Sveitarstjórnarfundur 10. desember 2008

Miðvikudaginn 10. desember 2008 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason, Guðbrandur Sverrisson og í fjarveru Haraldar mætir fyrsti varamaður Eva K Reynisdóttir

Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.
og stýrði honum samkvæmt áður boðaðri dagskrá í 13 liðum.


Dagskrá:
1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 5. nóv s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness
4. Gjaldskrá vegna sorphirðu.
5. Álagningarprósentur 2009
6. Styrkumsókn Snorraverefnið
7. Styrkur vegna íþrótta og tónlistarkennslu
8. Fjárhagsáætlun 2009 – fyrri umræða
9. Fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýslu
10. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 31. okt s.l
11. Fundargerð og ályktun stjórnar Fjórðungss. Vestf
12. Bréf frá Íþrótta og olympíusambandi Íslands
13. Bréf frá vinnumarkaðsráði Vinnumálast. Vestfjarða

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagsskrá til að taka sem 14. mál ársreikning Laugarhóls ehf og sem 15. mál bréf frá Laugarhól ehf
sem 16. mál forathugun hitaveitu í Bjarnarfirði sem 17. mál ályktun um háhraðatengingu og sem 18 mál vegamál
Afbrigði samþykkt

Var þá gengið til dagskrár.


1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 5. nóv
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
Fundargerð skólanefndar frá 2. des s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.


3.Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness.
Oddviti leggur fram tillögu um 6 % hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar frá 1 janúar n.k
Tillagan samþykkt samhljóða.

4.Gjaldskrá vegna sorphirðu.
Oddviti leggur fram tillögu um að gjaldskrá vegna sorphirðu fyrir árið 2009 verði óbreytt frá því sem nú er. Tillagan samþykkt samhljóða.

5. Álagningarprósentur 2009.
Sveitarstórn Kaldrananeshrepps samþykkir að álagningarprósentur vegna ársins 2009 verði óbreyttar frá fyrra ári.
1. Útsvar: 13,03%
2. Fasteiganskattur. a. íbúðarhús 0,42% af fasteignamati, b. Opinberar byggingar 0,88% af fasteignamati, c. aðrar fasteignir. 1,4% af fasteignamati.
Fasteignaskattur aldraðra og öryrkja: 70 ára og eldri og 75% öryrkjar, sem búa í eigin húsnæði verði felldur niður.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5. 1. feb., 1., apríl.,1.júní.,1.ágúst., og 1.okt., Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga, en dráttarvextir reiknast á vanskil frá gjalddaga.
3. Lóðarleiga Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1% af fasteignamati lóðar.
4. Vatnsgjald: Vatnsgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá.
5. Sorpgjald: Sorpgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá.

6. Styrkumsókn Snorraverkefnið.
Styrkbeiðni vegna Snorraverkefnis hafnað.

7.Styrkur vegna íþrótta og tónlistarkennslu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu um styrk til barna vegna íþrótta og tónlistarkennslu.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að greiða kr. 10.000.- á hverri önn á árinu 2009 til þeirra barna 6-16 ára sem þátt taka í skipulögðum íþróttum eða tónlistarkennslu hvort heldur sem er innan eða utan sveitarfélagsins.

Með þessum styrk vill sveitarstjórn Kaldrananesrhepps hvetja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu starfi og að koma til móts við þann kostnað sem af þeirri þátttöku hlýst.

Styrkurinn fæst útgreiddur gegn framvísun kvittana og eða skriflegrar staðfestingar forsvarsaðila viðkomandi íþróttadeildar um þátttöku barnsins. Einungis er greiddur einn styrkur á hvert barn.

Tillagan samþykkt samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun 2009 –fyrri umræða
Fjárhagsáætlun 2009 afgreidd til síðari umræðu.

9.Fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýslu.
Nefnd sú er Héraðsnefnd setti á fót í vor til endurskoðunar fjallskilasamþykkt sýslunnar hefur skilað frá sér drögum að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýslu. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur tekið fjallskilasamþykkt Strandasýslu til umfjöllunar og mælir með að hún verði samþykkt.

10. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 31. okt. s.l
Fundargerð Heilbrigðisnefndar ásamt fjárhagsáætlun 2009 lögð fram og afgreidd athugasemdalaust.

11. Fundargerð og ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Fundargerðin og ályktun afgreidd athugasemdalaust.

12. Bréf frá Íþrótta og ólympíusambandi Íslands
Bréf Íþrótta og olympíusambandi Íslands dags 14. nóv 2008 lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá Vinnumarkaðsráði Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum.
Vinnumarkaðsráð Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum skorar á sveitarstjórnir á Vestfjörðum og ríkisvaldið að halda sig við þær framkvæmdaáætlanir sem samþykktar hafa verið til næstu ára.

14. Ársreikningur Laugarhóls ehf. Lagður fram til kynningar.

15..Bréf frá framkvæmdarstjóra Laugarhóls ehf.
Bréf barst frá framkvæmdarstjóra Laugarhóls ehf, með tillögu frá aðalfundi þar sem skorað var á sveitarstjórn að heitavatnið verði sem fyrst nýtt til kyndingar á hótelinu.
Sveitarstjórn samþykkir að lögð verði bráðabirgðatenging á heitavatninu í Hótel Laugarhól.

16..Forathugun á hitaveitu í Bjarnarfirði.
Óskar fór yfir Skýrslu frá Verkís um forathugun á hitaveitu í Bjarnarfirði.

17..Ályktun um háhraðatengingu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps skorar á samgönguráðherra og ríkisstjórn Íslands að staðið verði við gefin fyrirheit um uppsetningu háhraðanetstengingar á landsbyggðini. Óviðunandi er hve uppsetning hefur dregist þar sem núverandi tengingar eru með öllu óásættanlegar og verðlagning ekki í neinu samræmi við gæði þjónustunnar. Núverandi tengingar sem boðið er uppá víðast í Kaldrananeshreppi eru ónothæfar þeim sem hyggjast stunda fjarnám eða nýta önnur tækifæri sem háhraðatengingar bjóða uppá.

18. Vegamál
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir á fundi sínum 10 des, áskorun til samgönguráðherra um að ljúka veglagningu milli Drangsness og Hólmavíkur með bundnu slitlagi árið 2009. Einnig krefst sveitarstjórn Kaldrananeshrepps þess að uppbygging þjóðvegar 643 Strandavegar um Bjarnarfjarðarháls ásamt brú um Bjarnarfjarðará verði boðin út strax á nýju ári.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 23.00