Sveitarstjórnarfundur 29. desember 2008

Mánudaginn 29. desember 2008 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 25. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson og Haraldur Ingólfsson.

Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.
og stýrði honum samkvæmt áður boðaðri dagskrá í 6 liðum.

Dagskrá:

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 10. des s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Álagningarprósentur 2009
4. Fjárhagsáætlun 2009
5. Framkvæmdaleyfi vegna hafnarframkvæmda
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 12. des s.l


Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir bréf frá Umf Neista dagsett 28. des s.l varðandi sparkvöll við grunnskólann á Drangsnesi. Verði þessi liður númer 4 á dagskránni og aðrir liðir færist aftur sem því nemur. Afbrigði borið upp og samþykkt.

Var þá gengið til dagskrár

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 10. des s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

3. Álgningarprósentur 2009 – breyting
Alþingi samþykkti þann 20. desember sl. Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Lögin fela meðal annars í sér hækkun hámarksútsvars um 0,25% þ.e úr 13,03% í 13,28% sbr.3.gr.laganna. Skal ákvörðun sveitarstjórnar liggja fyrir eigi síðar en 30. desember 2008.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykki breytingu á áður samþykktri álagningarprósentu útsvars vegna ársins 2009.
Álagningarprósenta vegna útsvars árið 2009 verði samkvæmt leyfilegu hámarki samkvæmt lögum og verði 13,28% Tillagan borin upp og samþykkt.

4. Bréf frá Umf Neista varðandi sparkvöll við grunnskólann á Drangsnesi
Á stjórnarfundi Umf Neista 23. des 2008 var rætt um hvernig hægt væri að stuðla að því að íbúarnir og sveitarstjórn gætu komið því í kring að bætt yrði aðstaðan við skólann. Samþykkt var á fundinum að Umf Neisti legði fram eina milljón króna til gerðar sparkvallar við grunnskólann auk sjálfboðavinnu. Mun Umf. Neisti gangast fyrir söfnun meðal fyrirtækja og íbúa um sjálfboðavinnu, efni eða peninga til vallarins. Óskar Torfason kynnti málið, en vék svo af fundi meðan málið var rætt.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar og fela Óskari Torfasyni að kanna málið frekar og koma með frekari tölur um sundurliðaðan kostnað og fjáröflun, til næsta fundar.

5. Fjárhagsáætlun 2009 – síðari umræða
Þær breytingar hafa orðið á tekjuhlið fjárhagsáætlunarinnar að sveitarstjórn hefur ákveðið að hækka álagningarprósentu útsvars um 0,25% og við það hækka útsvarstekjur sveitarfélagsins um 400.000.- krónur. Vegna málsins í lið 4. leggur oddviti til að afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009 verði frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

6. Franmkvæmdaleyfi vegna hafnarframkvæmda.
Birgir Guðjónsson hefur haft samband við oddvita vegna hafnarframkvæmdanna í Bakkargerði. Hafnabótasjóður veitti 1.000.000.- króna styrk til verksins en hann fæst ekki greiddur út nema að fengnu framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps. Ekki var leyfilegt að hefja framkvæmdirnar fyrr en framkæmdaleyfi sveitarstjórnar lá fyrir.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn Kaldrananeshrepps veiti eigendum Bakkagerðis framkvæmdaleyfi vegna lendingarbóta í Bakkagerði.
Leyfi vegna efnistöku til verksins svo og önnur leyfi varðandi málið eru ekki sveitarstjórnar að veita.Samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 12. des sl
Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 12. des. sl lögð fram til kynningar.

Fundagerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21.10