefnda.
Fundargerð skólanefndar frá 26. febrúar s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust en vegna atriða í 5 lið fundargerðarinnar telur sveitarstjórn að fyrst verði að segja upp samningum við þá sérfræðinga sem fyrir eru áður en gegnið verði til samninga við nýja.

Kjörskrá.
Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25 apríl n.k liggur frammi. Sveitarstjórn hefur farið yfir kjörskrána og gerir ekki athugasemdir. Kjörskráin undirrituð.

Bréf frá Laugarhól ehf.
Sveitarstjórn hefur borist bréf frá Laugarhóli ehf með ályktunum aðalfundar frá 26. feb s.l.
a. Hluthafafudur Laugarhóls ehf haldinn á Laugarhóli 26. febrúar 2009 samþykkir að fara þess á leit við Hitaveitu Drangsness að hitaveitustofngjald vegna væntanlegrar tengingar við húsnæði Laugarhóls ehf við borholu á Klúkujörðinni verði felld niður, en til vara að greiðslan verði lækkuð eða henni frestað. Þessa er farið á leit vegna mikils kostnaðar við lagfæringar á ofnakerfi innanhúss sem einkum er kominn til vegna fyrri hitunar, þ.e.a.s vegna kyndingar með óhentugu vatni.
Sveitarstjórn samþykkir að fella niður inntökugjaldið.
b. Vegna þeirra erfiðleika sem við er að etja í efnahagslífi þjóðarinnar óskar hluthafafundur Laugarhóls ehf, haldinn á Laugarhóli 26. febrúar 2009 , þess að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps breyti fasteignagjöldum ársins 2009 í hlutafé eða að greiðslu fasteignagjaldanna verði frestað og þau greidd á 3 árum, 2011,2012 og 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að breyta fasteignagjöldum 2009 í hlutafé.

Sundlaug ráðning.
Tryggvi Ólafsson hefur sagt starfi sínu við sundlaug Drangsness lausu með 3ja mánaða fyrirvara frá 1. mars s.l. Strafið var auglýst aftur og 2 umsóknir bárust.
Frá Baldri Jónassyni og Svandísi Óskarsdóttur.
Sveitarstjórn samþykkir að ráða Baldur Jónasson sem forstöðumann sundlaugar. Svandís Óskarsdóttir sótti jafnframt um sumarstarf og var samþykkt að ráða hana í það.

Mennignarlandið 2009.
Menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og samband ísl sveitarfélaga í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar boða til ráðstefnu Menningarlandið 2009 í Stykkishólmi 11-12 maí n.k. Lagt fram til kynningar.

Veraldarvinir.
Oddviti hefur skv samþykkt síðasta fundar verið í sambandi við Veraldarvini. Okkur bjóðast sjálfboðaliðahópar til vinnu í sumar. Stefnt er að því að 8-12 manna hópur komi hingað um 16. júní. Unnið verði við sundlaugina á Klúku og umhverfi hennar ásamt öðrum umhverfis bætandi verkefnum þar á staðnum svo sem skógrækt, göngustíg í skógræktinni, girðinga niðurrif og fl ef tími vinnst til. Húsnæði hefur fengist fyrir hópinn á Bakka þ.e ef vinnan fer fram í júní.
Verkefni og húsnæði á Drangsnesi er enn óráðið um en verkefnin eru næg.

Fundargerð fjórðungssambands Vestfirðinga.
Fundargerð Fjórðungsssambands Vestfirðinga frá 23 feb s.l lögð fram til kynningar.

Bréf frá Umhverfisstofnun
Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 16.3.2009 vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs.
Sveitarfélögum ber skilda til að hafa aðstöðu til móttöku á raf og rafeindartækjaúrgangi, unnið er að málinu í samráði við sorpsamlagið.

Starfsendurhæfing Vestfjarða
Bréf frá Strafsendurhæfingu Vestfjarða ásamt stofnfundargerð lagt fram til kynnigar.

Bréf frá Bændasamtökum Íslands.
Kynnig á skýrslu milliþinganefndar búnaðarþings um fjallskil lögð fram til kynningar.

Kosning kjörstjórnar.
Skv samþykktum Kaldrananeshrepps skal kjósa kjörnefnd til eins árs í senn.
Tillaga um að eftirfarandi aðilar skipi kjörnefnd Kaldrananeshrepps lögð fram.
Aðalmenn:
Guðbjörg Hauksdóttir, Drangsnesi –formaður
Aðalbjörg Steindórsdóttir, Klúku
Baldur Jónasson, Bæ 3

Varamenn:
Hilmar Hermannsson, Drangsnesi
Margrét Bjarnadóttir, Drangsnesi
Valgerður Magnúsdóttir, Drangsnesi

Tillagan borin upp og samþykkt.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl.21.45