Sveitarstjórnarfundur 16. febrúar 2009

Mánudaginn 16. febrúar 2009 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 26. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson og Haraldur Ingólfsson.
Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.
og stýrði honum samkvæmt áður boðaðri dagskrá í 14 liðum.

Dagskrá.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 29. des s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Sparkvöllur við skólann
4. Fjárhagsáætlun 2009
5. Aðalskipulag Kaldrananeshrepps
6. Bréf stjórnar Fjórungssambands Vestfirðinga frá 29. jan s.l
7. Fundragerð Heilbrigðisnefndar frá 6. feb s.l
8. Bréf frá Menntamálaráðuneyti dags 26. janúar s.l
9. Umsögn um leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Hveravíkur
10. Bréf frá Atvest frá 10. feb s.l
11. Bjarnarfjörður – hitaveita forathugun
12. Landsþing Sambands Ísl sveitarfélaga
13. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti frá 6. febrúar 2009
14. Bréf frá SEEDS – sjálfboðaliðaverkefni sumarið 2009 og Veraldarvinum vegna sama

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir bréf frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu sem 15 lið á dagskránni og frá Skíðafélagi Strandasýslu sem 16 lið. Afbrigði borið upp og samþykkt.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 29. des s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
2. Fundragerðir nefnda
Fundargerð Skipulags- og byggignarnefndar frá 27. janúar s.l sem er í 3 liðum afgreidd athugasemdalaus
Fundargerð fjallskilanefndar frá 3. sept 2008 Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust að öðru leyti en því að ákveðið var að athuga betur með Skarðsrétt, bæði um kostnað og efnistöku.
.
3. Sparkvöllur við skólann
Óskar Torfason leggur fram tillögu að byggingu sparkvallar við grunnskólann á Drangsnesi ásamt tillögu að kostnaðaráætlun og fjármögnun vallarins. Samkvæmt þein áætlunum kostar slíkur völlur sem yrði 15 x 24 metrar að stærð rúmlega 12 milljónir. Loforð um vinnu og fjárframlög liggja fyrir að upphæð kr. 6.6 milljónir. Hlutur sveitarfélagsins er áætlaður 5.6 milljónir. Tillagan samþykk með þremur greiddum atkvæðum.gegn tveimur á móti, Haraldur Ingólfsson lét bóka að hann teldi þetta óábyrgt af sveitarstjórn að samþykkja þetta á þessum erfiðu tímum.
4. Fjárhagsáætlun 2009 – þriðja umræða
Fjárhagsáætlun Kaldrananeshrepps lögð fram til afgreiðslu og
helstu tölur úr áætluninni eru þessar fyrir aðalsjóð.
Tekjur alls: 48,8 milljónir Gjöld alls: 65 milljónir mismunur verður greiddur með inneign sem til er á bók.
Hafnarsjóður verði gerður upp með halla en gert er ráð fyrir framkvæmdum á Dragnsnesbryggju á árinu.
Vatnsveita skili hagnaði og Hitaveita Drangsness einnig.
Farið verður í nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir. Skipt um gler í grunnskólanum og hann málaður. Slökkvistöðin klædd með aluzink en áður var búið að klæða þann hluta hússins sem tilheyrir Á.V.M útgerðinni ehf. Gert er ráð fyrir að hefja vinnu við viðhald á Skarðsrétt en skv fjárlögum Alþingis fyrir árið 2007 fékkst 2. milljóna króna fjárveiting til verksins sem farið hefur verið fram á að fáist þó verkið verði unnið í ár. Ekki er gert ráð fyrir að verkið klárist á þessu ári. Gert er ráð fyrir að leggja nýtt bundið slitlag á Grundargötu. Síðan er fyrirhugað að byggja sparkvöll á skólalóðinni. Ekki er gert ráð fyrir lántökum
Fjárhagsáætlunin samþykkt.

5. Aðalskipulag Kaldrananeshrepps
Oddviti gerði grein fyrir vinnu við gerð aðalaskipulagsin og lagði fram samning um leiguafnot á tölvutækum landfræðilegum gögnum við Loftmyndir ehf.
Lagt fram til kynningar.

6. Bréf stjórnar Fjórðungssambands vestfirðinga frá 29. janúar s.l
Fundargerð stjórnar FV frá 14. janúar s.l ásamt erindi með vísan til afgreiðslu stjórnarfundarins.
Dagsetning Fjórðungsþings Vestfirðinga 4 og 5 september á Ísafirði og vakin er athygli á að þann 9. nóv n.k eru 60 ár frá stofnun sambandsins.
Ályktun stjórnar með vísan til samþykkta samgöngunefndar FV. Vegna stöðu vegaframkvæmda á Vestfjörðum og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar.
Bréf ferðamálasamtaka Vestfjarða frá 2. desember s.l.
Minnisblað um framgang verkefna í tengslum við skýrslu nefndar forsætisráðherra um atvinnumál á Vestfjörðum
Umsögn FV til Heilbrigðisráðuneytis varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum
Ályktun um orkuöryggi á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 6. feb. s.l
Fundargerðin lögð fram ásamt ársreikningi vegna 2008. Heildrarekstrarkostnaður eftirlitsins árið 2008 eru 23,4 milljónir og framlög sveitarfélaga eru 9,8 milljónir en sértekjur eru 12, 1 milljón.

8. Bréf frá Menntamálaráðuneyti dags 26. janúar 2009
Samkvæmt niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðgerðum grunnskóla haustið 2008 teljast sjálfsmatsaðferðir grunnskólans á Drangsnesi ófullnægjandi. Óskað er eftir að oddviti skili áætlun um úrbætur til ráðuneytis eigi síðar en 1. apríl n.k
Oddvita falið að athuga með gang mála hjá skólastjóra.

9. Umsögn um leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Hveravíkur.
Orkustofnun óskar umsagnar Kaldrananeshrepps um umsókn Hveraorku ehf um leyfi til nýtingar jarðhita í landi jarðarinnar Hveravíkur í Kaldrananeshreppi. Umsóknin byggir á ákvæðum laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að heimiluð verið nýting á heitu vatni í Hveravík.

10. Bréf frá Atvest frá 10. ferúar s.l
Forsvarsmenn Hveraorku hafa leitað til Atvest um að gera úttekt á nýtingarmöguleikum á því heita vatni sem fundist hefur í Hveravík. Atvest og vaxtarsamningur Vsetfjarða lýsa sig reiðubúin að fjármagna að hluta könnun á þessum möguleikum og yrði ráðin til þess verktaki, óháður atvest og öðrum hlutaðeigandi.
Verkefnið snýst um að skoða nokkur svið þar sem talið er að þetta vatn nýtist og má þar nefna ferðþjónusta ( heilsulindir),fiskeldi, annar iðnaður sem byggir á heitu vatni/gufu, húsakynding, verkefni tengd Þörungarverksmiðjunni á Reykhólum of.
Óskar Atvest eftir aðkomu Kaldrananeshrepps að málinu, bæði með fjár- og vinnuframlagi.
Sveitarstjórn fagnar því að kannað sé með nýtignarmöguleika heita vatnsins í Hveravík, en sveitarstjórn telur sig ekki aflögufæra fjárhagslega sem stendur.

11. Bjarnarfjörður – hitaveita forathugun
Hitaveita Drangsness fól verkís að vinna frumathugun á hitaveitu í Bjarnarfirði.
Holan sem boruð var í haust er að gefa 16 l/s af 49 stiga heitu vatni. Ekki stendur til að leggja hitaveitu um Bjarnarfjörð að svo stöddu.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

12. Landsþing Sambands ísl sveitarfélaga
23 Landsþing sambands ísl sveitarfélaga verður haldið í Reykjavík föstudaginn 13 mars n.k

13. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða frá 6. febrúar s.l
Í bréfi frá Heibrigðiseftirliti Vestfjarða dags 6. feb s.l kemur fram að vatnssýni sem tekið var þann 2. febrúar s.l frá Vatnsveitu Drangsness stóðst gæðakröfur skv reg.nr. 536/01

14. Bréf frá SEEDS – sjálfboðaliðaverkefni sumarið 2009 og Veraldarvinum vegna sama.Bæði þessi samtök bjóða fram sjálfboðaliða til að vinna hin ýmsu verk sem til falla í sveitarfélaginu yfir sumartímann. Sveitarfélag greiðir fæði og húsnæði fyrir hópana og skaffar þeim verkefni við hæfi ásamt verkstjóra.Sveitarstjórn samþykkir að fá þessi samtök til samstarfs.

15. Bréf frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu
Styrkbeiðni frá félagi eldri borgara í Strandasýslu. Sveitarstjórn samþykkir að
styrkja félagið um 30.000,-

16. Bréf frá Skíðafélagi Strandasýslu
Bréf frá Skíðafélagi Strandasýslu þar sem sagt er frá starfi félagsins ásamt syrkbeiðni. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið um 10.000,-

Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 23.30